Ferðaþjónustan og sjálfbær framtíð Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Sævar Kristinsson skrifa 6. mars 2023 13:01 Um síðustu áramót gerðu KPMG, Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar árlega viðhorfskönnun meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Er þetta fimmta árið í röð sem þessi könnun er gerð. Helstu þættir sem spurt er um tengjast stöðu og horfum fyrirtækjanna í greininni, helstu áherslum og tækifærum í starfsemi þeirra í nánustu framtíð auk ýmissa annarra þátta eins og nýsköpun, sjálfbærni og mannauðsmálum. Bjartsýni ríkir en fjárhagsstaðan þröng Í nýjustu könnuninni sem kynnt var á Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar fyrir skömmu kemur í ljós að almenn bjartsýni ríki í greininni, eftir erfið ár sem mörkuðust af ferðatakmörkunum vegna COVID-19. Viðspyrnan er kröftugri en margir þorðu að vona, enda hafa farþegatölur til Íslands vaxið hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það er ljóst að greinin er enn mjög skuldsett og þó að flestir svarenda segi að það gangi nokkuð vel að greiða niður stuðningslán stjórnvalda, þá eru almennt áhyggjur af fjárhagsstöðu greinarinnar. Það má greina á því að 59% svarenda segja að skuldastaða fyrirtækja muni vaxa eða haldast óbreytt á næstu árum. Eins eru nokkrar áhyggjur af kjarasamningum, en 37% þátttakenda sögðu að þeir legðust beinlínis illa í þau. Samkvæmt könnuninni eru þau mál sem skipta fyrirtæki í ferðaþjónustu mestu máli um þessar mundir aðallega kjaramál, gengismál og aðgengi að starfsfólki. Eins skiptir vaxtakostnaður meira máli nú en áður og fyrirtækjum er umhugað um að ná fram hagræðingu í rekstri. Allt gengur þetta út á að styrkja reksturinn til að gera fyrirtækjunum kleyft að standa undir aukinni skuldsetningu vegna heimsfaraldursins. Val markhópa og aukin tekjusköpun Í könnuninni spurðum við einnig um tækifæri og áskoranir sem blasa við ferðaþjónustufyrirtækjum til framtíðar. Helstu tækifærin að mati þátttakenda í könnuninni felast í því að sækjast eftir gestum sem stoppa lengur og skilja meira eftir sig. Eins lögðu fyrirtækin mikla áherslu á að nýta betur innviði landsins með því að ná meiri dreifingu ferðafólks um landið og eins innan ársins, t.d. með aukinni vetrarferðamennsku. Þegar horft er til langs tíma vilja ferðaþjónustufyrirtæki leggja aukna áherslu á sjálfbærni og verndun náttúrunnar. Stór hluti þátttakenda taldi helstu ógnun til framtíðar geta falist í of miklum ágangi ferðamanna, svokölluðum massatúrisma. Framtíðin felst í sjálfbærni Hér er aðeins stiklað á stóru um helstu niðurstöður könnunarinnar. En þær gefa til kynna að ferðaþjónustufyrirtæki þurfi á næstu misserum að ná meiri framlegð úr rekstrinum með aukinni hagkvæmni og hærri verðum, til að greiða niður skuldir og ná stöðugleika í rekstri. Mikil tækifæri felast í því að ná til betur hugsandi ferðamanna frá mörkuðum í Evrópu sem og Bandaríkjunum og Asíu á næstu árum og tryggja að greinin nái að nýta þá innviði sem til staðar eru. Með betur hugsandi ferðamönnum erum við að vísa til markhóps sem þekkir mikilvægi þess að ganga vel um umhverfi og náttúru og leytast við að skilja sem mest eftir sig af jákvæðum vistsporum á sem lengstum tíma. Til að ná markmiðum okkar um sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu til framtíðar þarf að leggja áframhaldandi áherslu á aukna ferðaþjónustu utan háannar og eins að jafnari dreifingu ferðafólks á landsbyggðinni. Á sama tíma er nauðsynlegt að Ísland nái að marka sér frekari sess sem sjálfbær áfangastaður og laða til sín gesti sem leggja áherslu á sjálfbærni. Á Nýársmálstofunni var talað sérstaklega um að höfða til gesta sem hafi áhuga á að skilja við áfangastaðinn Ísland í jafngóðu eða betra ásigkomulagi en þegar þau komu til okkar. Þannig getum við skapað auðgandi ferðaþjónustu þar sem við göngum ekki á auðlindirnar okkar til framtíðar, hvort sem þær eru félagslegar, umhverfislegar eða fjárhagslegar. Með því að efla ferðaþjónustuna um land allt erum við að auka fjölbreyttara atvinnulíf og styrkja með því samfélög og byggðir. Á fundinum kynnti ráðherra ferðamála, Lilja Dögg Alfreðsdóttir uppfærslu á stefnuramma fyrir ferðaþjónustuna til 2030 þar sem framtíðarsýnin er sú að Ísland ætli sér að vera leiðandi í sjálfbærni. Í uppfærslu stefnurammans liggur fyrir að leggja til og fjármagna aðgerðaáætlun til að styðja við stefnuna og eru þar fólgin gríðarlega mikil og stór tækifær fyrir íslenska ferðaþjónustu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans og Sævar Kristinsson er sérfræðingur og ráðgjafi hjá KPMG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Um síðustu áramót gerðu KPMG, Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar árlega viðhorfskönnun meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Er þetta fimmta árið í röð sem þessi könnun er gerð. Helstu þættir sem spurt er um tengjast stöðu og horfum fyrirtækjanna í greininni, helstu áherslum og tækifærum í starfsemi þeirra í nánustu framtíð auk ýmissa annarra þátta eins og nýsköpun, sjálfbærni og mannauðsmálum. Bjartsýni ríkir en fjárhagsstaðan þröng Í nýjustu könnuninni sem kynnt var á Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar fyrir skömmu kemur í ljós að almenn bjartsýni ríki í greininni, eftir erfið ár sem mörkuðust af ferðatakmörkunum vegna COVID-19. Viðspyrnan er kröftugri en margir þorðu að vona, enda hafa farþegatölur til Íslands vaxið hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það er ljóst að greinin er enn mjög skuldsett og þó að flestir svarenda segi að það gangi nokkuð vel að greiða niður stuðningslán stjórnvalda, þá eru almennt áhyggjur af fjárhagsstöðu greinarinnar. Það má greina á því að 59% svarenda segja að skuldastaða fyrirtækja muni vaxa eða haldast óbreytt á næstu árum. Eins eru nokkrar áhyggjur af kjarasamningum, en 37% þátttakenda sögðu að þeir legðust beinlínis illa í þau. Samkvæmt könnuninni eru þau mál sem skipta fyrirtæki í ferðaþjónustu mestu máli um þessar mundir aðallega kjaramál, gengismál og aðgengi að starfsfólki. Eins skiptir vaxtakostnaður meira máli nú en áður og fyrirtækjum er umhugað um að ná fram hagræðingu í rekstri. Allt gengur þetta út á að styrkja reksturinn til að gera fyrirtækjunum kleyft að standa undir aukinni skuldsetningu vegna heimsfaraldursins. Val markhópa og aukin tekjusköpun Í könnuninni spurðum við einnig um tækifæri og áskoranir sem blasa við ferðaþjónustufyrirtækjum til framtíðar. Helstu tækifærin að mati þátttakenda í könnuninni felast í því að sækjast eftir gestum sem stoppa lengur og skilja meira eftir sig. Eins lögðu fyrirtækin mikla áherslu á að nýta betur innviði landsins með því að ná meiri dreifingu ferðafólks um landið og eins innan ársins, t.d. með aukinni vetrarferðamennsku. Þegar horft er til langs tíma vilja ferðaþjónustufyrirtæki leggja aukna áherslu á sjálfbærni og verndun náttúrunnar. Stór hluti þátttakenda taldi helstu ógnun til framtíðar geta falist í of miklum ágangi ferðamanna, svokölluðum massatúrisma. Framtíðin felst í sjálfbærni Hér er aðeins stiklað á stóru um helstu niðurstöður könnunarinnar. En þær gefa til kynna að ferðaþjónustufyrirtæki þurfi á næstu misserum að ná meiri framlegð úr rekstrinum með aukinni hagkvæmni og hærri verðum, til að greiða niður skuldir og ná stöðugleika í rekstri. Mikil tækifæri felast í því að ná til betur hugsandi ferðamanna frá mörkuðum í Evrópu sem og Bandaríkjunum og Asíu á næstu árum og tryggja að greinin nái að nýta þá innviði sem til staðar eru. Með betur hugsandi ferðamönnum erum við að vísa til markhóps sem þekkir mikilvægi þess að ganga vel um umhverfi og náttúru og leytast við að skilja sem mest eftir sig af jákvæðum vistsporum á sem lengstum tíma. Til að ná markmiðum okkar um sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu til framtíðar þarf að leggja áframhaldandi áherslu á aukna ferðaþjónustu utan háannar og eins að jafnari dreifingu ferðafólks á landsbyggðinni. Á sama tíma er nauðsynlegt að Ísland nái að marka sér frekari sess sem sjálfbær áfangastaður og laða til sín gesti sem leggja áherslu á sjálfbærni. Á Nýársmálstofunni var talað sérstaklega um að höfða til gesta sem hafi áhuga á að skilja við áfangastaðinn Ísland í jafngóðu eða betra ásigkomulagi en þegar þau komu til okkar. Þannig getum við skapað auðgandi ferðaþjónustu þar sem við göngum ekki á auðlindirnar okkar til framtíðar, hvort sem þær eru félagslegar, umhverfislegar eða fjárhagslegar. Með því að efla ferðaþjónustuna um land allt erum við að auka fjölbreyttara atvinnulíf og styrkja með því samfélög og byggðir. Á fundinum kynnti ráðherra ferðamála, Lilja Dögg Alfreðsdóttir uppfærslu á stefnuramma fyrir ferðaþjónustuna til 2030 þar sem framtíðarsýnin er sú að Ísland ætli sér að vera leiðandi í sjálfbærni. Í uppfærslu stefnurammans liggur fyrir að leggja til og fjármagna aðgerðaáætlun til að styðja við stefnuna og eru þar fólgin gríðarlega mikil og stór tækifær fyrir íslenska ferðaþjónustu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans og Sævar Kristinsson er sérfræðingur og ráðgjafi hjá KPMG.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun