Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. mars 2023 12:39 Úr Reykjavík. Vísir/Vilhelm Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólga lækki hægt næstu mánuði. Ársverðbólga mælist nú 10,2 prósent og leita þarf nokkuð mörg ár aftur í tímann til að finna sambærilegar verðbólgutölur. Sérfræðingar Íslandsbanka og Landsbankans hafa nú rýnt í tölurnar og spáð fyrir um þróun næstu missera, en næstu verðbólgutölur verða gefnar út 28. mars næstkomandi. Þannig reiknar Íslandsbanki með að vísitala neysluverðs hækki um 0,7 prósent á milli mánaða. Það felur í sér að ársverðbólga fari úr 10,2 prósent í 10,0 prósent. Landsbankinn er örlítið bjartsýnni og spáir 0,61 prósent hækkun á milli mánaða á vísitölu neysluverðs. Það felur í sér að ársverðbólga fari úr 10,2 prósent í 9,8 prósent. Báðir bankar spá því að verðbólga muni fara lækkandi á næstu misserum. Sú þróun verði þó hæg. Þannig reiknar Landsbankinn með yfir átta prósent verðbólgu þegar sumarið kemur. Er Íslandsbanki einnig á sömu slóðum hvað varðar framtíðarspá. „Við, eins og aðrir greinendur, höfum undanfarið verið of bjartsýn um verðbólguhorfur og er óvissan um nærhorfurnar mikil. Á næstu mánuðum munu stórir hækkunarmánuðir þó detta út úr ársverðbólgunni og þess vegna teljum við að verðbólga muni hjaðna. Í bráðabirgðaspá okkar spáum við 0,4% hækkun í apríl, 0,3% í maí og 0,5% í júní. Gangi spá okkar eftir mun verðbólga mælast 7,6% í júní. Þetta er þó hægari hjöðnun en við höfðum áður gert ráð fyrir. Við gerum svo ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 8,0% á árinu,“ segir í greiningu Íslandsbanka. Í næstu viku mun peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynna næstu stýrivaxtaákvörðun. Fastlega er gert ráð fyrir því að nefndin muni hækka stýrivexti. Þannig spáir Íslandsbanki 0,75 prósentustiga hækkun, sem myndi setja stýrivexti í 7,25 prósent. Verðlag Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Tengdar fréttir Kaupmáttur rýrnaði um 1,7 prósent í fyrra Hagstofa Íslands áætlar að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi dregist saman um 1,7 prósent í fyrra borið saman við árið áður. Kaupmáttarrýrnunin var enn meiri á síðasta fjórðungi ársins. 16. mars 2023 11:04 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Ársverðbólga mælist nú 10,2 prósent og leita þarf nokkuð mörg ár aftur í tímann til að finna sambærilegar verðbólgutölur. Sérfræðingar Íslandsbanka og Landsbankans hafa nú rýnt í tölurnar og spáð fyrir um þróun næstu missera, en næstu verðbólgutölur verða gefnar út 28. mars næstkomandi. Þannig reiknar Íslandsbanki með að vísitala neysluverðs hækki um 0,7 prósent á milli mánaða. Það felur í sér að ársverðbólga fari úr 10,2 prósent í 10,0 prósent. Landsbankinn er örlítið bjartsýnni og spáir 0,61 prósent hækkun á milli mánaða á vísitölu neysluverðs. Það felur í sér að ársverðbólga fari úr 10,2 prósent í 9,8 prósent. Báðir bankar spá því að verðbólga muni fara lækkandi á næstu misserum. Sú þróun verði þó hæg. Þannig reiknar Landsbankinn með yfir átta prósent verðbólgu þegar sumarið kemur. Er Íslandsbanki einnig á sömu slóðum hvað varðar framtíðarspá. „Við, eins og aðrir greinendur, höfum undanfarið verið of bjartsýn um verðbólguhorfur og er óvissan um nærhorfurnar mikil. Á næstu mánuðum munu stórir hækkunarmánuðir þó detta út úr ársverðbólgunni og þess vegna teljum við að verðbólga muni hjaðna. Í bráðabirgðaspá okkar spáum við 0,4% hækkun í apríl, 0,3% í maí og 0,5% í júní. Gangi spá okkar eftir mun verðbólga mælast 7,6% í júní. Þetta er þó hægari hjöðnun en við höfðum áður gert ráð fyrir. Við gerum svo ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 8,0% á árinu,“ segir í greiningu Íslandsbanka. Í næstu viku mun peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynna næstu stýrivaxtaákvörðun. Fastlega er gert ráð fyrir því að nefndin muni hækka stýrivexti. Þannig spáir Íslandsbanki 0,75 prósentustiga hækkun, sem myndi setja stýrivexti í 7,25 prósent.
Verðlag Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Tengdar fréttir Kaupmáttur rýrnaði um 1,7 prósent í fyrra Hagstofa Íslands áætlar að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi dregist saman um 1,7 prósent í fyrra borið saman við árið áður. Kaupmáttarrýrnunin var enn meiri á síðasta fjórðungi ársins. 16. mars 2023 11:04 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Kaupmáttur rýrnaði um 1,7 prósent í fyrra Hagstofa Íslands áætlar að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi dregist saman um 1,7 prósent í fyrra borið saman við árið áður. Kaupmáttarrýrnunin var enn meiri á síðasta fjórðungi ársins. 16. mars 2023 11:04