Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2023 13:52 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segir að hugur sinn sé hjá manninum og fjölskyldu hans. egill aðalsteinsson Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. Manninum var tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. Líkt og við fjölluðum um í kvöldfréttum okkar í gær tók málið fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. Í svari frá flugfélaginu Erni til fréttastofu segist félagið harma atvikið og segir að allt hafi verið reynt til að koma manninum til Svíþjóðar í tæka tíð. Ekkert samkomulag sé hins vegar um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. „Við erum með samninga við þessa tvo aðila um að þetta flug njóti algjörs forgangs fram yfir allt annað flug sem þessir aðilar standa fyrir en í þessu tilfelli fékkst bara ekki mannskapur til þess að manna þetta,“ sagði Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands í kvöldfréttum í gær. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. „Það er leitað til allra þeirra aðila sem eru þarna undir, þessir fjórir aðilar. Því miður tókst ekki að finna lausn hjá neinum þessum aðilum. Við vitum það líka að það var leitað eftir því að fá flugvél erlendis frá en það tókst heldur ekki,“ sagði Sigurður. Grafalvarlegt mál Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis segir að tryggja þurfi að svona gerist aldrei aftur. „Fyrst og fremst er þetta hræðilegt fyrir viðkomandi og fjölskyldu hans. Hugur minn er hjá þeim. Það er augljóst af þessu sorglega dæmi að það þarf að gera betri samninga sem halda í svona neyðartilfellum. Það er augljóst að stjórnvöld þurfa að taka sig á þarna. Svona lagað má ekki endurtaka sig. Þetta er grafalvarlegt mál og við erum ekki svo fátæk að við getum ekki gert samning sem á að grípa fólk í svona aðstæðum.“ Samningarnir haldi greinilega ekki Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér samninga við erlenda aðila eða bakvaktir hér á landi segir hún að eina sem skipti máli sé að gerðir séu samningar sem halda við þessar aðstæður. „Hvort sem það er við erlenda aðila eða hér á landi. Þessir samningar sem nú eru í gildi gera það greinilega ekki og úr því verður að bæta.“ Sjúkraflutningar Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Manninum var tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. Líkt og við fjölluðum um í kvöldfréttum okkar í gær tók málið fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. Í svari frá flugfélaginu Erni til fréttastofu segist félagið harma atvikið og segir að allt hafi verið reynt til að koma manninum til Svíþjóðar í tæka tíð. Ekkert samkomulag sé hins vegar um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. „Við erum með samninga við þessa tvo aðila um að þetta flug njóti algjörs forgangs fram yfir allt annað flug sem þessir aðilar standa fyrir en í þessu tilfelli fékkst bara ekki mannskapur til þess að manna þetta,“ sagði Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands í kvöldfréttum í gær. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. „Það er leitað til allra þeirra aðila sem eru þarna undir, þessir fjórir aðilar. Því miður tókst ekki að finna lausn hjá neinum þessum aðilum. Við vitum það líka að það var leitað eftir því að fá flugvél erlendis frá en það tókst heldur ekki,“ sagði Sigurður. Grafalvarlegt mál Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis segir að tryggja þurfi að svona gerist aldrei aftur. „Fyrst og fremst er þetta hræðilegt fyrir viðkomandi og fjölskyldu hans. Hugur minn er hjá þeim. Það er augljóst af þessu sorglega dæmi að það þarf að gera betri samninga sem halda í svona neyðartilfellum. Það er augljóst að stjórnvöld þurfa að taka sig á þarna. Svona lagað má ekki endurtaka sig. Þetta er grafalvarlegt mál og við erum ekki svo fátæk að við getum ekki gert samning sem á að grípa fólk í svona aðstæðum.“ Samningarnir haldi greinilega ekki Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér samninga við erlenda aðila eða bakvaktir hér á landi segir hún að eina sem skipti máli sé að gerðir séu samningar sem halda við þessar aðstæður. „Hvort sem það er við erlenda aðila eða hér á landi. Þessir samningar sem nú eru í gildi gera það greinilega ekki og úr því verður að bæta.“
Sjúkraflutningar Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34