Þegar Carter vann árið 2019 var hún fyrsti svarti búningahönnuðurinn til að hljóta Óskarsverðlaun. Hún hafði hins vegar tvisvar áður verið tilnefnd; fyrir Amistad árið 1997 og Malcolm X árið 1992.
Hópur svartra listamanna sem hafa hlotið fleiri en ein Óskarsverðlaun fer hægt stækkandi en meðal annarra í þeim hópi má nefna Denzel Washington, sem varð fyrsti leikarinn til að hafa unnið til tvennra Óskarsverðlauna, og Mahershala Ali, sem hlaut verðlaunin fyrir Moonlight og Greenbook.
Carter hefur verið lofuð fyrir Afró-framtíðar nálgun sína á búningahönnunina fyrir Black Panther.
„Það var mikill heiður að fá tækifæri til að sækja í fjölbreytta menningu Afríku,“ sagði Carter eitt sinn í viðtali. Sagðist hún hafa það á tilfinningunni að margir hugsuðu til Afríku sem einsleits samfélags, „fólks í kofum með flugur á andlitinu,“ sagði hún.