104 ára bresk stríðshetja á 63 ára gamla kærustu á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. mars 2023 13:00 Í fréttum breskra miðla segir meðal annars að Ernest eigi 63 ára kærustu á Íslandi og að þau hafi verið í fjarsambandi í mörg ár. The Royal British Legion Konunglega breska hersveitin, sem eru samtök breskra uppgjafarhermanna hafa sent ákall til bresku þjóðarinnar þar sem almenningur er hvattur til að senda fyrrum hermanninum Ernest Horswall kveðju á 105 ára afmælisdaginn þann 21. apríl næstkomandi, en Ernest á enga ættingja á lífi. Fjölmargir breskir miðlar hafa birt fréttir um málið en þar kemur meðal annars fram að hinn 104 ára gamli ofurhugi eigi kærustu á Íslandi. Ernest hefur heimsótt Ísland reglulega síðan árið 1991 og á marga vini hér á landi. Ernest býr nú á hjúkrunarheimili í Preston. Hann er fæddur í bænum Bradford í West Yorkshire árið 1918 og fagnar því 105 ára afmælisdegi sínum nú í ár. Hann var giftur í 57 ár og eignaðist son en sem fyrr segir á hann enga eftirlifandi ættingja. Á þessum 105 árum sem Ernest hefur lifað hafa 27 forsætisráðherrar gegnt embætti í Bretlandi og fimm breskir konungar. Ernest lærði verkfræði á sínum yngri árum og í seinni heimstyrjöldinni var hann starfsliðþjálfi hjá sérdeild konunglegra rafmagns-og vélaverkfræðinga. Hann þjónaði í hernum í London og Norður- Afríku þar sem hann hélt úti skriðdrekum bandamanna. 43 ára gamall byrjaði Ernest að læra til einkaflugmanns og starfaði við fagið allt þar til hann varð 93 ára gamall en þá gat hann ekki lengur verið tryggður í starfi. Hann lét þó ekki þar við sitja heldur hélt áfram að starfa við viðhald á flugvélum þar til hann var orðinn 101 árs gamall. Þá hefur hann ferðast um allan heim, meðal annars til Egyptalands,Ítalíu, Afríku, Júgóslavíu, Frakklands, Þýskalands, Belgíu og Hollands. Á meðal þeirra háttsettu embættismanna sem hafa nú þegar sent Ernest kveðju er Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. Í yfirlýsingu segir Christine Parry, ritari Konunglegu bresku hersveitarinnar að sveitin vilji tryggja að 105 ára afmælisdagur Ernest verði eftirminnilegur. „Hann er hluti af þverrandi bræðralagi en kynslóðin sem upplifði seinni heimstyrjöldina má ekki gleymast. Við vonum að íbúar Lancashire, og ef til vill um land allt, muni gefa sér til tíma til að senda Ernest afmæliskort til að sýna honum hversu mikið við kunnum að meta allt það sem hann hefur gert, til að veita okkur það frelsi sem við njótum í dag.“ Fyrsta Íslandsheimsóknin árið 1991 Í fréttum breskra miðla segir meðal annars að Ernest eigi 63 ára kærustu á Íslandi og að þau hafi verið í fjarsambandi í mörg ár. Árið 2015 heimsótti Ernest Ísland og af því tilefni birtist viðtal við hann í Morgunblaðinu. Fram kom að hann ætti marga íslenska vini og hefði reynst þeim flugmönnum vel sem þegið hafa aðstoð hans. „Horsfall hefur reynt að sækja Ísland að minnsta kosti árlega á síðustu 15 árum en segir að hann myndi vilja koma oftar ef veðrið væri betra. Hér á landi á hann góða vinkonu sem er honum afar kær, en þau kynntust fyrir 14 árum. Fyrsta heimsókn Horsfall til Íslands var árið 1991, en fjórir Íslendingar höfðu leitað eftir aðstoð hans við að gera við flugvél. Heimsóknirnar hafa verið ófáar síðan, helst um sumartímann og þá reynir hann að verja tímanum með Margréti vinkonu sinni,“ segir meðal annars í grein Morgunblaðsins. Ernest var á þessum tíma 97 ára gamall og starfaði enn sem skoðunarmaður flugvéla. „Ég lít svo á að ég sé farinn á eftirlaun en ég er þó enn með gilt skoðunarskírteini og aðstoða oft flugmenn sem til mín leita. Það geri ég þó eingöngu af áhuga og myndi aldrei taka greiðslu fyrir,“ sagði Ernest. Fram kom að flestir vinir Ernest á Íslandi væru einkaflugmenn og hefði Ernest aðstoðað marga þeirra við viðgerðir á flugvélum. „Ég hjálpa við að endurbyggja flugvélar, alls konar vélar en helst minni vélar. Það kemur á óvart hve margir á Íslandi byggja sínar eigin vélar. Árið 2000 kom ég til landsins að endurbyggja vél, þeir báðu mig um að vera í sex mánuði en ég vildi bara stoppa í tvær vikur. Ég gaf þeim tvær vikur af lífi mínu. Við náðum að endurbyggja vélina alveg, það voru tvö lið í þessu sem unnu 48 tíma á dag. Aðspurður sagði Ernest þó að það ánægjulegasta sem hann hefði gert væru að hafa kynnst Margréti vinkonu sinni, sem hann reyndi að hitta eins oft og hann gæti. Bretland Hernaður Ástin og lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Ernest býr nú á hjúkrunarheimili í Preston. Hann er fæddur í bænum Bradford í West Yorkshire árið 1918 og fagnar því 105 ára afmælisdegi sínum nú í ár. Hann var giftur í 57 ár og eignaðist son en sem fyrr segir á hann enga eftirlifandi ættingja. Á þessum 105 árum sem Ernest hefur lifað hafa 27 forsætisráðherrar gegnt embætti í Bretlandi og fimm breskir konungar. Ernest lærði verkfræði á sínum yngri árum og í seinni heimstyrjöldinni var hann starfsliðþjálfi hjá sérdeild konunglegra rafmagns-og vélaverkfræðinga. Hann þjónaði í hernum í London og Norður- Afríku þar sem hann hélt úti skriðdrekum bandamanna. 43 ára gamall byrjaði Ernest að læra til einkaflugmanns og starfaði við fagið allt þar til hann varð 93 ára gamall en þá gat hann ekki lengur verið tryggður í starfi. Hann lét þó ekki þar við sitja heldur hélt áfram að starfa við viðhald á flugvélum þar til hann var orðinn 101 árs gamall. Þá hefur hann ferðast um allan heim, meðal annars til Egyptalands,Ítalíu, Afríku, Júgóslavíu, Frakklands, Þýskalands, Belgíu og Hollands. Á meðal þeirra háttsettu embættismanna sem hafa nú þegar sent Ernest kveðju er Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. Í yfirlýsingu segir Christine Parry, ritari Konunglegu bresku hersveitarinnar að sveitin vilji tryggja að 105 ára afmælisdagur Ernest verði eftirminnilegur. „Hann er hluti af þverrandi bræðralagi en kynslóðin sem upplifði seinni heimstyrjöldina má ekki gleymast. Við vonum að íbúar Lancashire, og ef til vill um land allt, muni gefa sér til tíma til að senda Ernest afmæliskort til að sýna honum hversu mikið við kunnum að meta allt það sem hann hefur gert, til að veita okkur það frelsi sem við njótum í dag.“ Fyrsta Íslandsheimsóknin árið 1991 Í fréttum breskra miðla segir meðal annars að Ernest eigi 63 ára kærustu á Íslandi og að þau hafi verið í fjarsambandi í mörg ár. Árið 2015 heimsótti Ernest Ísland og af því tilefni birtist viðtal við hann í Morgunblaðinu. Fram kom að hann ætti marga íslenska vini og hefði reynst þeim flugmönnum vel sem þegið hafa aðstoð hans. „Horsfall hefur reynt að sækja Ísland að minnsta kosti árlega á síðustu 15 árum en segir að hann myndi vilja koma oftar ef veðrið væri betra. Hér á landi á hann góða vinkonu sem er honum afar kær, en þau kynntust fyrir 14 árum. Fyrsta heimsókn Horsfall til Íslands var árið 1991, en fjórir Íslendingar höfðu leitað eftir aðstoð hans við að gera við flugvél. Heimsóknirnar hafa verið ófáar síðan, helst um sumartímann og þá reynir hann að verja tímanum með Margréti vinkonu sinni,“ segir meðal annars í grein Morgunblaðsins. Ernest var á þessum tíma 97 ára gamall og starfaði enn sem skoðunarmaður flugvéla. „Ég lít svo á að ég sé farinn á eftirlaun en ég er þó enn með gilt skoðunarskírteini og aðstoða oft flugmenn sem til mín leita. Það geri ég þó eingöngu af áhuga og myndi aldrei taka greiðslu fyrir,“ sagði Ernest. Fram kom að flestir vinir Ernest á Íslandi væru einkaflugmenn og hefði Ernest aðstoðað marga þeirra við viðgerðir á flugvélum. „Ég hjálpa við að endurbyggja flugvélar, alls konar vélar en helst minni vélar. Það kemur á óvart hve margir á Íslandi byggja sínar eigin vélar. Árið 2000 kom ég til landsins að endurbyggja vél, þeir báðu mig um að vera í sex mánuði en ég vildi bara stoppa í tvær vikur. Ég gaf þeim tvær vikur af lífi mínu. Við náðum að endurbyggja vélina alveg, það voru tvö lið í þessu sem unnu 48 tíma á dag. Aðspurður sagði Ernest þó að það ánægjulegasta sem hann hefði gert væru að hafa kynnst Margréti vinkonu sinni, sem hann reyndi að hitta eins oft og hann gæti.
Bretland Hernaður Ástin og lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira