Valli flatbaka segir skilið við Flatbökuna Máni Snær Þorláksson skrifar 7. mars 2023 16:10 Valli flatbaka mun standa síðustu vaktina í mars. Eftir það verður hann Valli indican. Instagram Valgeir Gunnlaugsson hefur verið þekktur sem Valli flatbaka síðan hann stofnaði pizzustaðinn Íslensku flatbökuna. Nú verður þó breyting þar á þar sem Valgeir hefur selt reksturinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgeiri. Í henni kemur fram að nýir eigendur, athafna- og veitingamennirnir Páll Ágúst Aðalheiðarson og Hafþór Rúnar Sigurðsson, muni taka við rekstrinum í lok mánaðarins. Þetta verður ekki þeirra fyrsta ródeó í pizzubakstri þar sem þeir hafa rekið saman matarvagninn PopUp Pizza. Átta ár eru liðin síðan Valli stofnaði Íslensku flatbökuna. Hann segir að ástæðan fyrir sölunni sé sú að hann er að einbeita sér meira að rekstrinum á öðrum veitingastaði sem er í hans eigu, Indican. „Flatbakan er barnið mitt sem ég hef nært og gefið alla mína athygli og orku síðastliðin 8 ár. Það hefur gengið vel og ég er virkilega þakklátur fyrir það. En uppá síðkastið hef ég þurft að sinna hinu barninu mínu sem er indican og öll mín orka og athygli fer í það núna ásamt öðrum verkefnum. Mér fannst því vera kominn tími á að rétta flatböku kyndilinn áfram,“ er haft eftir Valla í tilkynningunni. Hann segir að sér þyki virkilega vænt um Flatbökuna og því hafi það skipt hann miklu máli að reksturinn færi í réttar hendur. „Ég er búinn að þekkja Pál í mörg ár, hann vann fyrir mig á flatbökunni á sínum tíma og hefur verið spenntur í langan tíma að koma að rekstri flatbökunnar. Ég er sannfærður að Páll og Hafþór muni koma sterkir inn og halda áfram því góða starfi sem ég og mitt frábæra starfsfólk höfum gert hingað til.“ Valli flatbaka ekki lengur Valli flatbaka Sem fyrr segir hefur Valli verið kenndur við Flatbökuna undan farin ár. Hann segir að það sé skrýtin tilfinning að kallast ekki lengur Valli flatbaka. „Ég held ég heiti Valli flatbaka í símaskránni hjá 80% af fólki sem ég þekki. Auðvitað er þetta skrýtin tilfinning. Þetta er nú ekki mikil breyting, Valli flatbaka breytist í Valli indican og í staðinn kemur Palli flatbaka” Þá kemur fram að Valli sé ekki búinn að leggja pizzuspaðann alveg á hilluna. Hann ætlar nefnilega að standa síðustu vaktina á Flatbökunni sunnudaginn 19. mars. „Mig langar að kveðja með stæl og ætla að bjóða allar pizzur á 2500kr og láta 500kr af hverri seldri pizzu renna til góðgerðamála. Að lokum lofar hann að gráta ekki of mikið ofan í pizzur viðskiptavinanna á síðasta deginum sínum. Vistaskipti Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgeiri. Í henni kemur fram að nýir eigendur, athafna- og veitingamennirnir Páll Ágúst Aðalheiðarson og Hafþór Rúnar Sigurðsson, muni taka við rekstrinum í lok mánaðarins. Þetta verður ekki þeirra fyrsta ródeó í pizzubakstri þar sem þeir hafa rekið saman matarvagninn PopUp Pizza. Átta ár eru liðin síðan Valli stofnaði Íslensku flatbökuna. Hann segir að ástæðan fyrir sölunni sé sú að hann er að einbeita sér meira að rekstrinum á öðrum veitingastaði sem er í hans eigu, Indican. „Flatbakan er barnið mitt sem ég hef nært og gefið alla mína athygli og orku síðastliðin 8 ár. Það hefur gengið vel og ég er virkilega þakklátur fyrir það. En uppá síðkastið hef ég þurft að sinna hinu barninu mínu sem er indican og öll mín orka og athygli fer í það núna ásamt öðrum verkefnum. Mér fannst því vera kominn tími á að rétta flatböku kyndilinn áfram,“ er haft eftir Valla í tilkynningunni. Hann segir að sér þyki virkilega vænt um Flatbökuna og því hafi það skipt hann miklu máli að reksturinn færi í réttar hendur. „Ég er búinn að þekkja Pál í mörg ár, hann vann fyrir mig á flatbökunni á sínum tíma og hefur verið spenntur í langan tíma að koma að rekstri flatbökunnar. Ég er sannfærður að Páll og Hafþór muni koma sterkir inn og halda áfram því góða starfi sem ég og mitt frábæra starfsfólk höfum gert hingað til.“ Valli flatbaka ekki lengur Valli flatbaka Sem fyrr segir hefur Valli verið kenndur við Flatbökuna undan farin ár. Hann segir að það sé skrýtin tilfinning að kallast ekki lengur Valli flatbaka. „Ég held ég heiti Valli flatbaka í símaskránni hjá 80% af fólki sem ég þekki. Auðvitað er þetta skrýtin tilfinning. Þetta er nú ekki mikil breyting, Valli flatbaka breytist í Valli indican og í staðinn kemur Palli flatbaka” Þá kemur fram að Valli sé ekki búinn að leggja pizzuspaðann alveg á hilluna. Hann ætlar nefnilega að standa síðustu vaktina á Flatbökunni sunnudaginn 19. mars. „Mig langar að kveðja með stæl og ætla að bjóða allar pizzur á 2500kr og láta 500kr af hverri seldri pizzu renna til góðgerðamála. Að lokum lofar hann að gráta ekki of mikið ofan í pizzur viðskiptavinanna á síðasta deginum sínum.
Vistaskipti Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira