Innlent

Reykja­víkur­borg greitt 64,8 milljónir vegna myglu­út­tekta frá 2018

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Frá 2018 hefur mygla eða raki fundist í nær 30 skólum og leikskólum í Reykjavík.
Frá 2018 hefur mygla eða raki fundist í nær 30 skólum og leikskólum í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Reykjavíkurborg hefur greitt 64,8 milljónir króna til verkfræðistofa vegna mygluúttekta frá 2018. Mest hefur verið greitt fyrir þjónustu Eflu og Mannvits, 30 milljónir annars vegar og 23,8 milljónir hins vegar.

Þá hafa sjö milljónir verið greiddar til Verksýnar, tvær milljónir til Guðna Arnar byggingarþjónustu og 1,5 milljón til VSÓ.

Þetta kemur fram í svörum Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu.

Hilmar Þór Björnsson arkitekt gagnrýndi á dögunum að verkfræðistofan EFLA skyldi sjá um bæði að greina myglu og bjóða upp á ráðgjöf við að fjarlægja hana. 

Mygla og raki í skólum, stofnunum og fyrirtækjum hafa verið fyrirferðamiklar í umræðunni síðustu misseri en Hilmar Þór segir menn vera að gera sér það að starfi og teljulind að leita að myglu í húsum.

„Það er mygla alls staðar og meira að segja i ísskápum okkar flestra. Ég held við eigum taka þessu rólega og anda með nefinu,“ segir Hilmar.

EFLA hefur skoðað yfir 7.000 byggingar á síðustu árum og myglusérfræðingurinn Ríkharður Kristjánsson, starfsmaður EFLU, segist ekki sammála því að það sé vandamál að greining og ráðgjöf sé á höndum sama aðila. Um flókið mál sé að ræða.

Þá segir hann EFLU ekki hafa verið hleypt inn í skólana fyrr en foreldrar kröfðust þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×