Dæmdir í fangelsi vegna mannskæða troðningsins Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2023 11:56 Suko Sutrisno , öryggisstjóri Arema FC, niðurlútur í réttarsal. Hann var dæmdur í ársfangelsi vegna troðningsins mannskæða. Dómari taldi að hann hefði ekki gert sér grein fyrir skyldum sínum. EPA/Fully Handoko Tveir embættismenn knattspyrnuliðs voru dæmdir í fangelsi vegna troðningsins sem myndaðist á leikvangi í Malang í Indónesíu í dag. Á annað hundrað manns lést í troðningnum eftir að lögreglumenn skutu táragasi á aðdáendur sem þustu út á völlinn. Indónesískur dómstóll dæmdi tvo embættismenn heimaliðsins Arema FC seka um glæpsamlega vanrækslu sem hefði valdið dauða í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBCRífa niður leikvanginn í Indónesíu. Formaður skipulagsnefndar liðsins hlaut átján mánaða fangelsisdóm en öryggisstjóri þess eins árs dóm. Saksóknarar fóru fram á sex ára fangelsisdóma yfir þeim. Dómarinn í málinu sagði að þrátt fyrir að heimaliðið hefði gert ýmsar ráðstafanir í ljósi þess að oft hefði slegið í brýnu á milli stuðningsmanna Arema og erkifjendanna Persebaya Surabaya þá hefði það einnig selt þúsundir miða umfram það sem leikvangurinn rúmaði og hunsað læstar útgönguleiðir. Gríðarlegur troðningur myndaðist á Kanjuruhan-vellinum þegar lögreglumenn beittu táragasi á aðdáendur Arema sem þustu út á völlinn og aðra í stúkum eftir að liðið tapaði sínum fyrsta leik í áraraðir í október. Hundrað þrjátíu og fimm manns létu lífið og um sex hundruð slösuðust. Fjöldi barna var á meðal þeirra látnu. Slysið var það næst versta á knattspyrnuvelli í sögunni. Auk fulltrúa liðsins sem hlutu dóma í dag eru þrír lögreglumenn ákærðir fyrir að skipa undirmönnum sínum að beita táragasinu. Reglur Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) banna notkun táragass á leikjum. Indónesía Fótbolti Tengdar fréttir Rífa niður leikvanginn í Indónesíu Leikvangurinn þar sem yfir 130 manns létu lífið í troðningi í byrjun mánaðar verður rifinn niður og endurbyggður. Meira en fjörutíu börn voru meðal látinna í því sem forseti FIFA hefur kallað „einn svartasta dag fótboltans“. 19. október 2022 07:12 Aðgerðir lögreglu sagðar hafa valdið mannskæðum troðningnum Táragas sem lögreglumenn létu rigna yfir áhorfendur á knattspyrnuleik í Malang í Indónesíu um helgina er talið kveikjan að miklum troðningi sem varð að minnsta kosti 130 manns að bana. Aðgerðir lögreglu eru sagðar hafa stangast á við innlendar og alþjóðlegar reglur. 7. október 2022 14:04 Vel á annað hundrað látið í troðningi eftir tapleik Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. 2. október 2022 07:44 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Indónesískur dómstóll dæmdi tvo embættismenn heimaliðsins Arema FC seka um glæpsamlega vanrækslu sem hefði valdið dauða í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBCRífa niður leikvanginn í Indónesíu. Formaður skipulagsnefndar liðsins hlaut átján mánaða fangelsisdóm en öryggisstjóri þess eins árs dóm. Saksóknarar fóru fram á sex ára fangelsisdóma yfir þeim. Dómarinn í málinu sagði að þrátt fyrir að heimaliðið hefði gert ýmsar ráðstafanir í ljósi þess að oft hefði slegið í brýnu á milli stuðningsmanna Arema og erkifjendanna Persebaya Surabaya þá hefði það einnig selt þúsundir miða umfram það sem leikvangurinn rúmaði og hunsað læstar útgönguleiðir. Gríðarlegur troðningur myndaðist á Kanjuruhan-vellinum þegar lögreglumenn beittu táragasi á aðdáendur Arema sem þustu út á völlinn og aðra í stúkum eftir að liðið tapaði sínum fyrsta leik í áraraðir í október. Hundrað þrjátíu og fimm manns létu lífið og um sex hundruð slösuðust. Fjöldi barna var á meðal þeirra látnu. Slysið var það næst versta á knattspyrnuvelli í sögunni. Auk fulltrúa liðsins sem hlutu dóma í dag eru þrír lögreglumenn ákærðir fyrir að skipa undirmönnum sínum að beita táragasinu. Reglur Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) banna notkun táragass á leikjum.
Indónesía Fótbolti Tengdar fréttir Rífa niður leikvanginn í Indónesíu Leikvangurinn þar sem yfir 130 manns létu lífið í troðningi í byrjun mánaðar verður rifinn niður og endurbyggður. Meira en fjörutíu börn voru meðal látinna í því sem forseti FIFA hefur kallað „einn svartasta dag fótboltans“. 19. október 2022 07:12 Aðgerðir lögreglu sagðar hafa valdið mannskæðum troðningnum Táragas sem lögreglumenn létu rigna yfir áhorfendur á knattspyrnuleik í Malang í Indónesíu um helgina er talið kveikjan að miklum troðningi sem varð að minnsta kosti 130 manns að bana. Aðgerðir lögreglu eru sagðar hafa stangast á við innlendar og alþjóðlegar reglur. 7. október 2022 14:04 Vel á annað hundrað látið í troðningi eftir tapleik Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. 2. október 2022 07:44 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Rífa niður leikvanginn í Indónesíu Leikvangurinn þar sem yfir 130 manns létu lífið í troðningi í byrjun mánaðar verður rifinn niður og endurbyggður. Meira en fjörutíu börn voru meðal látinna í því sem forseti FIFA hefur kallað „einn svartasta dag fótboltans“. 19. október 2022 07:12
Aðgerðir lögreglu sagðar hafa valdið mannskæðum troðningnum Táragas sem lögreglumenn létu rigna yfir áhorfendur á knattspyrnuleik í Malang í Indónesíu um helgina er talið kveikjan að miklum troðningi sem varð að minnsta kosti 130 manns að bana. Aðgerðir lögreglu eru sagðar hafa stangast á við innlendar og alþjóðlegar reglur. 7. október 2022 14:04
Vel á annað hundrað látið í troðningi eftir tapleik Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. 2. október 2022 07:44