Í tilefni dagsins Birna Einarsdóttir skrifar 8. mars 2023 13:31 Það var hálf einmanalegt í hinu svokallaða „Félagi kvenna í Kauphöllinni“ í júní 2021 þegar bankinn var skráður á markað. Þó dró fljótt til tíðinda og á tæplega tveimur árum hafa bæst við þrjár öflugar konur í stöður forstjóra hjá skráðum félögum. Í dag, þegar við höldum upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna, er ágætt að minna sig á hvert við erum komin og hvert við stefnum. Þó okkur kvenforstjórum fari fjölgandi er hlutfallið samt aðeins 13% og hlutföllin eru enn víða mjög skökk. Hér er um að ræða kunnuglega sögu, tvö skref áfram og eitt aftur á bak. Konur eru í dag um 30% af eigendum skráðra hlutabréfa og við skráningu bankans sáum við það hlutfall vera 36%. Um 29% framkvæmdastjóra skráðra félaga eru konur og 10% stjórnarformanna eru konur. Það er því enn mikið verk að vinna. En hvers vegna skiptir þetta máli? Fyrirtæki um allan heim hafa sett sjálfbærni á dagskrá og jafnréttismálin eru hluti af því. Það þýðir að stjórnendur sjái fram á betri rekstur og eftirsóttari vinnustaði með sjálfbærni að leiðarljósi. Við sjáum fyrirtæki taka frekari skref er varða þátttöku allra, sem er mjög jákvætt. Með áherslu á fjölbreytni í efri lögum fyrirtækja aukast líkur á að sú fjölbreytni hafi áhrif í öll mengi fyrirtækjanna og það höfum við séð hjá Íslandsbanka. Við ræðum þessi mál í framkvæmdastjórn, en ánægjulegust eru samtöl okkar við birgja og viðskiptavini og að fá jákvæð viðbrögð við þeim – því í langflestum tilvikum fagna samstarfsaðilar okkar samtalinu. Í gegnum fræðslu bankans höfum við einnig rætt jafnréttismál með margvíslegum hætti og hafa yfir 2.000 gestir mætt á slíka fundi svo ekki skortir áhugann. Sérstaklega er áhuginn áberandi þegar við ræðum um konur og fjárfestingar enda mikilvægt að efla konur til fjárfestinga. Með þessum hætti erum við sannarlega hreyfiafl til góðra verka. Við sjáum líka í mælingum að sífellt fleiri viðskiptavinir telja sjálfbærnimál almennt skipta meira máli, sem er mikið fagnaðarefni og gaman að sjá fyrirtæki senda skýr samfélagsskilaboð samhliða uppgjörsefni.Einhverjir kunna að telja það koma niður á hlutverki fyrirtækja að skila góðri afkomu að setja sjálfbærnimál á dagskrá. Við teljum því öfugt farið og látum okkar tölur tala sínu máli þegar við fögnum góðu rekstrarári 2022. Okkar vegferð er að byrja og við leitum stöðugt leiða til að bæta okkur og ræðum það reglulega við starfsfólk bankans. Við verðum þrátt fyrir allt að geta talað um hlutina þó við séum ekki fullkomin. Von mín er að fjölbreytt forysta komi til með að endurspegla fjölbreyttar áherslur fyrirtækja og við leyfum okkur að berjast fyrir litlum sem stórum málum í daglegum ákvörðunum. Bjartsýn hlakka ég til að drekka kaffi með fjölmennari hóp „Félags kvenna í Kauphöllinni.“ Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Íslandsbanki Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Það var hálf einmanalegt í hinu svokallaða „Félagi kvenna í Kauphöllinni“ í júní 2021 þegar bankinn var skráður á markað. Þó dró fljótt til tíðinda og á tæplega tveimur árum hafa bæst við þrjár öflugar konur í stöður forstjóra hjá skráðum félögum. Í dag, þegar við höldum upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna, er ágætt að minna sig á hvert við erum komin og hvert við stefnum. Þó okkur kvenforstjórum fari fjölgandi er hlutfallið samt aðeins 13% og hlutföllin eru enn víða mjög skökk. Hér er um að ræða kunnuglega sögu, tvö skref áfram og eitt aftur á bak. Konur eru í dag um 30% af eigendum skráðra hlutabréfa og við skráningu bankans sáum við það hlutfall vera 36%. Um 29% framkvæmdastjóra skráðra félaga eru konur og 10% stjórnarformanna eru konur. Það er því enn mikið verk að vinna. En hvers vegna skiptir þetta máli? Fyrirtæki um allan heim hafa sett sjálfbærni á dagskrá og jafnréttismálin eru hluti af því. Það þýðir að stjórnendur sjái fram á betri rekstur og eftirsóttari vinnustaði með sjálfbærni að leiðarljósi. Við sjáum fyrirtæki taka frekari skref er varða þátttöku allra, sem er mjög jákvætt. Með áherslu á fjölbreytni í efri lögum fyrirtækja aukast líkur á að sú fjölbreytni hafi áhrif í öll mengi fyrirtækjanna og það höfum við séð hjá Íslandsbanka. Við ræðum þessi mál í framkvæmdastjórn, en ánægjulegust eru samtöl okkar við birgja og viðskiptavini og að fá jákvæð viðbrögð við þeim – því í langflestum tilvikum fagna samstarfsaðilar okkar samtalinu. Í gegnum fræðslu bankans höfum við einnig rætt jafnréttismál með margvíslegum hætti og hafa yfir 2.000 gestir mætt á slíka fundi svo ekki skortir áhugann. Sérstaklega er áhuginn áberandi þegar við ræðum um konur og fjárfestingar enda mikilvægt að efla konur til fjárfestinga. Með þessum hætti erum við sannarlega hreyfiafl til góðra verka. Við sjáum líka í mælingum að sífellt fleiri viðskiptavinir telja sjálfbærnimál almennt skipta meira máli, sem er mikið fagnaðarefni og gaman að sjá fyrirtæki senda skýr samfélagsskilaboð samhliða uppgjörsefni.Einhverjir kunna að telja það koma niður á hlutverki fyrirtækja að skila góðri afkomu að setja sjálfbærnimál á dagskrá. Við teljum því öfugt farið og látum okkar tölur tala sínu máli þegar við fögnum góðu rekstrarári 2022. Okkar vegferð er að byrja og við leitum stöðugt leiða til að bæta okkur og ræðum það reglulega við starfsfólk bankans. Við verðum þrátt fyrir allt að geta talað um hlutina þó við séum ekki fullkomin. Von mín er að fjölbreytt forysta komi til með að endurspegla fjölbreyttar áherslur fyrirtækja og við leyfum okkur að berjast fyrir litlum sem stórum málum í daglegum ákvörðunum. Bjartsýn hlakka ég til að drekka kaffi með fjölmennari hóp „Félags kvenna í Kauphöllinni.“ Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun