Kári lagði Persónuvernd Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. mars 2023 17:11 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hefði brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2021 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar í aðdraganda viðbótar við rannsóknina Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur, samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Taldi ákvörðun tekna á röngum grundvelli Í nóvember árið 2021 stefndi Íslensk erfðagreining Persónuvernd og Landspítalanum, og krafðist málskostnaðar. Landspítalinn gerði ekki kröfur í málinu. Íslensk erfðagreining taldi að ákvörðun Persónuverndar væri tekin á röngum grundvelli og haldin margvíslegum og alvarlegum annmörkum. Þá taldi Íslensk erfðagreining að litið hefði verið fram hjá því við ákvörðunina að fyrirtækið hefði verið að vinna í þágu og að beiðni heilbrigðis-og sóttvarnayfirvalda, í því skyni að veita þeim einstaklingum sem lágu á spítala vegna COVID-19 læknismeðferð. Í niðurstöðu héraðsdóms segir meðal annars að við meðferð Persónuverndar, á frumkvæðisrannsókn sinni í málinu hafi stofnunin leitað ítrekað eftir svörum frá Landspítala vegna blóðsýnatökunnar á Landspítala, og freistað þess að fá upplýsingar um hvort sýnatakan hefði verið gerð í meðferðartilgangi. Svör forstjóra Landspítala voru hins vegar óljós: Persónuvernd borið að rannsaka nánar „Dómurinn telur að í ljósi þess hversu viðurhlutamikinn stefndi, Persónuvernd, mat þann óskýrleika og það misræmi sem stofnunin taldi fram komið í svörum stefnanda annars vegar og stefnda, Landspítala, hins vegar, hefði stefnda, Persónuvernd, borið að rannsaka þetta atriði nánar. Þá hefði stefnda, Persónuvernd, verið rétt að veita stefnanda andmælarétt áður en stofnunin tók hina umþrættu ákvörðun sína 23. nóvember 2021. Þetta á sérstaklega við þar sem með hliðsjón af því sem að framan er rakið virðast verulegar líkur á að niðurstaða stofnunarinnar hefði orðið önnur ef stefnandi hefði notið andmælaréttar,“segir í dómnum. Þá kemur fram að í þessu sambandi verði einnig að horfa til þess að ákvörðun Persónuvernda er tekin á grundvelli frumkvæðisrannsóknar sem augljóst sé að stofnunin var í engu tímahraki að ljúka. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Landspítalinn Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Forsaga málsins er sú að í nóvember 2021 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar í aðdraganda viðbótar við rannsóknina Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur, samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Taldi ákvörðun tekna á röngum grundvelli Í nóvember árið 2021 stefndi Íslensk erfðagreining Persónuvernd og Landspítalanum, og krafðist málskostnaðar. Landspítalinn gerði ekki kröfur í málinu. Íslensk erfðagreining taldi að ákvörðun Persónuverndar væri tekin á röngum grundvelli og haldin margvíslegum og alvarlegum annmörkum. Þá taldi Íslensk erfðagreining að litið hefði verið fram hjá því við ákvörðunina að fyrirtækið hefði verið að vinna í þágu og að beiðni heilbrigðis-og sóttvarnayfirvalda, í því skyni að veita þeim einstaklingum sem lágu á spítala vegna COVID-19 læknismeðferð. Í niðurstöðu héraðsdóms segir meðal annars að við meðferð Persónuverndar, á frumkvæðisrannsókn sinni í málinu hafi stofnunin leitað ítrekað eftir svörum frá Landspítala vegna blóðsýnatökunnar á Landspítala, og freistað þess að fá upplýsingar um hvort sýnatakan hefði verið gerð í meðferðartilgangi. Svör forstjóra Landspítala voru hins vegar óljós: Persónuvernd borið að rannsaka nánar „Dómurinn telur að í ljósi þess hversu viðurhlutamikinn stefndi, Persónuvernd, mat þann óskýrleika og það misræmi sem stofnunin taldi fram komið í svörum stefnanda annars vegar og stefnda, Landspítala, hins vegar, hefði stefnda, Persónuvernd, borið að rannsaka þetta atriði nánar. Þá hefði stefnda, Persónuvernd, verið rétt að veita stefnanda andmælarétt áður en stofnunin tók hina umþrættu ákvörðun sína 23. nóvember 2021. Þetta á sérstaklega við þar sem með hliðsjón af því sem að framan er rakið virðast verulegar líkur á að niðurstaða stofnunarinnar hefði orðið önnur ef stefnandi hefði notið andmælaréttar,“segir í dómnum. Þá kemur fram að í þessu sambandi verði einnig að horfa til þess að ákvörðun Persónuvernda er tekin á grundvelli frumkvæðisrannsóknar sem augljóst sé að stofnunin var í engu tímahraki að ljúka.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Landspítalinn Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira