Svipti sálfræðing starfsleyfi sem gaf út marklausar ADHD-greiningar Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2023 21:09 Sálfræðingurinn kærði ákvörðun landlæknis um að svipta hann starfsleyfi til heilbrigðisráðuneytisins en hlaut ekki náð fyrir augum þess. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvörðun landlæknis um að svipta sálfræðing sem skrifaði upp á ADHD-greiningar sem hvergi voru teknar gildar og gaf sjúklingum lyf án lyfseðils starfsleyfi sínu. Sálfræðingurinn braut lög og er talinn óhæfur til að gegna starfi sínu. Fjöldi fólks kvartaði undan vinnubrögðum Jóns Sigurðar Karlssonar, sálfræðings á áttræðisaldri, til embættis landlæknis. Hann hefði meðal annars skrifað upp á ADHD-greiningar sem fengjust hvergi viðurkenndar og jafnvel látið sjúklinga fá lyf án lyfseðils. Fréttastofa sagði frá því í nóvember að Jón Sigurður sætti lögreglurannsókn og að húsleit hefði verið gerð á heimili hans vegna hennar. Ófær vegna skorts á faglegri hæfni Jón Sigurður var í ákvörðun landlæknis um að svipta hann starfsleyfi í maí í fyrra sagður hafa sýnt af sér alvarlega vanþekkingu á heimildum sínum og skyldum sem heilbrigðisstarfsmaður og skort á faglegum starfsháttum sem ógnaði öryggi sjúklinga. Var vísað til þess að hann hefði að minnsta kosti einu sinni afhent sjúklingi eftirritunarskylt lyf, gert ADHD-greiningar sem fengjust ekki viðurkenndar, brotið þagnarskyldu við sjúkling, sýnt af sér vanrækslu við færslu sjúkraskrár og rekið starfsstofu án heimildar. Jón Sigurður kærði ákvörðunina í ágúst. Kæran byggði meðal annars á því að landlæknisembættið hefði verið búið að ákveða fyrirfram að hann hefði brotið af sér. Ákvörðun landlæknis væri honum afar íþyngjandi þar sem hann hefði ekki aðeins glatað atvinnu- og framfærslugrundvelli sínum heldur verið sviptur mannorði sínu og starfsheiðri. Heilbrigðisráðuneytið taldi að ákvörðun landlæknis að svipta Jón Sigurð starfsleyfinu án áminningar hafi hvorki falið í sér brot gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga né hafi rökstuðningi þess verið ábótavant. Því staðfesti ráðuneytið ákvörðunina um að svipta sálfræðinginn starfsleyfinu enda hafi hann verið ófær um að gegna starfi sínu með forsvaranlegum hætti vegna skorts á faglegri hæfni. Auk þess hefði hann sýnt af sér alvarlegt hirðuleysi í störfum sínum og atferli sem fór í bága við lög. Ríkisútvarpið sagði fyrst frá niðurstöðu ráðuneytisins. Ræddi um meðferð konu við vinkonu hennar Embætti landlæknis hóf rannsókn á starfsháttum Jóns Sigurðar eftir að heilsugæslulæknir benti því á að sálfræðingurinn hefði afhent sjúklingi pilluspjald með ADHD-lyfi. Í kjölfarið bárust embættinu fleiri kvartanir og ábendingar frá sjúklingum. Á meðal þess sem embættið fékk ábendingu um var að Jón Sigurður væri í samvinnu við portúgalskan geðlækni og að hann setti upp myndviðtal við hann fyrir sjúklinga sína. Portúgalski læknirinn skrifaði upp á lyfseðla sem sjúklingunum hafi verið sagt að þeir gætu notað, að því er rakið er í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins. Þá var Jón Sigurður sakaður um að villa á sér heimildir með því að nota lén fyrirtækis á greinargerðir sínar vegna ADHD-greiningar. Þá kom í ljós að hann starfaði án starfsleyfis þar sem hann honum var óheimilt að reka starfsstofu eftir að hann náði 75 ára aldri án sérstaks leyfis frá embætti landlæknis. Í einni kvörtun kom fram að Jón Sigurður hefði ítrekað brotið trúnað við sjúkling með því að ræða við konu um vinkonu hennar sem hann hafði einnig til meðferðar vegna ADHD. Hann hélt því áfram jafnvel eftir að þær báðu hann um að hætta því. Hann hafði einnig milligöngu um að koma annarri konunni í samband við geðlækni í Danmörku sem sendi henni fyrsta skammtinn af lyfjum með flutningsþjónustu. Í framhaldinu þyrfti konan líklega að fara til Danmerkur á þriggja mánaða fresti að sækja lyfin sín. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lögreglumál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Fjöldi fólks kvartaði undan vinnubrögðum Jóns Sigurðar Karlssonar, sálfræðings á áttræðisaldri, til embættis landlæknis. Hann hefði meðal annars skrifað upp á ADHD-greiningar sem fengjust hvergi viðurkenndar og jafnvel látið sjúklinga fá lyf án lyfseðils. Fréttastofa sagði frá því í nóvember að Jón Sigurður sætti lögreglurannsókn og að húsleit hefði verið gerð á heimili hans vegna hennar. Ófær vegna skorts á faglegri hæfni Jón Sigurður var í ákvörðun landlæknis um að svipta hann starfsleyfi í maí í fyrra sagður hafa sýnt af sér alvarlega vanþekkingu á heimildum sínum og skyldum sem heilbrigðisstarfsmaður og skort á faglegum starfsháttum sem ógnaði öryggi sjúklinga. Var vísað til þess að hann hefði að minnsta kosti einu sinni afhent sjúklingi eftirritunarskylt lyf, gert ADHD-greiningar sem fengjust ekki viðurkenndar, brotið þagnarskyldu við sjúkling, sýnt af sér vanrækslu við færslu sjúkraskrár og rekið starfsstofu án heimildar. Jón Sigurður kærði ákvörðunina í ágúst. Kæran byggði meðal annars á því að landlæknisembættið hefði verið búið að ákveða fyrirfram að hann hefði brotið af sér. Ákvörðun landlæknis væri honum afar íþyngjandi þar sem hann hefði ekki aðeins glatað atvinnu- og framfærslugrundvelli sínum heldur verið sviptur mannorði sínu og starfsheiðri. Heilbrigðisráðuneytið taldi að ákvörðun landlæknis að svipta Jón Sigurð starfsleyfinu án áminningar hafi hvorki falið í sér brot gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga né hafi rökstuðningi þess verið ábótavant. Því staðfesti ráðuneytið ákvörðunina um að svipta sálfræðinginn starfsleyfinu enda hafi hann verið ófær um að gegna starfi sínu með forsvaranlegum hætti vegna skorts á faglegri hæfni. Auk þess hefði hann sýnt af sér alvarlegt hirðuleysi í störfum sínum og atferli sem fór í bága við lög. Ríkisútvarpið sagði fyrst frá niðurstöðu ráðuneytisins. Ræddi um meðferð konu við vinkonu hennar Embætti landlæknis hóf rannsókn á starfsháttum Jóns Sigurðar eftir að heilsugæslulæknir benti því á að sálfræðingurinn hefði afhent sjúklingi pilluspjald með ADHD-lyfi. Í kjölfarið bárust embættinu fleiri kvartanir og ábendingar frá sjúklingum. Á meðal þess sem embættið fékk ábendingu um var að Jón Sigurður væri í samvinnu við portúgalskan geðlækni og að hann setti upp myndviðtal við hann fyrir sjúklinga sína. Portúgalski læknirinn skrifaði upp á lyfseðla sem sjúklingunum hafi verið sagt að þeir gætu notað, að því er rakið er í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins. Þá var Jón Sigurður sakaður um að villa á sér heimildir með því að nota lén fyrirtækis á greinargerðir sínar vegna ADHD-greiningar. Þá kom í ljós að hann starfaði án starfsleyfis þar sem hann honum var óheimilt að reka starfsstofu eftir að hann náði 75 ára aldri án sérstaks leyfis frá embætti landlæknis. Í einni kvörtun kom fram að Jón Sigurður hefði ítrekað brotið trúnað við sjúkling með því að ræða við konu um vinkonu hennar sem hann hafði einnig til meðferðar vegna ADHD. Hann hélt því áfram jafnvel eftir að þær báðu hann um að hætta því. Hann hafði einnig milligöngu um að koma annarri konunni í samband við geðlækni í Danmörku sem sendi henni fyrsta skammtinn af lyfjum með flutningsþjónustu. Í framhaldinu þyrfti konan líklega að fara til Danmerkur á þriggja mánaða fresti að sækja lyfin sín.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lögreglumál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira