Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2023 13:52 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segir að hugur sinn sé hjá manninum og fjölskyldu hans. egill aðalsteinsson Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. Manninum var tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. Líkt og við fjölluðum um í kvöldfréttum okkar í gær tók málið fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. Í svari frá flugfélaginu Erni til fréttastofu segist félagið harma atvikið og segir að allt hafi verið reynt til að koma manninum til Svíþjóðar í tæka tíð. Ekkert samkomulag sé hins vegar um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. „Við erum með samninga við þessa tvo aðila um að þetta flug njóti algjörs forgangs fram yfir allt annað flug sem þessir aðilar standa fyrir en í þessu tilfelli fékkst bara ekki mannskapur til þess að manna þetta,“ sagði Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands í kvöldfréttum í gær. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. „Það er leitað til allra þeirra aðila sem eru þarna undir, þessir fjórir aðilar. Því miður tókst ekki að finna lausn hjá neinum þessum aðilum. Við vitum það líka að það var leitað eftir því að fá flugvél erlendis frá en það tókst heldur ekki,“ sagði Sigurður. Grafalvarlegt mál Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis segir að tryggja þurfi að svona gerist aldrei aftur. „Fyrst og fremst er þetta hræðilegt fyrir viðkomandi og fjölskyldu hans. Hugur minn er hjá þeim. Það er augljóst af þessu sorglega dæmi að það þarf að gera betri samninga sem halda í svona neyðartilfellum. Það er augljóst að stjórnvöld þurfa að taka sig á þarna. Svona lagað má ekki endurtaka sig. Þetta er grafalvarlegt mál og við erum ekki svo fátæk að við getum ekki gert samning sem á að grípa fólk í svona aðstæðum.“ Samningarnir haldi greinilega ekki Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér samninga við erlenda aðila eða bakvaktir hér á landi segir hún að eina sem skipti máli sé að gerðir séu samningar sem halda við þessar aðstæður. „Hvort sem það er við erlenda aðila eða hér á landi. Þessir samningar sem nú eru í gildi gera það greinilega ekki og úr því verður að bæta.“ Sjúkraflutningar Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Manninum var tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. Líkt og við fjölluðum um í kvöldfréttum okkar í gær tók málið fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. Í svari frá flugfélaginu Erni til fréttastofu segist félagið harma atvikið og segir að allt hafi verið reynt til að koma manninum til Svíþjóðar í tæka tíð. Ekkert samkomulag sé hins vegar um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. „Við erum með samninga við þessa tvo aðila um að þetta flug njóti algjörs forgangs fram yfir allt annað flug sem þessir aðilar standa fyrir en í þessu tilfelli fékkst bara ekki mannskapur til þess að manna þetta,“ sagði Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands í kvöldfréttum í gær. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. „Það er leitað til allra þeirra aðila sem eru þarna undir, þessir fjórir aðilar. Því miður tókst ekki að finna lausn hjá neinum þessum aðilum. Við vitum það líka að það var leitað eftir því að fá flugvél erlendis frá en það tókst heldur ekki,“ sagði Sigurður. Grafalvarlegt mál Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis segir að tryggja þurfi að svona gerist aldrei aftur. „Fyrst og fremst er þetta hræðilegt fyrir viðkomandi og fjölskyldu hans. Hugur minn er hjá þeim. Það er augljóst af þessu sorglega dæmi að það þarf að gera betri samninga sem halda í svona neyðartilfellum. Það er augljóst að stjórnvöld þurfa að taka sig á þarna. Svona lagað má ekki endurtaka sig. Þetta er grafalvarlegt mál og við erum ekki svo fátæk að við getum ekki gert samning sem á að grípa fólk í svona aðstæðum.“ Samningarnir haldi greinilega ekki Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér samninga við erlenda aðila eða bakvaktir hér á landi segir hún að eina sem skipti máli sé að gerðir séu samningar sem halda við þessar aðstæður. „Hvort sem það er við erlenda aðila eða hér á landi. Þessir samningar sem nú eru í gildi gera það greinilega ekki og úr því verður að bæta.“
Sjúkraflutningar Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34