Lyfjaskortur í Bandaríkjunum eykst um 30 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2023 11:54 Lyfjaskortur getur ógnað þjóðaröryggi, sagði á nefndarfundinum í gær. Lyfjaskortur í Bandaríkjunum jókst um 30 prósent á síðasta ári samanborið við árið 2021. Meðalbiðtími eftir því að lyf yrðu aftur fáanleg voru átján mánuðir en lyf hafa verið ófáanleg í allt að fimmtán ár. Þetta var meðal þess sem fram kom á opnum fundi þjóðaröryggisnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær. Meðal þeirra lyfja sem skortur hefur verið á eru algeng sýklalyf, svæfingalyf og vökvar sem eru notaðir til að halda lyfjaslöngum hreinum. Öldungadeildarþingmaðurinn Gary Peters, formaður nefndarinnar, sagði skortinn ekki aðeins ógn við velferð sjúklinga heldur einnig ógn gegn þjóðaröryggi. Ástæður lyfjaskortsins voru sagðar margvíslegar; meðal annars ýmsir efnahagslegir þættir, ógegnsæ birgðakeðja og sú staðreynd að 80 til 90 prósent allra lyfja væru framleidd utan landsteinanna. Meðal þeirra sem báru vitni fyrir þingnefndinni var krabbameinsskurðlæknirinn Andrew Shuman, sem sagði skort á krabbameinslyfjum „hægfara harmleik“. Hann nefndi sem dæmi nýlegan skort á krabbameinslyfinu etópósíð, sem varð til þess að hann varð að ákveða með sér hver ætti að fá lyfið og hver ekki. „Sem læknir sem hefur helgað líf sitt baráttunni gegn krabbameini, þá er erfitt að tjá það hversu hræðilegt það er,“ sagði Shuman. Hann sagði að lyfjafræðingi hefði tekist að láta lyfjaforða sjúkrahússins duga í það skiptið en að það ætti ekki að vera undir þeim komið að reyna að nýta hvern einasta dropa þegar líf væru í húfi. Etópósíð er á sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar en ekki á skrá yfir lyf sem skortur er á. Vimala Raghavendran, yfirmaður hjá stofnuninni U.S. Pharmacopeia, sem vinnur að því að tryggja öruggar lyfjabirgðir, sagði starfsmenn sína hafa komist að því að þau lyf sem helst myndaðist skortur á væru ódýr lyf, lyf sem væru flókin í framleiðslu eða lyf sem hefðu ekki staðist gæðakröfur og verið innkölluð. Þá var bent á að ódýrustu lyfin væru gjarnan framleidd á afmörkuðum svæðum á Indlandi og í Kína, þar sem framleiðslan kostaði lítið, en á sama tíma væri framleiðslan viðkvæm fyrir utanaðkomandi áhrifum á borð við náttúruhamfarir eða pólitískan óróa. Sérfræðingar sem mættu fyrir nefndina sögðu að gera mætti ýmsar úrbætur, til að mynda fylgjast betur með framboði af virkum efnum í lyfjaframleiðslu. Þá mætti fylgjast betur með frammistöðu framleiðenda og verðlauna þá sem stæðu sig hvað varðar framboð og gæði. Krabbameinslæknirinn Shuman var einn þeirra sem sagði nauðsynlegt að taka upp hvata fyrir fyrirtæki sem framleiddu ódýr en nauðsynleg lyf. Til að mynda hefði myndast skortur á augndropum sem væru hræódýrir en réðu úrslitum um það hvort ákveðinn sjúklingahópur héldi sjóninni eða yrði blindur. Benti hann á að smásöluverð lyfja endurspeglaði ekki alltaf mikilvægi þeirra fyrir sjúklinga. New York Times greindi frá. Bandaríkin Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Þetta var meðal þess sem fram kom á opnum fundi þjóðaröryggisnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær. Meðal þeirra lyfja sem skortur hefur verið á eru algeng sýklalyf, svæfingalyf og vökvar sem eru notaðir til að halda lyfjaslöngum hreinum. Öldungadeildarþingmaðurinn Gary Peters, formaður nefndarinnar, sagði skortinn ekki aðeins ógn við velferð sjúklinga heldur einnig ógn gegn þjóðaröryggi. Ástæður lyfjaskortsins voru sagðar margvíslegar; meðal annars ýmsir efnahagslegir þættir, ógegnsæ birgðakeðja og sú staðreynd að 80 til 90 prósent allra lyfja væru framleidd utan landsteinanna. Meðal þeirra sem báru vitni fyrir þingnefndinni var krabbameinsskurðlæknirinn Andrew Shuman, sem sagði skort á krabbameinslyfjum „hægfara harmleik“. Hann nefndi sem dæmi nýlegan skort á krabbameinslyfinu etópósíð, sem varð til þess að hann varð að ákveða með sér hver ætti að fá lyfið og hver ekki. „Sem læknir sem hefur helgað líf sitt baráttunni gegn krabbameini, þá er erfitt að tjá það hversu hræðilegt það er,“ sagði Shuman. Hann sagði að lyfjafræðingi hefði tekist að láta lyfjaforða sjúkrahússins duga í það skiptið en að það ætti ekki að vera undir þeim komið að reyna að nýta hvern einasta dropa þegar líf væru í húfi. Etópósíð er á sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar en ekki á skrá yfir lyf sem skortur er á. Vimala Raghavendran, yfirmaður hjá stofnuninni U.S. Pharmacopeia, sem vinnur að því að tryggja öruggar lyfjabirgðir, sagði starfsmenn sína hafa komist að því að þau lyf sem helst myndaðist skortur á væru ódýr lyf, lyf sem væru flókin í framleiðslu eða lyf sem hefðu ekki staðist gæðakröfur og verið innkölluð. Þá var bent á að ódýrustu lyfin væru gjarnan framleidd á afmörkuðum svæðum á Indlandi og í Kína, þar sem framleiðslan kostaði lítið, en á sama tíma væri framleiðslan viðkvæm fyrir utanaðkomandi áhrifum á borð við náttúruhamfarir eða pólitískan óróa. Sérfræðingar sem mættu fyrir nefndina sögðu að gera mætti ýmsar úrbætur, til að mynda fylgjast betur með framboði af virkum efnum í lyfjaframleiðslu. Þá mætti fylgjast betur með frammistöðu framleiðenda og verðlauna þá sem stæðu sig hvað varðar framboð og gæði. Krabbameinslæknirinn Shuman var einn þeirra sem sagði nauðsynlegt að taka upp hvata fyrir fyrirtæki sem framleiddu ódýr en nauðsynleg lyf. Til að mynda hefði myndast skortur á augndropum sem væru hræódýrir en réðu úrslitum um það hvort ákveðinn sjúklingahópur héldi sjóninni eða yrði blindur. Benti hann á að smásöluverð lyfja endurspeglaði ekki alltaf mikilvægi þeirra fyrir sjúklinga. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira