VR þarf nýjan formann Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 13. mars 2023 15:01 Félagar í VR ganga nú enn á ný til formannskosninga. Elva Hrönn Hjartardóttir gefur kost á sér ásamt núverandi formanni. Kvenfyrirlitning nýjasta viðbótin Hlutverk stéttarfélaga er að semja um kaup og kjör félagsmanna og innheimta þau félagsgjöld til að standa straum af þeirri starfsemi. Svo einfalt er það. Þetta hlutverk rækja þau að sjálfsögðu best við samningaborðið. Öskurkeppni í ræðustól, hatursorðræða gegn ríkisstjórn, Seðlabanka og fjármálakerfinu og almennur dónaskapur í samskiptum skilar yfirleitt engu, nema þá helst einhverri aðdáun hjá pópúlískum skoðanasystkinum. Kvenfyrirlitning virðist svo vera nýjasta viðbótin í kosningabaráttu formannsins. Karlar sem eru þekktir fyrir að hata konur keppast í það minnsta við að lofa formanninn og „alvöru karlmennsku“ hans. Alvarlega staða blasir við Ef litið er yfir svið vinnumarkaðarins blasir býsna alvarleg staða við. ASÍ er sundurslitið af innbyrðis átökum, formenn stéttarfélaga virða viðteknar vinnureglur og siðareglur vinnumarkaðarins að vettugi, vinnumarkaðslöggjöfin sem ríkissáttasemjari hefur stuðst við stenst ekki dómstóla og samstaða launafólks í kjarasamningagerð hefur verið rofin á þeirri furðulegu forsendu að standi vinnandi fólk saman um kjör sín og kaupmátt, taki það sjálfstæðan samningarétt af stéttarfélögum. Fyrir fólk eins og mig sem hefur fylgst með vinnumarkaðsmálum síðan fyrir aldamótin síðustu, hefur mörgu verið snúið nánast upp í andhverfu sína. Núverandi formaður hefur ekki náð væntum árangri Það grátlegasta við þetta er, að hefði formaður VR bara einbeitt sér að helsta baráttumáli sínu, húsnæðismálunum, gæti hann hafa náð verulegum árangri með þetta stærsta stéttarfélag landsins á bak við sig. Því miður hefur það ekki legið fyrir honum. Með því ala stöðugt á ótta og reiði hefur formaðurinn vissulega styrkt sig og valdastöðu sína. Gallinn er hins vegar bara sá að þetta er tímafrek iðja og ekki margt annað sem kemst í verk á sama tíma. Þú kallar í það minnsta ekki stjórnvöld öllum illum nöfnum og semur síðan við þau um víðtækar lausnir í húsnæðismálum. Samningar og samstarf kalla á traust. Ætti bara að drífa sig í stjórnmálin Aðdáun stjórnarandstæðinga gæti á hinn bóginn vaxið verulega. Slíkur árangur telur bara ekki fyrir formann VR. Það er því brýnt að félagar í VR gefi núverandi formanni verðskuldað frí, svo að hann geti haldið ótrauður út á vígvöll stjórnmálanna. Þar myndi fara miklu betur um formanninn og baráttumálin hans. Nái Elva Hrönn kjöri bíður hennar það risavaxna verkefni að koma starfsemi VR aftur á réttan kjöl. Svo að brýnustu málin séu nefnd, þá þarf VR að beita sér fyrir því að efla ASÍ og styrkja sem þann mikilvæga samstarfsvettvang launafólks sem sambandinu er ætlað að vera. Formaður VR þarf þarf að leiða viðræður við stjórnvöld af hálfu vinnumarkaðarins um þjóðarsátt í húsnæðismálum og síðast en ekki síst þá þarf að efla og bæta þjónustu félagsins við VR félaga. Mikilvægur liður í því uppbyggingarstarfi gæti verið að deildaskipta félaginu, sem er afar stórt og með ólíka tekjuhópa innanborðs. Umhverfismál, jafnréttis- og mannréttindamál, fjórða tæknibyltingin og valdefling lægstu tekjuhópa – allt eru þetta jafnframt brýn verkefni sem bíða úrlausnar og treysti ég Elvu Hrönn best fyrir því að leiða þá mikilvægu vinnu. Gerum Elvu að næsta formanni VR Ágætu félagar í VR. Ég hvet alla til að nýta kosningarétt sinn næstkomandi miðvikudag. Það er mikilvægt að nota kosningaréttinn. Mig langar jafnframt til að hvetja fólk til að greiða Elvu Hrönn atkvæði sitt. Kjósum Elvu Hrönn og fáum nýjan og glæsilegan formann sem nær árangri fyrir öll í VR. Höfundur bauð sig fram til formanns VR fyrir tveimur árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Stéttarfélög Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Félagar í VR ganga nú enn á ný til formannskosninga. Elva Hrönn Hjartardóttir gefur kost á sér ásamt núverandi formanni. Kvenfyrirlitning nýjasta viðbótin Hlutverk stéttarfélaga er að semja um kaup og kjör félagsmanna og innheimta þau félagsgjöld til að standa straum af þeirri starfsemi. Svo einfalt er það. Þetta hlutverk rækja þau að sjálfsögðu best við samningaborðið. Öskurkeppni í ræðustól, hatursorðræða gegn ríkisstjórn, Seðlabanka og fjármálakerfinu og almennur dónaskapur í samskiptum skilar yfirleitt engu, nema þá helst einhverri aðdáun hjá pópúlískum skoðanasystkinum. Kvenfyrirlitning virðist svo vera nýjasta viðbótin í kosningabaráttu formannsins. Karlar sem eru þekktir fyrir að hata konur keppast í það minnsta við að lofa formanninn og „alvöru karlmennsku“ hans. Alvarlega staða blasir við Ef litið er yfir svið vinnumarkaðarins blasir býsna alvarleg staða við. ASÍ er sundurslitið af innbyrðis átökum, formenn stéttarfélaga virða viðteknar vinnureglur og siðareglur vinnumarkaðarins að vettugi, vinnumarkaðslöggjöfin sem ríkissáttasemjari hefur stuðst við stenst ekki dómstóla og samstaða launafólks í kjarasamningagerð hefur verið rofin á þeirri furðulegu forsendu að standi vinnandi fólk saman um kjör sín og kaupmátt, taki það sjálfstæðan samningarétt af stéttarfélögum. Fyrir fólk eins og mig sem hefur fylgst með vinnumarkaðsmálum síðan fyrir aldamótin síðustu, hefur mörgu verið snúið nánast upp í andhverfu sína. Núverandi formaður hefur ekki náð væntum árangri Það grátlegasta við þetta er, að hefði formaður VR bara einbeitt sér að helsta baráttumáli sínu, húsnæðismálunum, gæti hann hafa náð verulegum árangri með þetta stærsta stéttarfélag landsins á bak við sig. Því miður hefur það ekki legið fyrir honum. Með því ala stöðugt á ótta og reiði hefur formaðurinn vissulega styrkt sig og valdastöðu sína. Gallinn er hins vegar bara sá að þetta er tímafrek iðja og ekki margt annað sem kemst í verk á sama tíma. Þú kallar í það minnsta ekki stjórnvöld öllum illum nöfnum og semur síðan við þau um víðtækar lausnir í húsnæðismálum. Samningar og samstarf kalla á traust. Ætti bara að drífa sig í stjórnmálin Aðdáun stjórnarandstæðinga gæti á hinn bóginn vaxið verulega. Slíkur árangur telur bara ekki fyrir formann VR. Það er því brýnt að félagar í VR gefi núverandi formanni verðskuldað frí, svo að hann geti haldið ótrauður út á vígvöll stjórnmálanna. Þar myndi fara miklu betur um formanninn og baráttumálin hans. Nái Elva Hrönn kjöri bíður hennar það risavaxna verkefni að koma starfsemi VR aftur á réttan kjöl. Svo að brýnustu málin séu nefnd, þá þarf VR að beita sér fyrir því að efla ASÍ og styrkja sem þann mikilvæga samstarfsvettvang launafólks sem sambandinu er ætlað að vera. Formaður VR þarf þarf að leiða viðræður við stjórnvöld af hálfu vinnumarkaðarins um þjóðarsátt í húsnæðismálum og síðast en ekki síst þá þarf að efla og bæta þjónustu félagsins við VR félaga. Mikilvægur liður í því uppbyggingarstarfi gæti verið að deildaskipta félaginu, sem er afar stórt og með ólíka tekjuhópa innanborðs. Umhverfismál, jafnréttis- og mannréttindamál, fjórða tæknibyltingin og valdefling lægstu tekjuhópa – allt eru þetta jafnframt brýn verkefni sem bíða úrlausnar og treysti ég Elvu Hrönn best fyrir því að leiða þá mikilvægu vinnu. Gerum Elvu að næsta formanni VR Ágætu félagar í VR. Ég hvet alla til að nýta kosningarétt sinn næstkomandi miðvikudag. Það er mikilvægt að nota kosningaréttinn. Mig langar jafnframt til að hvetja fólk til að greiða Elvu Hrönn atkvæði sitt. Kjósum Elvu Hrönn og fáum nýjan og glæsilegan formann sem nær árangri fyrir öll í VR. Höfundur bauð sig fram til formanns VR fyrir tveimur árum.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun