Fátæk börn í skugga metárs í fjármagnstekjum og arðgreiðslum Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2023 12:18 Mörg stórútgerðarfyrirtæki og bankar hafa skilað milljarða hagnaði undanfarin ár og fjármagnstekjur hafa aukist. Vísir/Vilhelm Þingmenn Flokks fólksins og Samfylkingarinnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi vegna vaxandi fjölda barna sem byggju við fátækt á Alþingi í dag. Á sama tíma væri metár í fjármagnstekjum og greiðslu arðs hjá stórútgerðinni. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa gripið til margvíslegra aðgerða fyrir þennan hóp og aðrar væru í undirbúningi. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fullyrðir að ríkisstjórnin sé stefnulaus þegar komi að aðgerðum gegn fátækt á Íslandi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í aðgerðir gegn fátækt barna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þingmennirnir vitnuðu í nýja skýrslu Barnaheilla um fjölgun frá 12,7 prósentum upp í 13,1 prósent í hópi barna sem byggju við fátækt á Íslandi. „Stefnuleysi stjórnvalda til að uppræta fátækt meðal barna á Íslandi er algjört. Að vernda og tryggja ekki öllum börnum á Íslandi jöfn tækifæri til góðrar heilsu með heilnæmum mat, þátttöku í tómstundum og til menntunar er skýlaust brot á mannréttindum þeirra. Sem gerir þau hornreka í íslensku samfélagi, í fátækt í boði ríkisstjórnarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Forsætisráðherra sagði ekki rétt að ekkert hefði verið gert í þessum málum. Ríkisstjórnin hefði gripið til markvissra aðgerða til að auka jöfnuð í samfélaginu. „Nærtækast er að nefna breytingar á skattkerfi í þágu hinna tekjulægstu. Eflingu barnabótakerfisins sem spilar auðvitað beint saman við það sem háttvirtur þingmaður er að nefna. Aukin áhersla á félagslegt húsnæði. Ég ryfja það upp hér að af því húsnæði sem hefur verið byggt hérna á undanförnum árum er hátt í þriðjungur byggður vegan aðgerða stjórnvalda,“ sagði Katrín. Breytingar á skattkerfinu og almannatryggingakerfinu hefðu allar miðað að því að bæta hag þeirra verst settu. Helga Vala Helgadóttir segir eina af stórútgerðunum hafa greitt út rúmlega fimm milljarða arð sem væri nánast sama upphæð og sama fyrrtæki hefði greitt í auðvliindagjald á sjö árum.Vísir/Vilhelm Helga Vala setti fjölda fátækra barna í samhengi við stöðu margra stórra fyrirtækja. Metár væri í fjármagnstekjum og metarðsemi hjá stórútgerðinni og bönkunum. Á tímum óðaverðbólgu þyrfti að sækja fjármagn þangað þar sem það væri að finna. „Svo dæmi sé tekið greiddi eitt sjávarútvegsfyrirtæki fimm komma fjóra milljarða í arð til eigenda sinna, bara á síðasta ári. Ef við setjum þetta í samhengi er þetta sama tala og þetta sama fyrirtæki hefur greitt í veiðigjöld samtals frá árinu 2016, í sjö ár,“ sagði Helga Vala. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld langt í frá hafa verið aðgerðalaus í að vinna gegn fátækt í landinu.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sagði mennta- og barnamálaráðherra vinna að stefnumótun þar sem meðal annars verði tekið tillit til efnahagslegra þátta. Þá væri matvælaráðherra að endurskoða fyrirkomulag veiðigjalda. „Krafan hlýtur að vera sú að þessi fyrirtæki sem eru að nýta okkar sameiginlegu auðlind skili sanngjörnum hluta til samfélagsins, sem á auðlindina,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Betra hefði verið ef flokkar á Alþingi hefðu náð saman um að koma ákvæði um þau mál í stjórnarskrá þegar þær breytingar hefðu verið ræddar á þingi. Börn og uppeldi Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. 7. mars 2023 21:23 Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. 7. mars 2023 12:25 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fullyrðir að ríkisstjórnin sé stefnulaus þegar komi að aðgerðum gegn fátækt á Íslandi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í aðgerðir gegn fátækt barna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þingmennirnir vitnuðu í nýja skýrslu Barnaheilla um fjölgun frá 12,7 prósentum upp í 13,1 prósent í hópi barna sem byggju við fátækt á Íslandi. „Stefnuleysi stjórnvalda til að uppræta fátækt meðal barna á Íslandi er algjört. Að vernda og tryggja ekki öllum börnum á Íslandi jöfn tækifæri til góðrar heilsu með heilnæmum mat, þátttöku í tómstundum og til menntunar er skýlaust brot á mannréttindum þeirra. Sem gerir þau hornreka í íslensku samfélagi, í fátækt í boði ríkisstjórnarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Forsætisráðherra sagði ekki rétt að ekkert hefði verið gert í þessum málum. Ríkisstjórnin hefði gripið til markvissra aðgerða til að auka jöfnuð í samfélaginu. „Nærtækast er að nefna breytingar á skattkerfi í þágu hinna tekjulægstu. Eflingu barnabótakerfisins sem spilar auðvitað beint saman við það sem háttvirtur þingmaður er að nefna. Aukin áhersla á félagslegt húsnæði. Ég ryfja það upp hér að af því húsnæði sem hefur verið byggt hérna á undanförnum árum er hátt í þriðjungur byggður vegan aðgerða stjórnvalda,“ sagði Katrín. Breytingar á skattkerfinu og almannatryggingakerfinu hefðu allar miðað að því að bæta hag þeirra verst settu. Helga Vala Helgadóttir segir eina af stórútgerðunum hafa greitt út rúmlega fimm milljarða arð sem væri nánast sama upphæð og sama fyrrtæki hefði greitt í auðvliindagjald á sjö árum.Vísir/Vilhelm Helga Vala setti fjölda fátækra barna í samhengi við stöðu margra stórra fyrirtækja. Metár væri í fjármagnstekjum og metarðsemi hjá stórútgerðinni og bönkunum. Á tímum óðaverðbólgu þyrfti að sækja fjármagn þangað þar sem það væri að finna. „Svo dæmi sé tekið greiddi eitt sjávarútvegsfyrirtæki fimm komma fjóra milljarða í arð til eigenda sinna, bara á síðasta ári. Ef við setjum þetta í samhengi er þetta sama tala og þetta sama fyrirtæki hefur greitt í veiðigjöld samtals frá árinu 2016, í sjö ár,“ sagði Helga Vala. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld langt í frá hafa verið aðgerðalaus í að vinna gegn fátækt í landinu.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sagði mennta- og barnamálaráðherra vinna að stefnumótun þar sem meðal annars verði tekið tillit til efnahagslegra þátta. Þá væri matvælaráðherra að endurskoða fyrirkomulag veiðigjalda. „Krafan hlýtur að vera sú að þessi fyrirtæki sem eru að nýta okkar sameiginlegu auðlind skili sanngjörnum hluta til samfélagsins, sem á auðlindina,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Betra hefði verið ef flokkar á Alþingi hefðu náð saman um að koma ákvæði um þau mál í stjórnarskrá þegar þær breytingar hefðu verið ræddar á þingi.
Börn og uppeldi Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. 7. mars 2023 21:23 Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. 7. mars 2023 12:25 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. 7. mars 2023 21:23
Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. 7. mars 2023 12:25