Íslenskt máltæknifyrirtæki í samstarfi við OpenAI um GPT-4 Bjarki Sigurðsson skrifar 14. mars 2023 18:05 Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Miðeindar, og Katla Ásgeirsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar. Íslenska máltæknifyrirtækið Miðeind hefur síðustu mánuði aðstoðað bandaríska gervigreindarfyrirtækið OpenAI við að þjálfa nýjustu kynslóð GPT líkansins. Þetta er í fyrsta sinn sem OpenAI gerir tilraunir með sérstaka þjálfun risamállíkans síns á öðru tungumáli en ensku, og þar varð íslenska fyrir valinu. Allt þetta hófst með heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og sendinefndar í höfuðstöðvar OpenAI í San Fransisco í maí síðastliðnum. Fyrsti áfangi samstarfsverkefnisins sneri að því að kenna fyrri kynslóð GPT mállíkansins íslensku (svokölluð „fínþjálfun“) og að meta hversu mikið af textagögnum þyrfti til að ná því markmiði. Þegar undirbúningur fyrir nýja kynslóð GPT líkansins fór á skrið, GPT-4, leitaði OpenAI til Miðeindar um að taka þátt í þjálfun þess. Nýja líkanið verður mun stærra og öflugra en fyrirrennarinn. Miðeind safnaði í hóp fjörutíu sjálfboðaliðum sem fengu það verkefni að undirbúa spurningar og fleiri verkefni á íslensku fyrir GPT-4. Síðan meta sjálfboðaliðarnir svör líkansins, gefa því einkunnir og kenna þvi hvernig það gæti svarað enn betur. „Það hefur verið afskaplega skemmtilegt að vinna með OpenAI í þessu spennandi verkefni. Maður hefur eiginlega þurft að klípa sig í handlegginn nokkrum sinnum til að minna sig á að við séum raunverulega að þjálfa næstu kynslóð gervigreindarlíkansins GPT-4 fyrir íslensku, eitt tungumála utan ensku,“ er haft eftir Vilhjálmi Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Miðeindar, í tilkynningu. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir þetta vera frábæran áfanga fyrir íslenska tungu og þetta sé til vitnis um þá mögunuðu vinnu sem unnin hefur verið innan máltækniáætlunarinnar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með Sam Altman, stofnanda og framkvæmdastjóra OpenAI í maí 2022. „Ör þróun gervigreindartækni er mikilvæg fyrir tungumál eins og íslensku, þar felast mörg sóknarfæri sem flest eru ókönnuð – en við fáum þar ákveðið forskot með þessu samstarfi. Við viljum að framtíðin svari okkur á íslensku, og með gervigreindinni aukast möguleikarnir á því. Samvinnan skilar okkur árangri,“ er haft eftir Lilju. Eitt vinsælasta gervigreindarlausn heims, ChatGPT, er gert af OpenAI og hefur slegið í gegn hjá milljónum notenda. Hægt er að spreyta sig á því að ræða við gervigreindina á íslensku, með misjöfnum árangri líkt og sjá má í Ísland í dag klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Ísland í dag - Svakalegt áhættuatriði heppnaðist Gervigreind Íslendingar erlendis Tækni Íslensk tunga Tengdar fréttir Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Allt þetta hófst með heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og sendinefndar í höfuðstöðvar OpenAI í San Fransisco í maí síðastliðnum. Fyrsti áfangi samstarfsverkefnisins sneri að því að kenna fyrri kynslóð GPT mállíkansins íslensku (svokölluð „fínþjálfun“) og að meta hversu mikið af textagögnum þyrfti til að ná því markmiði. Þegar undirbúningur fyrir nýja kynslóð GPT líkansins fór á skrið, GPT-4, leitaði OpenAI til Miðeindar um að taka þátt í þjálfun þess. Nýja líkanið verður mun stærra og öflugra en fyrirrennarinn. Miðeind safnaði í hóp fjörutíu sjálfboðaliðum sem fengu það verkefni að undirbúa spurningar og fleiri verkefni á íslensku fyrir GPT-4. Síðan meta sjálfboðaliðarnir svör líkansins, gefa því einkunnir og kenna þvi hvernig það gæti svarað enn betur. „Það hefur verið afskaplega skemmtilegt að vinna með OpenAI í þessu spennandi verkefni. Maður hefur eiginlega þurft að klípa sig í handlegginn nokkrum sinnum til að minna sig á að við séum raunverulega að þjálfa næstu kynslóð gervigreindarlíkansins GPT-4 fyrir íslensku, eitt tungumála utan ensku,“ er haft eftir Vilhjálmi Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Miðeindar, í tilkynningu. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir þetta vera frábæran áfanga fyrir íslenska tungu og þetta sé til vitnis um þá mögunuðu vinnu sem unnin hefur verið innan máltækniáætlunarinnar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með Sam Altman, stofnanda og framkvæmdastjóra OpenAI í maí 2022. „Ör þróun gervigreindartækni er mikilvæg fyrir tungumál eins og íslensku, þar felast mörg sóknarfæri sem flest eru ókönnuð – en við fáum þar ákveðið forskot með þessu samstarfi. Við viljum að framtíðin svari okkur á íslensku, og með gervigreindinni aukast möguleikarnir á því. Samvinnan skilar okkur árangri,“ er haft eftir Lilju. Eitt vinsælasta gervigreindarlausn heims, ChatGPT, er gert af OpenAI og hefur slegið í gegn hjá milljónum notenda. Hægt er að spreyta sig á því að ræða við gervigreindina á íslensku, með misjöfnum árangri líkt og sjá má í Ísland í dag klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Ísland í dag - Svakalegt áhættuatriði heppnaðist
Gervigreind Íslendingar erlendis Tækni Íslensk tunga Tengdar fréttir Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35
Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26
Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01