Ofsaaksturinn á Glerárgötu ekki tekinn fyrir í Hæstarétti Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2023 07:58 Í dómi kemur fram að maðurinn hafi ekið á allt að 110 kílómetra hraða á kafla Glerárgötunnar á Akureytri þar sem hámarkshraði er 50. Hann ók á gangandi vegfaranda, hjólreiðamann og hund. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni manns sem sakfelldur var fyrir að aka á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann þegar hann ók á ofsahraða norður Glerárgötu á Akureyri í ágúst 2019. Maðurinn var á sínum tíma ákærður fyrir hegningar- og um umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum án nægilegrar aðgæslu og langt yfir leyfilegum ökuhraða. Er talið að hann hafi ekið á allt að 110 kílómetra hraða á kafla þar sem hámarkshraði er 50. Maðurinn missti stjórn á bílnum, ók upp á umferðareyju og aftur út á götuna og í veg fyrir annan bíl sem ekið var í sömu átt og svo á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann ásamt hundi hans. Sá sem var gangandi hlaut heilahristing og hjólreiðamaðurinn fjöláverka, brot á lendalið, herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot og mörg rifbrot. Fjögurra mánaða fangelsi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í fjögurra mánaða fangelsi þar sem fresta skyldi fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, héldi hann almennt skilorð í tvö ár. Dómari ákvað að sýkna manninn af þeim ákærulið sem sneri að því að hann hafi verið óhæfur til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja. Landsréttur staðfesti svo dóminn en sýknaði manninn af ákæru um brot gegn 1. málsgrein 168. grein almennra hegningarlaga, þar sem ekki þótti sannað að maðurinn hafi með akstrinum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í augljósa hættu svo að talið yrði að almannahætta hafi stafað af. Kenndi djúpum hjólförum á veginum um Maðurinn ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hann taldi niðurstöðu héraðsdóms og Landsréttar vera efnislega ranga. Vildi hann meina að hann hafi misst stjórn á bílnum vegna djúpra hjólfara á veginum, á meðan dómarar haft vísað til forsendna um að yfirborð götunnar hafi ekki frábrugðið því sem almennt þekkist á Íslandi eftir vetrarakstur á negldum hjólbörðum. „Einhliða og hlutdræg“ Maðurinn vildi sömuleiðis meina að það hafi verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort sú aðferð sem lögreglan hafi beitt við að mæla hraða bílsins sé fullnægjandi sönnun í sakamáli. Hann hafi vefengt rannsókn lögreglu á hraða bílsins sem byggðist á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum og tæknirannsókn lögreglu. Vildi hann meina að hugbúnaðurinn í myndavélunum hafi ekki verið hannaður fyrir hraðamælingar og að slíkt dugi ekki til að komast með óyggjandi hætti að sekt eða sýknu. Auk þess vildi hann meina að rannsókn lögreglu hafi verið „einhliða og hlutdræg“. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og taldi að virtum gögnum að ekki yrði séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar skilyrði þeirra lagaákvæða sem vísað var til í fyrri dómum. Dómsmál Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. 9. desember 2022 19:35 Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Maðurinn var á sínum tíma ákærður fyrir hegningar- og um umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum án nægilegrar aðgæslu og langt yfir leyfilegum ökuhraða. Er talið að hann hafi ekið á allt að 110 kílómetra hraða á kafla þar sem hámarkshraði er 50. Maðurinn missti stjórn á bílnum, ók upp á umferðareyju og aftur út á götuna og í veg fyrir annan bíl sem ekið var í sömu átt og svo á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann ásamt hundi hans. Sá sem var gangandi hlaut heilahristing og hjólreiðamaðurinn fjöláverka, brot á lendalið, herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot og mörg rifbrot. Fjögurra mánaða fangelsi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í fjögurra mánaða fangelsi þar sem fresta skyldi fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, héldi hann almennt skilorð í tvö ár. Dómari ákvað að sýkna manninn af þeim ákærulið sem sneri að því að hann hafi verið óhæfur til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja. Landsréttur staðfesti svo dóminn en sýknaði manninn af ákæru um brot gegn 1. málsgrein 168. grein almennra hegningarlaga, þar sem ekki þótti sannað að maðurinn hafi með akstrinum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í augljósa hættu svo að talið yrði að almannahætta hafi stafað af. Kenndi djúpum hjólförum á veginum um Maðurinn ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hann taldi niðurstöðu héraðsdóms og Landsréttar vera efnislega ranga. Vildi hann meina að hann hafi misst stjórn á bílnum vegna djúpra hjólfara á veginum, á meðan dómarar haft vísað til forsendna um að yfirborð götunnar hafi ekki frábrugðið því sem almennt þekkist á Íslandi eftir vetrarakstur á negldum hjólbörðum. „Einhliða og hlutdræg“ Maðurinn vildi sömuleiðis meina að það hafi verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort sú aðferð sem lögreglan hafi beitt við að mæla hraða bílsins sé fullnægjandi sönnun í sakamáli. Hann hafi vefengt rannsókn lögreglu á hraða bílsins sem byggðist á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum og tæknirannsókn lögreglu. Vildi hann meina að hugbúnaðurinn í myndavélunum hafi ekki verið hannaður fyrir hraðamælingar og að slíkt dugi ekki til að komast með óyggjandi hætti að sekt eða sýknu. Auk þess vildi hann meina að rannsókn lögreglu hafi verið „einhliða og hlutdræg“. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og taldi að virtum gögnum að ekki yrði séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar skilyrði þeirra lagaákvæða sem vísað var til í fyrri dómum.
Dómsmál Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. 9. desember 2022 19:35 Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. 9. desember 2022 19:35
Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21