Í „vægu áfalli“ vegna gleðifrétta um ríkisborgararétt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2023 17:51 Andrei Menshenin hefur nokkrum sinnum staðið fyrir og boðað til mótmæla við sendiráð Rússa. Facebook Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem staðið hefur fyrir mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í þágu Úkraínumanna, er á meðal þeirra 17 einstaklinga sem eru á lista frumvarps til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Hann kveðst vera í vægu áfalli vegna gleðitíðindanna og enn að reyna að melta þá staðreynd að hann verði ekki sendur aftur til Rússlands líkt og hann óttaðist. „Í fullri hreinskilni þá er ég enn í vægu áfalli eftir að hafa frétt þetta. Ég bjóst auðvitað ekki við þessu þrátt fyrir að hafa reynt að öðlast ríkisborgararétt á síðasta ári,“ segir Andrei í samtali við fréttastofu þegar hann var spurður út í líðan sína við þessi tímamót. Andrei hefur dvalið á íslandi frá 2016. Hann er blaðamaður sem sérhæfir sig í umfjöllun um flugmál og heldur til að mynda úti blogginu flugblogg.is. Hann hafði alltaf í hyggju að snúa aftur heim til Rússlands. Upphaflega varð hann forvitinn um íslenska þjóð þegar hann komst að því að „áhugavert fólk byggi á þessu litla landi í norðri“ og að fjölmargir deildu með honum ástríðu og áhuga á flugmálum. En það sem átti að vera stutt stopp varð að lengri dvöl og nú ríkisborgararétti því innrás Rússa í Úkraínu fyrir rúmu ári breytti öllu og sneri lífi hans á hvolf. Hann hefur opinberlega verið einarður í afstöðu sinni til innrásarinnar og nýtt hvert tækifæri til að fordæma hana. Hann hefur haldið ræður á mótmælafundum og stutt dyggilega við Úkraínumenn. Frá innrás hefur hann lifað í ótta við að vera sendur aftur til Rússlands eftir að hafa lýst skoðunum sínum á rússneskum stjórnvöldum opinskátt í fjölmiðlum og í almannarýminu. „Ástandið í Rússlandi er afar hættulegt borgunum og alveg sérstaklega þeim sem fylgja ekki ríkisstefnunni um að vera fjandsamleg nágrönnum okkar. Ef ég yrði sendur þangað myndi það ekki aftra mér frá því að halda skoðunum mínum á lofti en samkvæmt rússneskum lögum eru þær glæpur í dag. Ég yrði að öllum líkindum handtekinn áður en liði á löngu en viðurlög við slíkum glæpum eru ströng. Fólk getur lent í fangelsi í allt að fimmtán ár, sem er jafnvel þyngri dómur en er fyrir morð. Auðvitað væri það mér ómögulegt að lifa þar í frelsi.“ Andrei segir að viðbrögð Rússa við neikvæðri afstöðu hans til stríðsins hafa verið æði misjöfn. Hann fái stuðning í formi einkaskilaboða á samfélagsmiðlum en síður í opinberum ummælakerfum við stöðuuppfærslur á sömu miðlum. „Vegna þess að ef þú sýnir stuðning á samfélagsmiðlum þá getur það verið notað gegn þér af lögreglu sem fylgist með fjölmörgum samfélagsmiðlareikningum Rússa. Þeir nota meira að segja sérstakt kerfi til þess“. Umræddir einstaklingar geti átt á hættu að fá sekt eða hreinlega verið handteknir. „Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að við sjáum allar þessar skoðanakannanir um jákvætt viðhorf Rússa til stríðsins því fólkið veit að það geti endað í fangelsi. Það svarar frekar á þann hátt sem tryggir öryggi þeirra þrátt fyrir að hafa aðra skoðun. Þetta er þeirra leið til að lifa af.“ En hvernig lítur framtíðin út hjá Andrei sem íslenskur ríkisborgari? „Í fullri einlægni þá hef ég engin stórkostleg áform því ég er ennþá bara að reyna að melta þessar fréttir og ég held að það muni taka mig nokkra daga að fyllilega átta mig á þeim. En almennt séð þá mun ég reyna að einbeita mér að flugblogg.is og reyna að styðja við íslenskan flugiðnað. Margir erlendis frá líta á bloggið sem dyr að heimi íslenska flugheimsins vegna þess að ég skrifa á ensku. Og auðvitað, nú þegar Ísland er líka orðið mitt land mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að stuðla að velsæld þess.“ Stuðningur við Úkraínumenn sé þá orðinn órjúfanlegur hluti af lífi Andreis og þannig verði það þangað til stríðið líður undir lok. „Þetta er það eina sem ég get gert. Ég mun halda áfram að hjálpa Úkraínumönnum, Rússum og Hvítrússum sem eru andvígir stríðinu og auðvitað flóttafólki frá Úkraínu og ég mun gera mitt allra besta.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Alþingi Úkraína Tengdar fréttir Rússar á Íslandi mótmæltu við sendiráðið Rússar sem búsettir eru á Íslandi komu saman við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag til að mótmæla brotum gegn mannréttindum og tjáningarfrelsi í Rússlandi. 6. febrúar 2021 23:59 Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Mannréttindi og mannslíf mikilvægari en „pólitískar fantasíur gamals manns“ Á sama tíma og Rússar halda uppi hörðum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á óbreytta borgara í austur Úkraínu fagna þeir því að 32 ár eru liðin í dag frá stofnun rússneska sambandsríkisins. Rússneskir ríkisborgarar komu saman við rússneska sendiráðið til að mótmæla valdastjórn Pútíns í tilefni dagsins en sterkustu vopnin eru á þessum tíma orðin. 12. júní 2022 21:20 Óskað eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar Undirskriftasöfnun er farin af stað þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld gefi hinum hvítrússnesku Alinu Kolyuzhnaya og Dariu Novitskaya leyfi til að dvelja áfram á Íslandi. 8. maí 2022 15:36 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
„Í fullri hreinskilni þá er ég enn í vægu áfalli eftir að hafa frétt þetta. Ég bjóst auðvitað ekki við þessu þrátt fyrir að hafa reynt að öðlast ríkisborgararétt á síðasta ári,“ segir Andrei í samtali við fréttastofu þegar hann var spurður út í líðan sína við þessi tímamót. Andrei hefur dvalið á íslandi frá 2016. Hann er blaðamaður sem sérhæfir sig í umfjöllun um flugmál og heldur til að mynda úti blogginu flugblogg.is. Hann hafði alltaf í hyggju að snúa aftur heim til Rússlands. Upphaflega varð hann forvitinn um íslenska þjóð þegar hann komst að því að „áhugavert fólk byggi á þessu litla landi í norðri“ og að fjölmargir deildu með honum ástríðu og áhuga á flugmálum. En það sem átti að vera stutt stopp varð að lengri dvöl og nú ríkisborgararétti því innrás Rússa í Úkraínu fyrir rúmu ári breytti öllu og sneri lífi hans á hvolf. Hann hefur opinberlega verið einarður í afstöðu sinni til innrásarinnar og nýtt hvert tækifæri til að fordæma hana. Hann hefur haldið ræður á mótmælafundum og stutt dyggilega við Úkraínumenn. Frá innrás hefur hann lifað í ótta við að vera sendur aftur til Rússlands eftir að hafa lýst skoðunum sínum á rússneskum stjórnvöldum opinskátt í fjölmiðlum og í almannarýminu. „Ástandið í Rússlandi er afar hættulegt borgunum og alveg sérstaklega þeim sem fylgja ekki ríkisstefnunni um að vera fjandsamleg nágrönnum okkar. Ef ég yrði sendur þangað myndi það ekki aftra mér frá því að halda skoðunum mínum á lofti en samkvæmt rússneskum lögum eru þær glæpur í dag. Ég yrði að öllum líkindum handtekinn áður en liði á löngu en viðurlög við slíkum glæpum eru ströng. Fólk getur lent í fangelsi í allt að fimmtán ár, sem er jafnvel þyngri dómur en er fyrir morð. Auðvitað væri það mér ómögulegt að lifa þar í frelsi.“ Andrei segir að viðbrögð Rússa við neikvæðri afstöðu hans til stríðsins hafa verið æði misjöfn. Hann fái stuðning í formi einkaskilaboða á samfélagsmiðlum en síður í opinberum ummælakerfum við stöðuuppfærslur á sömu miðlum. „Vegna þess að ef þú sýnir stuðning á samfélagsmiðlum þá getur það verið notað gegn þér af lögreglu sem fylgist með fjölmörgum samfélagsmiðlareikningum Rússa. Þeir nota meira að segja sérstakt kerfi til þess“. Umræddir einstaklingar geti átt á hættu að fá sekt eða hreinlega verið handteknir. „Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að við sjáum allar þessar skoðanakannanir um jákvætt viðhorf Rússa til stríðsins því fólkið veit að það geti endað í fangelsi. Það svarar frekar á þann hátt sem tryggir öryggi þeirra þrátt fyrir að hafa aðra skoðun. Þetta er þeirra leið til að lifa af.“ En hvernig lítur framtíðin út hjá Andrei sem íslenskur ríkisborgari? „Í fullri einlægni þá hef ég engin stórkostleg áform því ég er ennþá bara að reyna að melta þessar fréttir og ég held að það muni taka mig nokkra daga að fyllilega átta mig á þeim. En almennt séð þá mun ég reyna að einbeita mér að flugblogg.is og reyna að styðja við íslenskan flugiðnað. Margir erlendis frá líta á bloggið sem dyr að heimi íslenska flugheimsins vegna þess að ég skrifa á ensku. Og auðvitað, nú þegar Ísland er líka orðið mitt land mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að stuðla að velsæld þess.“ Stuðningur við Úkraínumenn sé þá orðinn órjúfanlegur hluti af lífi Andreis og þannig verði það þangað til stríðið líður undir lok. „Þetta er það eina sem ég get gert. Ég mun halda áfram að hjálpa Úkraínumönnum, Rússum og Hvítrússum sem eru andvígir stríðinu og auðvitað flóttafólki frá Úkraínu og ég mun gera mitt allra besta.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Alþingi Úkraína Tengdar fréttir Rússar á Íslandi mótmæltu við sendiráðið Rússar sem búsettir eru á Íslandi komu saman við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag til að mótmæla brotum gegn mannréttindum og tjáningarfrelsi í Rússlandi. 6. febrúar 2021 23:59 Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Mannréttindi og mannslíf mikilvægari en „pólitískar fantasíur gamals manns“ Á sama tíma og Rússar halda uppi hörðum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á óbreytta borgara í austur Úkraínu fagna þeir því að 32 ár eru liðin í dag frá stofnun rússneska sambandsríkisins. Rússneskir ríkisborgarar komu saman við rússneska sendiráðið til að mótmæla valdastjórn Pútíns í tilefni dagsins en sterkustu vopnin eru á þessum tíma orðin. 12. júní 2022 21:20 Óskað eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar Undirskriftasöfnun er farin af stað þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld gefi hinum hvítrússnesku Alinu Kolyuzhnaya og Dariu Novitskaya leyfi til að dvelja áfram á Íslandi. 8. maí 2022 15:36 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Rússar á Íslandi mótmæltu við sendiráðið Rússar sem búsettir eru á Íslandi komu saman við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag til að mótmæla brotum gegn mannréttindum og tjáningarfrelsi í Rússlandi. 6. febrúar 2021 23:59
Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02
Mannréttindi og mannslíf mikilvægari en „pólitískar fantasíur gamals manns“ Á sama tíma og Rússar halda uppi hörðum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á óbreytta borgara í austur Úkraínu fagna þeir því að 32 ár eru liðin í dag frá stofnun rússneska sambandsríkisins. Rússneskir ríkisborgarar komu saman við rússneska sendiráðið til að mótmæla valdastjórn Pútíns í tilefni dagsins en sterkustu vopnin eru á þessum tíma orðin. 12. júní 2022 21:20
Óskað eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar Undirskriftasöfnun er farin af stað þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld gefi hinum hvítrússnesku Alinu Kolyuzhnaya og Dariu Novitskaya leyfi til að dvelja áfram á Íslandi. 8. maí 2022 15:36