Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2023 10:57 Katrín sendi erindi sitt í júní og von der Leyen svaraði í ágúst. Getty/Andreas Gora Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. Vísir greindi frá erindi Katrínar í febrúar en þá fengust svör von der Leyen ekki afhent. Forsætisráðuneytið sendi þau hins vegar frá sér í gær, að fengnu samþykki frá skrifstofu forsetans. Von der Leyen segir í bréfi sínu til Katrínar, sem dagsett er 23. ágúst 2022, að starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar hafi farið yfir greiningu íslenskra stjórnvalda og rætt við fulltrúa Íslands í tengslum við málið. Nokkrar af þeim ályktunum sem gengið sé út frá í erindi Katrínar endurspegli ekki löggjöf Evrópusambandsins og niðurstöður séu ekki í takt við greiningar framkvæmdastjórnarinnar eða Eurocontrol, sem sé sjálfstæður aðili. Tæknilegar viðræður milli fulltrúa framkvæmdastjórnarinnar og Íslands séu yfirstandandi. Von der Leyen segir menn þó hafa skilning á stöðu Íslands, sérstaklega landfræðilega. Fyrirhugaðar breytingar séu hins vegar takmarkaðar en snúi aðallega að því að taka fyrir ókeypis losunarheimildir. Í bréfinu segir að á tvíhliða fundum hafi starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar gengist við því að Fit for 55-áætlunin feli í sér aðgerðir sem gætu haft samlegðaráhrif á flugiðnaðinn. Því séu allar tillögur um aðgerðir til að draga úr kolefnislosun í flugiðnaðinum vel þegnar. Hvað er Fit for 55? Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda innan Evrópusambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin. Hvað varðar kolefnisleka sé mikilvægt að hafa í huga að lykilþáttur í ETS-losunarheimildakerfinu sé jafnræði milli flugfélaga á sömu flugleiðum. Þannig sé ekki hægt að flytja losun frá einu svæði yfir á annað og allir sitji við sama borð. Þetta sé kerfi sem flugfélögin hafi búið við í áratug og aðeins séu lagðar til smávægilegar breytingar. Forsetinn leggur einnig áherslu á að bæði framkvæmdastjórnin og Evrópuþingið sjái fyrir sér styrkjakerfi í tengslum við innleiðingu endurnýjanlegra orkugjafa í flugiðnaðinum, sem ættu að koma til móts við áhyggjur Íslendinga að einhverju leyti. Þá séu Íslendingar í sterkri stöðu til að verða mikilvægur framleiðandi umhverfisvænna flugeldsneyta. Bréf Katrínar til von der Leyen Í bréfi forsætisráðherra til von der Leyen í júní í fyrra lýsti ráðherra yfir þungum áhyggjum af af fyrirhuguðum takmörkunum á fríum losunarheimildum og tillögum sem miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneyta og auka hlut umhverfisvænna orkugjafa. Breytingarnar væru afar íþyngjandi fyrir Ísland og drægi bæði úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga og Keflavíkurflugvallar. Málið væri sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að tillögurnar muni leiða til verðhækkana í flugsamgöngum, sem séu eini samskiptamátin sem Íslendingum standi til boða þegar komi að ferðalögum út fyrir landsteinana. Þá sagðist forsætisráðherra hafa áhyggjur af „kolefnisleka“ vegna aukinna viðskipta við ódýrari flugfélög sem féllu utan reglanna. Lagði hún meðal annars til að sá kostnaðarauki sem tillögurnar fælu í sér féllu niður eftir 50 kílómetra flugferð til eða frá „fjarlægu eyríki“. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er málið nú á borði utanríkisráðuneytisins. Tengd skjöl scan_r01lira05092022PDF1.1MBSækja skjal Evrópusambandið Umhverfismál Fréttir af flugi Icelandair Play Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Vísir greindi frá erindi Katrínar í febrúar en þá fengust svör von der Leyen ekki afhent. Forsætisráðuneytið sendi þau hins vegar frá sér í gær, að fengnu samþykki frá skrifstofu forsetans. Von der Leyen segir í bréfi sínu til Katrínar, sem dagsett er 23. ágúst 2022, að starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar hafi farið yfir greiningu íslenskra stjórnvalda og rætt við fulltrúa Íslands í tengslum við málið. Nokkrar af þeim ályktunum sem gengið sé út frá í erindi Katrínar endurspegli ekki löggjöf Evrópusambandsins og niðurstöður séu ekki í takt við greiningar framkvæmdastjórnarinnar eða Eurocontrol, sem sé sjálfstæður aðili. Tæknilegar viðræður milli fulltrúa framkvæmdastjórnarinnar og Íslands séu yfirstandandi. Von der Leyen segir menn þó hafa skilning á stöðu Íslands, sérstaklega landfræðilega. Fyrirhugaðar breytingar séu hins vegar takmarkaðar en snúi aðallega að því að taka fyrir ókeypis losunarheimildir. Í bréfinu segir að á tvíhliða fundum hafi starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar gengist við því að Fit for 55-áætlunin feli í sér aðgerðir sem gætu haft samlegðaráhrif á flugiðnaðinn. Því séu allar tillögur um aðgerðir til að draga úr kolefnislosun í flugiðnaðinum vel þegnar. Hvað er Fit for 55? Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda innan Evrópusambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin. Hvað varðar kolefnisleka sé mikilvægt að hafa í huga að lykilþáttur í ETS-losunarheimildakerfinu sé jafnræði milli flugfélaga á sömu flugleiðum. Þannig sé ekki hægt að flytja losun frá einu svæði yfir á annað og allir sitji við sama borð. Þetta sé kerfi sem flugfélögin hafi búið við í áratug og aðeins séu lagðar til smávægilegar breytingar. Forsetinn leggur einnig áherslu á að bæði framkvæmdastjórnin og Evrópuþingið sjái fyrir sér styrkjakerfi í tengslum við innleiðingu endurnýjanlegra orkugjafa í flugiðnaðinum, sem ættu að koma til móts við áhyggjur Íslendinga að einhverju leyti. Þá séu Íslendingar í sterkri stöðu til að verða mikilvægur framleiðandi umhverfisvænna flugeldsneyta. Bréf Katrínar til von der Leyen Í bréfi forsætisráðherra til von der Leyen í júní í fyrra lýsti ráðherra yfir þungum áhyggjum af af fyrirhuguðum takmörkunum á fríum losunarheimildum og tillögum sem miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneyta og auka hlut umhverfisvænna orkugjafa. Breytingarnar væru afar íþyngjandi fyrir Ísland og drægi bæði úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga og Keflavíkurflugvallar. Málið væri sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að tillögurnar muni leiða til verðhækkana í flugsamgöngum, sem séu eini samskiptamátin sem Íslendingum standi til boða þegar komi að ferðalögum út fyrir landsteinana. Þá sagðist forsætisráðherra hafa áhyggjur af „kolefnisleka“ vegna aukinna viðskipta við ódýrari flugfélög sem féllu utan reglanna. Lagði hún meðal annars til að sá kostnaðarauki sem tillögurnar fælu í sér féllu niður eftir 50 kílómetra flugferð til eða frá „fjarlægu eyríki“. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er málið nú á borði utanríkisráðuneytisins. Tengd skjöl scan_r01lira05092022PDF1.1MBSækja skjal
Hvað er Fit for 55? Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda innan Evrópusambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin.
Evrópusambandið Umhverfismál Fréttir af flugi Icelandair Play Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira