Samtök ferðaþjónustunnar á villigötum Hilmar J. Malmquist skrifar 22. mars 2023 13:00 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Perla Norðursins hf. (PN), einkaaðili sem tengist sýningunni Wonders of Iceland í Perlunni, hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem lagst er gegn áformum Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins, um að opna sýningu og hefja starfsemi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi á næsta ári. SAF og PN telja að sýning Náttúruminjasafnsins, sem mun snúast um hafið og líffræðilega fjölbreytni, beinist gegn sýningu PN í Perlunni og að Náttúruminjasafnið, sem opinber stofnun og rekin fyrir almannafé, muni skekkja samkeppnisstöðu á markaði, einkaaðilum í óhag. SAF og PN líta svo á að ríkisframlag til sýningarhalds á vegum Náttúruminjasafnsins feli í sér „ólögmæta ríkisaðstoð“ og að skilja beri fjárhagslegan rekstur sýningar frá öðrum rekstrarþáttum í starfseminni. Uppspuni og rangfærslur Í erindi SAF og PN eru auk kvörtunaratriða fjölmargar rangfærslur og ósannindi um starfsemi og fyrirætlanir Náttúruminjasafnsins. Þar á meðal staðhæfingar um að Náttúruminjasafnið eigi einvörðungu að sinna íslenskum ríkisborgurum, en sé „ekki ætlað að kynna íslenska náttúru fyrir erlendum ferðamönnum“, sem á sér enga stoð. Þá gera SAF og PN tilraun til að eigna sér sýningarhugmynd um beinagrind hvals í Perlunni, hugmynd sem Náttúrumninjasafnið átti frumkvæði að, útfærði og kynnti opinberlega nokkrum árum áður en PN var stofnað. Allt safnastarf í landinu undir SAF og PN láta ekki staðar numið við að kvarta yfir starfsemi Náttúruminjasafnsins, heldur er Samkeppniseftirlitið einnig hvatt til að taka til „sjálfstæðrar skoðunar þau söfn og þær sýningar sem reknar eru af opinberum aðilum og eru í beinni samkeppni við einakaaðila.“ Hér undir eru því ekki aðeins Náttúruminjasafn Íslands og hin tvö höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands, heldur öll söfn og aðilar í landinu sem sinna sýningahaldi á vegum sveitafélaga og ríkis. Hér er um að tefla safna- og sýningastarfsemi fleiri tugi aðila, þ.m.t. sýningar á vegum fyrirtækja á borð við Landsvirkjun sem er nefnt sérstaklega i kvörtun SAF og PN. Þá hyggjast SAF og PN jafnframt leggja fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna aðkomu hins opinbera að sýningahaldi á Íslandi. Væntanlegar höfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands. Aðsend Skilningsskortur Kvörtun SAF og PN ber vitni um verulegt skilningsleysi á samfélagslegum og faglegum skyldum Náttúruminjasafnsins og annarra opinberra aðila sem koma að sýngingahaldi í landinu. Skilningsskorturinn lýsir sér vel í þeim ummælum SAF og PN að hið „sama gildir um rekstur Náttúruminjasafnsins og um líkamsræktarsali sveitarfélaga“. Þetta eru býsna kaldar kveðjur úr ranni einkageirans í garð Náttúruminjasafns Íslands og safnastarfsemi almennt í landinu, starfsemi sem rekin er af hinu opinbera fyrir almannafé og ekki í hagnaðarskyni og telst til grunnstoða samfélagsins á sviði menningar, mennta og vísinda. Starfsemi Náttúruminjasafnsins er markaður rammi með lögum um Náttúruminjasafn Íslands (35/ 2007) og safnalögum (141/2011) og þar er kveðið á um skyldur safnsins sem lúta að söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun á fróðleik, upplýsingum og gögnum um náttúru Íslands, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Meginmarkmiðið er að tryggja almenningi aðgengi að náttúru- og menningararfi landsins og vernda hann. Það er sérlega miður að SAF, sem samanstendur af fjölda fyrirtækja sem reiða sig á náttúru Íslands og íslenska menningu, leggi með framangreindum hætti stein í götu starfsemi höfuðsafns þjóðarinnar á sviði náttúrufræða. Ábyrgð SAF Einkaaðilar á borð við PN lúta ekki með lögboðnum hætti framangreindum leikreglum sem Náttúruminjasafnið starfar eftir, heldur er meginmarkmið þeirra að hámarka arð sinn. Ábyrgð þeirra er samt sem áður mikil, sér í lagi SAF sem er í forsvari fyrir marga einkaaðila. Í því tilfelli sem hér um ræðir hafa SAF og PN gengið of langt og í raun sagt safnageiranum á Íslandi stríð á hendur. Það er miður því ekkert bendir til annars en að nóg sé til skiptanna og ástæðulaust að láta þekkingar- eða skilningsskort á faglegri og samfélagslegri ábyrgð birgja sér sýn. Mikilvægast er að hlúa að náttúru landsins, vernda líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og miðla fróðleik um hana til landsmanna og gesta landsins á vandaðan, áreiðanlegan og fjölbreyttan hátt. Það er höfuðverkefni Náttúruminjasafns Íslands og óskandi að sem flestir aðilar Samtaka ferðaþjónustunnar líti einnig svo á. Saman stöndum við, sundruð föllum við. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Söfn Seltjarnarnes Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Perla Norðursins hf. (PN), einkaaðili sem tengist sýningunni Wonders of Iceland í Perlunni, hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem lagst er gegn áformum Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins, um að opna sýningu og hefja starfsemi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi á næsta ári. SAF og PN telja að sýning Náttúruminjasafnsins, sem mun snúast um hafið og líffræðilega fjölbreytni, beinist gegn sýningu PN í Perlunni og að Náttúruminjasafnið, sem opinber stofnun og rekin fyrir almannafé, muni skekkja samkeppnisstöðu á markaði, einkaaðilum í óhag. SAF og PN líta svo á að ríkisframlag til sýningarhalds á vegum Náttúruminjasafnsins feli í sér „ólögmæta ríkisaðstoð“ og að skilja beri fjárhagslegan rekstur sýningar frá öðrum rekstrarþáttum í starfseminni. Uppspuni og rangfærslur Í erindi SAF og PN eru auk kvörtunaratriða fjölmargar rangfærslur og ósannindi um starfsemi og fyrirætlanir Náttúruminjasafnsins. Þar á meðal staðhæfingar um að Náttúruminjasafnið eigi einvörðungu að sinna íslenskum ríkisborgurum, en sé „ekki ætlað að kynna íslenska náttúru fyrir erlendum ferðamönnum“, sem á sér enga stoð. Þá gera SAF og PN tilraun til að eigna sér sýningarhugmynd um beinagrind hvals í Perlunni, hugmynd sem Náttúrumninjasafnið átti frumkvæði að, útfærði og kynnti opinberlega nokkrum árum áður en PN var stofnað. Allt safnastarf í landinu undir SAF og PN láta ekki staðar numið við að kvarta yfir starfsemi Náttúruminjasafnsins, heldur er Samkeppniseftirlitið einnig hvatt til að taka til „sjálfstæðrar skoðunar þau söfn og þær sýningar sem reknar eru af opinberum aðilum og eru í beinni samkeppni við einakaaðila.“ Hér undir eru því ekki aðeins Náttúruminjasafn Íslands og hin tvö höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands, heldur öll söfn og aðilar í landinu sem sinna sýningahaldi á vegum sveitafélaga og ríkis. Hér er um að tefla safna- og sýningastarfsemi fleiri tugi aðila, þ.m.t. sýningar á vegum fyrirtækja á borð við Landsvirkjun sem er nefnt sérstaklega i kvörtun SAF og PN. Þá hyggjast SAF og PN jafnframt leggja fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna aðkomu hins opinbera að sýningahaldi á Íslandi. Væntanlegar höfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands. Aðsend Skilningsskortur Kvörtun SAF og PN ber vitni um verulegt skilningsleysi á samfélagslegum og faglegum skyldum Náttúruminjasafnsins og annarra opinberra aðila sem koma að sýngingahaldi í landinu. Skilningsskorturinn lýsir sér vel í þeim ummælum SAF og PN að hið „sama gildir um rekstur Náttúruminjasafnsins og um líkamsræktarsali sveitarfélaga“. Þetta eru býsna kaldar kveðjur úr ranni einkageirans í garð Náttúruminjasafns Íslands og safnastarfsemi almennt í landinu, starfsemi sem rekin er af hinu opinbera fyrir almannafé og ekki í hagnaðarskyni og telst til grunnstoða samfélagsins á sviði menningar, mennta og vísinda. Starfsemi Náttúruminjasafnsins er markaður rammi með lögum um Náttúruminjasafn Íslands (35/ 2007) og safnalögum (141/2011) og þar er kveðið á um skyldur safnsins sem lúta að söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun á fróðleik, upplýsingum og gögnum um náttúru Íslands, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Meginmarkmiðið er að tryggja almenningi aðgengi að náttúru- og menningararfi landsins og vernda hann. Það er sérlega miður að SAF, sem samanstendur af fjölda fyrirtækja sem reiða sig á náttúru Íslands og íslenska menningu, leggi með framangreindum hætti stein í götu starfsemi höfuðsafns þjóðarinnar á sviði náttúrufræða. Ábyrgð SAF Einkaaðilar á borð við PN lúta ekki með lögboðnum hætti framangreindum leikreglum sem Náttúruminjasafnið starfar eftir, heldur er meginmarkmið þeirra að hámarka arð sinn. Ábyrgð þeirra er samt sem áður mikil, sér í lagi SAF sem er í forsvari fyrir marga einkaaðila. Í því tilfelli sem hér um ræðir hafa SAF og PN gengið of langt og í raun sagt safnageiranum á Íslandi stríð á hendur. Það er miður því ekkert bendir til annars en að nóg sé til skiptanna og ástæðulaust að láta þekkingar- eða skilningsskort á faglegri og samfélagslegri ábyrgð birgja sér sýn. Mikilvægast er að hlúa að náttúru landsins, vernda líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og miðla fróðleik um hana til landsmanna og gesta landsins á vandaðan, áreiðanlegan og fjölbreyttan hátt. Það er höfuðverkefni Náttúruminjasafns Íslands og óskandi að sem flestir aðilar Samtaka ferðaþjónustunnar líti einnig svo á. Saman stöndum við, sundruð föllum við. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun