Þjóðarsátt um okurvexti? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2023 21:00 Flestar þjóðir glíma nú við verðbólgu. Seðlabankar þeirra allra hækka vexti. Það er allt eftir bókinni. Sérstakar umræður sköpuðust um málið í þingsal í dag, að upplagi Samfylkingar sem beindi spurningum sínum að fjármálaráðherra. Báðir komu þeir sér fimlega undan því að ræða fílinn í stofunni. Hvers vegna Seðlabanki Íslands þarf að ákveða tvöfalt hærri vexti til þess að vinna gegn sömu verðbólgu og grannþjóðirnar? Og hvers vegna íslenska þjóðin fær ekki val um það hvort hún vill halda áfram að vera tilraunadýr þeirra sem hafa hag af því að halda í krónuna? Við vitum að þessa spurningu má ekki bera upp í Sjálfstæðisflokknum. Hitt er nýtt að hún sé orðin að sérstöku feimnismáli í Samfylkingunni. Við þurfum eins og aðrar þjóðir að sætta okkur við tímabundnar vaxtahækkanir þegar kæla þarf hagkerfið. En við eigum ekki að sætta okkur við að vextir hér þurfi að vera tvöfalt hærri en í nágrannaríkjum okkar um alla framtíð. Þessi veruleiki okkar veikir samkeppnisstöðu landsins og kemur niður á fólki og fyrirtækjum. Á mannamáli þýðir þetta að við þurfum að vinna lengur til að skapa sömu verðmæti og fólkið í löndunum sem við berum okkur saman við. Það kemur þyngst niður á þeim hópum sem lökust hafa kjörin. Þjóðarsátt um stöðuga mynt fyrir útvalda? Gylfi Zoega, hagfræðingur og fyrrverandi fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans, skýrði þennan vanda með nokkuð skýrum hætti á dögunum. Við ein þjóða notum marga gjaldmiðla, en Seðlabankinn hefur bara stjórn á einum þeirra. Þess vegna þurfa vextir að vera tvöfalt eða þrefalt hærri hér en annars staðar. Ungt fólk í íbúðakaupum og lítil fyrirtæki bera þannig helmingi þyngri byrðar í baráttunni við verðbólguna en stóru útflutningsfyrirtækin sem gera upp í evrum. Venjulegt fólk hefði alveg sama hag af því að gera upp í evrum og stóru fyrirtækin, en hefur ekkert val. Þetta er ekki bara óréttlátt heldur óhagkvæmt. Og þetta þarf ekki að vera svona. Þjóðarsátt um lægri laun? Fjármálaráðherra kallar nú eftir þjóðarsátt og er það vel. En hann þarf að tala skýrt. Á þjóðarsáttin að vera eins og árið 1990, þegar hornsteinn hennar var stöðugt gengi eða á hún að snúast um það eingöngu að fólkið fái lægri laun? Þeirri spurningu hefur hann enn ekki svarað. Seðlabankastjóri hefur hins vegar með verkum sínum sýnt að hann hefur gefist upp á gömlu óverðtryggðu krónunni. Það gerði hann með að afnema hömlur á verðtryggðri krónu í gær. Þrátt fyrir samfelldar vaxtahækkanir undanfarinna mánuða hefur bankanum nefnilega ekki tekist að auka sparnað. Fjölmyntakerfið er ekki að virka. Sjálfsagt er að vega og meta kosti og galla gömlu krónunnar. En þeir sem trúa hvað heitast á hana þurfa fyrst að sýna okkur hinum fram á að hún sé nothæf fyrir okkur öll í hagkerfinu - ekki bara forréttindahópa. Þeir heittrúuðu þurfa að sýna það og sanna að gamla krónan geti verið hornsteinn þess að hér byggist upp land jafnra tækifæra. Staðan í dag sýnir svart á hvítu, enn á ný, að það er nær óvinnandi vegur með krónuna í aðalhlutverki. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Flestar þjóðir glíma nú við verðbólgu. Seðlabankar þeirra allra hækka vexti. Það er allt eftir bókinni. Sérstakar umræður sköpuðust um málið í þingsal í dag, að upplagi Samfylkingar sem beindi spurningum sínum að fjármálaráðherra. Báðir komu þeir sér fimlega undan því að ræða fílinn í stofunni. Hvers vegna Seðlabanki Íslands þarf að ákveða tvöfalt hærri vexti til þess að vinna gegn sömu verðbólgu og grannþjóðirnar? Og hvers vegna íslenska þjóðin fær ekki val um það hvort hún vill halda áfram að vera tilraunadýr þeirra sem hafa hag af því að halda í krónuna? Við vitum að þessa spurningu má ekki bera upp í Sjálfstæðisflokknum. Hitt er nýtt að hún sé orðin að sérstöku feimnismáli í Samfylkingunni. Við þurfum eins og aðrar þjóðir að sætta okkur við tímabundnar vaxtahækkanir þegar kæla þarf hagkerfið. En við eigum ekki að sætta okkur við að vextir hér þurfi að vera tvöfalt hærri en í nágrannaríkjum okkar um alla framtíð. Þessi veruleiki okkar veikir samkeppnisstöðu landsins og kemur niður á fólki og fyrirtækjum. Á mannamáli þýðir þetta að við þurfum að vinna lengur til að skapa sömu verðmæti og fólkið í löndunum sem við berum okkur saman við. Það kemur þyngst niður á þeim hópum sem lökust hafa kjörin. Þjóðarsátt um stöðuga mynt fyrir útvalda? Gylfi Zoega, hagfræðingur og fyrrverandi fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans, skýrði þennan vanda með nokkuð skýrum hætti á dögunum. Við ein þjóða notum marga gjaldmiðla, en Seðlabankinn hefur bara stjórn á einum þeirra. Þess vegna þurfa vextir að vera tvöfalt eða þrefalt hærri hér en annars staðar. Ungt fólk í íbúðakaupum og lítil fyrirtæki bera þannig helmingi þyngri byrðar í baráttunni við verðbólguna en stóru útflutningsfyrirtækin sem gera upp í evrum. Venjulegt fólk hefði alveg sama hag af því að gera upp í evrum og stóru fyrirtækin, en hefur ekkert val. Þetta er ekki bara óréttlátt heldur óhagkvæmt. Og þetta þarf ekki að vera svona. Þjóðarsátt um lægri laun? Fjármálaráðherra kallar nú eftir þjóðarsátt og er það vel. En hann þarf að tala skýrt. Á þjóðarsáttin að vera eins og árið 1990, þegar hornsteinn hennar var stöðugt gengi eða á hún að snúast um það eingöngu að fólkið fái lægri laun? Þeirri spurningu hefur hann enn ekki svarað. Seðlabankastjóri hefur hins vegar með verkum sínum sýnt að hann hefur gefist upp á gömlu óverðtryggðu krónunni. Það gerði hann með að afnema hömlur á verðtryggðri krónu í gær. Þrátt fyrir samfelldar vaxtahækkanir undanfarinna mánuða hefur bankanum nefnilega ekki tekist að auka sparnað. Fjölmyntakerfið er ekki að virka. Sjálfsagt er að vega og meta kosti og galla gömlu krónunnar. En þeir sem trúa hvað heitast á hana þurfa fyrst að sýna okkur hinum fram á að hún sé nothæf fyrir okkur öll í hagkerfinu - ekki bara forréttindahópa. Þeir heittrúuðu þurfa að sýna það og sanna að gamla krónan geti verið hornsteinn þess að hér byggist upp land jafnra tækifæra. Staðan í dag sýnir svart á hvítu, enn á ný, að það er nær óvinnandi vegur með krónuna í aðalhlutverki. Höfundur er formaður Viðreisnar.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun