Öldungaráð VR fyrir eldri borgara sem við verðum öll Sigurður Sigfússon. skrifar 12. mars 2023 14:01 Ég hef átt því láni að fagna að vera fulltrúi í stjórn VR frá árinu 2000. Á þeim tíma hafa 6 formenn verið starfandi og ég hef unnið með þeim öllum af bestu getu.Áherslur mínar í gegnum árin hafa ávallt verið að launakjör séu í samræmi við þá framleiðniaukningu sem starfsmenn leggja til með vinnuframlagi sínu. Mér hefur fyrir hönd stjórnar VR verið treyst fyrir formennsku í orlofsnefnd VR í 8 ár og á þeim tíma hefur orlofshúsum verið fjölgað mikið. Ég er ákaflega stoltur af því að hafa lagt mitt af mörkum til þess að fleiri félagsmenn VR geti notið dvalar í orlofshúsum félagsins sem eru í dag 84 um allt land. Í dag er ég skilgreindur sem eldri borgari sem er besta mál en ég er svo lánssamur að fá að starfa í hlutastarfi á mínum gamla vinnustað við og sem fulltrúi minnar kynslóðar í Öldungaráði VR. Öldungaráð er starfandi innan VR og helstu áherslur ráðsins eru að mótframlag atvinurekenda falli ekki niður við 70 ára aldur kjósi félagsmenn að vinna áfram og að VR félagar njóti þannig áfram umsaminna launakjara. Þá verði í næstu kröfugerð VR tekin skref til að leiðrétta skerðingar á greiðslum frá TR vegna lífeyrisgreiðslna sem eru undir meðaltekjum á vinnumarkaði. Einhliða skerðingar sem bitna verulega illa á eldri borgurum sem ekki eiga lífeyrisrétt sem stendur undir meðaltekjum verður að aflétta. Jafnframt verði gert átak í húsnæðismálum eldri borgara þar sem ríki og sveitarfélög tryggi að ráðist verði í byggingu 1.167 íbúða á félagssvæði VR sem uppfylli kröfur eldri borgara. Áhersla verði á hagkvæmt leiguhúsnæði með aðgengi að þjónustu í samræmi við breytilegar þarfir þessa hóps. Sérstakar kröfur verði gerðar um lagabreytingar sem geri lífeyrissjóðum landsmanna kleift að koma að uppbyggingu íbúða fyrir eldri borgara. Lífeyrissparnaður í séreign verði gerð skattfrjáls til þess að auka hvata til séreignarsparnaðar. Ég hef í dag enga hagsmuni af því að starfa í stéttarfélagsbaráttu en einlægan áhuga á að nýta reynslu mína til góðs fyrir komandi kynslóðir.Ég óska eftir stuðningi þínum kæri VR félagi til stjórnarsetu næstu tvö ár þar sem ég hef áhuga á að vinna þessum hagsmunamálum eldri borgara brautargengi Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Ég hef átt því láni að fagna að vera fulltrúi í stjórn VR frá árinu 2000. Á þeim tíma hafa 6 formenn verið starfandi og ég hef unnið með þeim öllum af bestu getu.Áherslur mínar í gegnum árin hafa ávallt verið að launakjör séu í samræmi við þá framleiðniaukningu sem starfsmenn leggja til með vinnuframlagi sínu. Mér hefur fyrir hönd stjórnar VR verið treyst fyrir formennsku í orlofsnefnd VR í 8 ár og á þeim tíma hefur orlofshúsum verið fjölgað mikið. Ég er ákaflega stoltur af því að hafa lagt mitt af mörkum til þess að fleiri félagsmenn VR geti notið dvalar í orlofshúsum félagsins sem eru í dag 84 um allt land. Í dag er ég skilgreindur sem eldri borgari sem er besta mál en ég er svo lánssamur að fá að starfa í hlutastarfi á mínum gamla vinnustað við og sem fulltrúi minnar kynslóðar í Öldungaráði VR. Öldungaráð er starfandi innan VR og helstu áherslur ráðsins eru að mótframlag atvinurekenda falli ekki niður við 70 ára aldur kjósi félagsmenn að vinna áfram og að VR félagar njóti þannig áfram umsaminna launakjara. Þá verði í næstu kröfugerð VR tekin skref til að leiðrétta skerðingar á greiðslum frá TR vegna lífeyrisgreiðslna sem eru undir meðaltekjum á vinnumarkaði. Einhliða skerðingar sem bitna verulega illa á eldri borgurum sem ekki eiga lífeyrisrétt sem stendur undir meðaltekjum verður að aflétta. Jafnframt verði gert átak í húsnæðismálum eldri borgara þar sem ríki og sveitarfélög tryggi að ráðist verði í byggingu 1.167 íbúða á félagssvæði VR sem uppfylli kröfur eldri borgara. Áhersla verði á hagkvæmt leiguhúsnæði með aðgengi að þjónustu í samræmi við breytilegar þarfir þessa hóps. Sérstakar kröfur verði gerðar um lagabreytingar sem geri lífeyrissjóðum landsmanna kleift að koma að uppbyggingu íbúða fyrir eldri borgara. Lífeyrissparnaður í séreign verði gerð skattfrjáls til þess að auka hvata til séreignarsparnaðar. Ég hef í dag enga hagsmuni af því að starfa í stéttarfélagsbaráttu en einlægan áhuga á að nýta reynslu mína til góðs fyrir komandi kynslóðir.Ég óska eftir stuðningi þínum kæri VR félagi til stjórnarsetu næstu tvö ár þar sem ég hef áhuga á að vinna þessum hagsmunamálum eldri borgara brautargengi Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar