Telur sig loks hafa fundið móður Leonardos Da Vinci Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. mars 2023 14:30 Sjálfsmynd af Leonardo da Vinci (1452 - 1519), máluð í kringum 1510. Getty Images Ítalskur sagnfræðingur hefur leyst meira en 500 ára ráðgátu um hver var móðir endurreisnarmálarans Leonardos Da Vinci. Hún var prinsessa og þræll sem rænt var frá heimkynnum sínum í barnæsku. Leonardo Da Vinci er oft kallaður faðir endurreisnarinnar, og einn mesti snillingur mannsandans. Hann fæddist árið 1452, en í tæp 600 ár hefur móðerni snillingsins verið á huldu. Sem er öllu sjaldgæfara en að faðerni barna sé á huldu. Fáir menn mannkynssögunnar hafa verið rannsakaðir eins gaumgæfilega og Leonardo Da Vinci. Engu að síður hefur aldrei verið upplýst með óyggjandi hætti hver móðir hans var. Ýmsum kenningum hefur verið fleygt á lofti, m.a. að hún hafi verið munaðarlaus, fátæk bóndastúlka, já eða ambátt frá Norður-Afríku. Þekktasta verk Leonardo Da Vinci, Mona Lisa, sem hefur verið til sýnis í Louvre safninu í París frá 1797, ef frá eru skilin nokkur ár í byrjun 20. aldar þegar verkinu var rænt.Marc Piasecki/Getty Images Móðir Da Vinci var prinsessa frá Kákasus-fjöllum Á þriðjudaginn kom út á Ítalíu bókin „Bros Caterinu, móður Leonardos“, hún er eftir Carlo Vecce, sagnfræðiprófessor við háskólann í Napolí. Hann byggir hana á áralöngum rannsóknum sínum á skjölum sem ekki hafa komið fram áður, og niðurstaðan er að móðir Leonardos hafi verið prinsessa frá Kákasus-fjöllunum, sem liggja á milli Svartahafs og Kaspíahafs, en þetta svæði tilheyrir í dag Rússlandi. Tatarar, sem voru geysilega afkastamiklir þrælakaupmenn, námu hana á brott á barnsaldri, fóru með hana til Ítalíu þar sem hún var seld í þrældóm og kynlífsánauð. L'uomo vitruviano. Verk Da Vinci af hinum fullkomna manni sem hann gerði í kringum 1490.Hulton Archive/Getty Images Faðir Da Vinci leysti barnsmóður sína úr ánauð Gögnin sýna að Caterina var í eigu heldri frúar að nafni Monna Ginevra, en þau benda til þess að Caterina hafi verið frilla lögfræðings og lögbókanda í Flórens, manns að nafni Piero da Vinci, sem hálfu ári eftir fæðingu Leonardos, skrifaði upp á lausnarbréf fyrir barnsmóður sína. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Flórens, sagði sagnfræðiprófessorinn að hann hefði í raun lagt sig fram um að afsanna að móðir Leonardos hefði verið ambátt, en á endanum hafi hann gefist upp fyrir öllum þeim fjölda vísbendinga og skjala sem hann fann og staðfestu að í raun hafi móðir hans verið ambátt. Þá hafi lausnarskjal Caterinu verið uppfullt af villum og mistökum, sem bendi til þess að lögbókarinn, og faðir Leonardos, hafi verið yfir sig stressaður þegar hann útbjó skjalið, en þung viðurlög lágu við því á þessum tíma að barna þræla annars fólks. Ítalía Menning Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Leonardo Da Vinci er oft kallaður faðir endurreisnarinnar, og einn mesti snillingur mannsandans. Hann fæddist árið 1452, en í tæp 600 ár hefur móðerni snillingsins verið á huldu. Sem er öllu sjaldgæfara en að faðerni barna sé á huldu. Fáir menn mannkynssögunnar hafa verið rannsakaðir eins gaumgæfilega og Leonardo Da Vinci. Engu að síður hefur aldrei verið upplýst með óyggjandi hætti hver móðir hans var. Ýmsum kenningum hefur verið fleygt á lofti, m.a. að hún hafi verið munaðarlaus, fátæk bóndastúlka, já eða ambátt frá Norður-Afríku. Þekktasta verk Leonardo Da Vinci, Mona Lisa, sem hefur verið til sýnis í Louvre safninu í París frá 1797, ef frá eru skilin nokkur ár í byrjun 20. aldar þegar verkinu var rænt.Marc Piasecki/Getty Images Móðir Da Vinci var prinsessa frá Kákasus-fjöllum Á þriðjudaginn kom út á Ítalíu bókin „Bros Caterinu, móður Leonardos“, hún er eftir Carlo Vecce, sagnfræðiprófessor við háskólann í Napolí. Hann byggir hana á áralöngum rannsóknum sínum á skjölum sem ekki hafa komið fram áður, og niðurstaðan er að móðir Leonardos hafi verið prinsessa frá Kákasus-fjöllunum, sem liggja á milli Svartahafs og Kaspíahafs, en þetta svæði tilheyrir í dag Rússlandi. Tatarar, sem voru geysilega afkastamiklir þrælakaupmenn, námu hana á brott á barnsaldri, fóru með hana til Ítalíu þar sem hún var seld í þrældóm og kynlífsánauð. L'uomo vitruviano. Verk Da Vinci af hinum fullkomna manni sem hann gerði í kringum 1490.Hulton Archive/Getty Images Faðir Da Vinci leysti barnsmóður sína úr ánauð Gögnin sýna að Caterina var í eigu heldri frúar að nafni Monna Ginevra, en þau benda til þess að Caterina hafi verið frilla lögfræðings og lögbókanda í Flórens, manns að nafni Piero da Vinci, sem hálfu ári eftir fæðingu Leonardos, skrifaði upp á lausnarbréf fyrir barnsmóður sína. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Flórens, sagði sagnfræðiprófessorinn að hann hefði í raun lagt sig fram um að afsanna að móðir Leonardos hefði verið ambátt, en á endanum hafi hann gefist upp fyrir öllum þeim fjölda vísbendinga og skjala sem hann fann og staðfestu að í raun hafi móðir hans verið ambátt. Þá hafi lausnarskjal Caterinu verið uppfullt af villum og mistökum, sem bendi til þess að lögbókarinn, og faðir Leonardos, hafi verið yfir sig stressaður þegar hann útbjó skjalið, en þung viðurlög lágu við því á þessum tíma að barna þræla annars fólks.
Ítalía Menning Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira