„Með góðri frammistöðu er allt mögulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 09:00 Valsmenn fagna að loknum sigri á franska liðinu PAUC í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Vísir/Diego „Ég held að við munum koma til með að bjóða upp á sambærilega stemningu og í undanförnum leikjum. Ég hvet fólk því eindregið til að mæta,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, en hann og liðsfélagar hans mæta þýska liðinu Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta á morgun, þriðjudag. Sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar hefjast annað kvöld og þangað eru Íslandsmeistarar Vals mættir eftir frábæran árangur í riðlakeppninni. Liðið mætir Göppingen á Hlíðarenda annað kvöld í fyrri leik liðanna og þó þýska liðið sé í lægð heima fyrir er ljóst að um hörkulið er að ræða. Það hefur verið vel mætt á leiki Vals í keppninni.Vísir/Diego „Ég held það sé mikilvægt og gott fyrir okkur að byrja á heimaleik. Mögulega getum við komið þeim eitthvað á óvart og reynt að sprengja upp þessa rimmu því þetta er auðvitað mjög sterkur andstæðingur. Fyrri leikurinn er gríðarlega mikilvægur og það væri vel þegið ef fólk myndi fjölmenna í höllina,“ bætti Alexander Örn við en stemningin á heimaleikjum Vals í keppninni hefur verið hreint út sagt rafmögnuð. „Þetta lyftir spennustigin upp á næsta stig, held ég sé öruggt að fullyrða. Leikmenn nærast svo auðvitað á fólksfjöldanum og látunum.“ „Þetta er gríðarlega sterkur andstæðingur og erfitt að koma á óvart á þessu stigi keppninnar en ef við höldum fast í okkar gildi, reynum að vera aggressífir og keyra upp hraðann þá mögulega getum við komið þeim á óvart. Með góðri frammistöðu er allt mögulegt,“ sagði Alexander Örn að endingu. Klippa: Alexander fyrir leikinn gegn Göppingen: Með góðri frammistöðu er allt mögulegt Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 19.45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.15. Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar hefjast annað kvöld og þangað eru Íslandsmeistarar Vals mættir eftir frábæran árangur í riðlakeppninni. Liðið mætir Göppingen á Hlíðarenda annað kvöld í fyrri leik liðanna og þó þýska liðið sé í lægð heima fyrir er ljóst að um hörkulið er að ræða. Það hefur verið vel mætt á leiki Vals í keppninni.Vísir/Diego „Ég held það sé mikilvægt og gott fyrir okkur að byrja á heimaleik. Mögulega getum við komið þeim eitthvað á óvart og reynt að sprengja upp þessa rimmu því þetta er auðvitað mjög sterkur andstæðingur. Fyrri leikurinn er gríðarlega mikilvægur og það væri vel þegið ef fólk myndi fjölmenna í höllina,“ bætti Alexander Örn við en stemningin á heimaleikjum Vals í keppninni hefur verið hreint út sagt rafmögnuð. „Þetta lyftir spennustigin upp á næsta stig, held ég sé öruggt að fullyrða. Leikmenn nærast svo auðvitað á fólksfjöldanum og látunum.“ „Þetta er gríðarlega sterkur andstæðingur og erfitt að koma á óvart á þessu stigi keppninnar en ef við höldum fast í okkar gildi, reynum að vera aggressífir og keyra upp hraðann þá mögulega getum við komið þeim á óvart. Með góðri frammistöðu er allt mögulegt,“ sagði Alexander Örn að endingu. Klippa: Alexander fyrir leikinn gegn Göppingen: Með góðri frammistöðu er allt mögulegt Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 19.45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.15.
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira