Góður sigur hjá Roma og markaveisla í Berlín Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2023 20:01 Jose Mourinho gefur Gini Wijnaldum leiðbeiningar í leiknum gegn Real Sociedad í kvöld. Vísir/Getty Roma vann góðan 2-0 sigur á Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. West Ham náði í sigur til Kýpur í Sambandsdeildinni og það var boðið upp á markaveislu í leik Union Berlin og Saint-Gilloise. Alls er sjö leikjum lokið í 16-liða úrslitum bæði Evrópu- og Sambandsdeildarinnar og fjölmargir leikir að hefjast á næstu mínútum. Í Róm tóku heimamenn í Roma á móti Real Sociedad sem situr í fjórða sæti La Liga. Stephan El Shaarawy kom Roma yfir á 13.mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Staðan hélst 1-0 allt þar til þrjár mínútur voru eftir en þá skoraði Marash Kimbulla mark sem gæti reynst Rómverjum mikilvægt fyrir seinni leikinn. Í Berlín var síðan boðið upp á markaveislu í leik Union Berlin og Saint-Gilloise. Victor Boniface kom heimamönnum yfir á 28. mínútu en Josip Juranovic jafnaði metin þremur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Það rigndi duglega í leik Union Berlin og Saint-Gilloise í Þýskalandi.Vísir/Getty Gestirnir tóku síðan forystuna á 58.mínútu. Yorbe Vertessen skoraði þá með skoti úr vítateignum eftir hraða sókn. Tíu mínútum jafnaði Robin Knoche fyrir heimamenn en gestirnir voru ekki lengi að ná forystuna á ný með öðru marki Boniface. Union Berlín tókst þó að bjarga andlitinu í lokin þegar Sven Michel jafnaði á 89.mínútu. Einvígið hnífjafnt fyrir seinni leik liðanna í Sviss. Í Þýskalandi vann Bayer Leverkusen loks 2-0 sigur á Ferencvaros með mörkum Karim Demberay og Edmond Tapsoba. West Ham í góðri stöðu Á Kýpur náði West Ham í 2-0 sigur gegn AEK Larnaca í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Michael Antonio skoraði bæði mörk West Ham í fyrri hálfleiks sem er því í ansi þægilegri stöðu fyrir síðari leikinn í London í næstu viku. Í Belgíu gerðu Anderlecht og Villareal 1-1 jafntefli. Gestirnir komust yfir á 28. mínútu með marki Manu Trigueros en Anders Dreyr jafnaði fyrir Anderlecht í síðari hálfleiknum. Að lokum tóku Íslandsvinirnir í Sheriff Tiraspol á móti Nice á heimavelli sínum í Moldavíu en liðið mætti einmitt Val í undankeppni Evrópudeildarinnar fyrir nokkrum árum. Í þeim leik kom aðeins eitt mark. Það skoraði Ayoub Amraoui fyrir Nice undir lok fyrri hálfleiksins. Seinni leikir beggja keppna fara fram að viku liðinni. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Alls er sjö leikjum lokið í 16-liða úrslitum bæði Evrópu- og Sambandsdeildarinnar og fjölmargir leikir að hefjast á næstu mínútum. Í Róm tóku heimamenn í Roma á móti Real Sociedad sem situr í fjórða sæti La Liga. Stephan El Shaarawy kom Roma yfir á 13.mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Staðan hélst 1-0 allt þar til þrjár mínútur voru eftir en þá skoraði Marash Kimbulla mark sem gæti reynst Rómverjum mikilvægt fyrir seinni leikinn. Í Berlín var síðan boðið upp á markaveislu í leik Union Berlin og Saint-Gilloise. Victor Boniface kom heimamönnum yfir á 28. mínútu en Josip Juranovic jafnaði metin þremur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Það rigndi duglega í leik Union Berlin og Saint-Gilloise í Þýskalandi.Vísir/Getty Gestirnir tóku síðan forystuna á 58.mínútu. Yorbe Vertessen skoraði þá með skoti úr vítateignum eftir hraða sókn. Tíu mínútum jafnaði Robin Knoche fyrir heimamenn en gestirnir voru ekki lengi að ná forystuna á ný með öðru marki Boniface. Union Berlín tókst þó að bjarga andlitinu í lokin þegar Sven Michel jafnaði á 89.mínútu. Einvígið hnífjafnt fyrir seinni leik liðanna í Sviss. Í Þýskalandi vann Bayer Leverkusen loks 2-0 sigur á Ferencvaros með mörkum Karim Demberay og Edmond Tapsoba. West Ham í góðri stöðu Á Kýpur náði West Ham í 2-0 sigur gegn AEK Larnaca í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Michael Antonio skoraði bæði mörk West Ham í fyrri hálfleiks sem er því í ansi þægilegri stöðu fyrir síðari leikinn í London í næstu viku. Í Belgíu gerðu Anderlecht og Villareal 1-1 jafntefli. Gestirnir komust yfir á 28. mínútu með marki Manu Trigueros en Anders Dreyr jafnaði fyrir Anderlecht í síðari hálfleiknum. Að lokum tóku Íslandsvinirnir í Sheriff Tiraspol á móti Nice á heimavelli sínum í Moldavíu en liðið mætti einmitt Val í undankeppni Evrópudeildarinnar fyrir nokkrum árum. Í þeim leik kom aðeins eitt mark. Það skoraði Ayoub Amraoui fyrir Nice undir lok fyrri hálfleiksins. Seinni leikir beggja keppna fara fram að viku liðinni.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira