Tómas og Dendi stefna á að gefa öllum nemendum í Taksindu flíspeysu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2023 17:08 Vinstri: Tómas og Dendi á tindi Kala Patarr með Dendi. Everestfjall í baksýn. Hægri: Börn og kennarar í Nepal í peysum sem þeir félagar söfnuðu. Aðsend Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson stóð nýverið fyrir söfnun til styrktar fátækum og munaðarlausum börnum í Taksindu í Nepal ásamt Íslandsvininum og sjerpanum Dendi. Á föstudag fengu sjötíu börn og tuttugu kennarar afhentar flíspeysur og yfir tvö hundruð nemar fengu skólabækur og penna. Vinirnir stefna á gefa öllum nemendum þorpsins peysur, en mjög kalt er í Nepal um þessar mundir og lítið hægt að kynda. Sjerpinn Dendi hefur aðstoðað hátt í þrjú hundruð íslendinga við fjallmennsku í Nepal og fylgt fjölmörgum upp í grunnbúðir Everest. Haraldur Örn Ólafsson, Vilborg Arna Gissurardóttir og John Snorri Sigurjónsson eru meðal þeirra sem hann hefur aðstoðað. Dendi og hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson eru góðir vinir en Tómas er annálaður áhugamaður um fjallaklifur og hefur klifið mörg hæstu fjöll heims. Tómas og Dendi hafa verið vinir í nokkur ár.Aðsend Í september á síðasta ári voru þeir félagar á ferðalagi í Nepal. „Þar opnaðist landið fyrir mér, ekki bara fjöllin heldur heimsóttum við einnig skóla í Kumbudalnum, spítala og heilsugæslustöðvar,“ segir Tómas. Í heimabæ Dendi, Taksindu, vatt ferðalagið upp á sig og þeir ákváðu að stofna til söfnunar. „Það er kalt þarna, þetta er hátt uppi í fjöllunum og í skólunum og á heimilum er mun minna kynt en venjulega þar sem olíuverð hefur rokið upp vegna stríðsins í Úkraínu,“ útskýrði Tómas í samtali við Vísi. Tvö hundruð nepölsk börn fengu afhentar stílabækur og skriffæri.Aðsend Þeir Dendi fengu þá hugmynd að safna fyrir flíspeysum handa börnum í þorpinu. Tómas segir að börnin neyðist til að vera kappklædd í skólanum, séu oft í dúnúlpu innandyra en kvarti þó aldrei. Afhentu níutíu peysur Þegar Dendi kom til Íslands í desember settu félagarnir upp fyrirlestra til styrktar verkefninu. Aðgangseyrir var þúsund krónur og rann óskiptur til verkefnisins. Allur ágóði fór í að kaupa flíspeysur en síðar ákváðu þeir að kaupa líka stílabækur og penna þar sem mikil þörf er á slíku. Tómas sagði að í staðinn fyrir að kaupa eða fá fyrirtæki hérlendis til að styrkja verkefnið hafi þeir ákveðið að kaupa flíspeysurnar í Nepal. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun var annarsvegar sú að flutningskostnaður er gríðarlega hár en þeir vildu einnig styrkja innviði í Nepal. Kennarar og börn í flíspeysum sem Tómas og Dendi söfnuðu fyrir.Aðsend Söfnunin gekk vel og bæði einstaklingar og fyrirtæki styrktu verkefnið. Á föstudag voru svo afhentar níutíu flíspeysur til sjötíu barna og tuttugu kennara í skólanum Taksindu Monastery Lama School sem er fyrir munaðarlaus börn. Auk þess fengu yfir tvö hundruð nemendur stílabækur og penna. Allt var þetta merkt íslenska fánanum og vakti mikla lukku. Stefna á að gefa öllum nemendum peysu Tómas og Dendi eru þó hvergi nærri hættir. Þeir stefna nú á að kaupa flíspeysur á alla nemendur í þorpinu Dendli en til þess þurfa þeir að safna 4-500 þúsund krónum. Þá segir Tómas mikla þörf á skólatöskum sem þeir vonast einnig til að geta keypt. „Nepal er eitt af fátækustu löndum heims. Framleiðsla á hvern íbúa er í kringum 1.100 dollarar en 70.000 dollara á íbúa á Íslandi, segir Tómas. „Við erum því klárlega aflögufær, bæði einstaklingar og fyrirtæki.“ Hann segir fólkið í Nepal stálheiðarlegt og afar vinalegt, og því fái allir að kynnast sem ferðast um Nepal. Tómas bendir á að ef fyrirtæki eða einstaklingar hafi áhuga á að styrkja verkefnið er hægt að gera það með því að leggja inn á eftirfarandi reikning: 0137-05-070295, kt. 110165-3829. Fjallamennska Ferðalög Góðverk Nepal Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Sjerpinn Dendi hefur aðstoðað hátt í þrjú hundruð íslendinga við fjallmennsku í Nepal og fylgt fjölmörgum upp í grunnbúðir Everest. Haraldur Örn Ólafsson, Vilborg Arna Gissurardóttir og John Snorri Sigurjónsson eru meðal þeirra sem hann hefur aðstoðað. Dendi og hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson eru góðir vinir en Tómas er annálaður áhugamaður um fjallaklifur og hefur klifið mörg hæstu fjöll heims. Tómas og Dendi hafa verið vinir í nokkur ár.Aðsend Í september á síðasta ári voru þeir félagar á ferðalagi í Nepal. „Þar opnaðist landið fyrir mér, ekki bara fjöllin heldur heimsóttum við einnig skóla í Kumbudalnum, spítala og heilsugæslustöðvar,“ segir Tómas. Í heimabæ Dendi, Taksindu, vatt ferðalagið upp á sig og þeir ákváðu að stofna til söfnunar. „Það er kalt þarna, þetta er hátt uppi í fjöllunum og í skólunum og á heimilum er mun minna kynt en venjulega þar sem olíuverð hefur rokið upp vegna stríðsins í Úkraínu,“ útskýrði Tómas í samtali við Vísi. Tvö hundruð nepölsk börn fengu afhentar stílabækur og skriffæri.Aðsend Þeir Dendi fengu þá hugmynd að safna fyrir flíspeysum handa börnum í þorpinu. Tómas segir að börnin neyðist til að vera kappklædd í skólanum, séu oft í dúnúlpu innandyra en kvarti þó aldrei. Afhentu níutíu peysur Þegar Dendi kom til Íslands í desember settu félagarnir upp fyrirlestra til styrktar verkefninu. Aðgangseyrir var þúsund krónur og rann óskiptur til verkefnisins. Allur ágóði fór í að kaupa flíspeysur en síðar ákváðu þeir að kaupa líka stílabækur og penna þar sem mikil þörf er á slíku. Tómas sagði að í staðinn fyrir að kaupa eða fá fyrirtæki hérlendis til að styrkja verkefnið hafi þeir ákveðið að kaupa flíspeysurnar í Nepal. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun var annarsvegar sú að flutningskostnaður er gríðarlega hár en þeir vildu einnig styrkja innviði í Nepal. Kennarar og börn í flíspeysum sem Tómas og Dendi söfnuðu fyrir.Aðsend Söfnunin gekk vel og bæði einstaklingar og fyrirtæki styrktu verkefnið. Á föstudag voru svo afhentar níutíu flíspeysur til sjötíu barna og tuttugu kennara í skólanum Taksindu Monastery Lama School sem er fyrir munaðarlaus börn. Auk þess fengu yfir tvö hundruð nemendur stílabækur og penna. Allt var þetta merkt íslenska fánanum og vakti mikla lukku. Stefna á að gefa öllum nemendum peysu Tómas og Dendi eru þó hvergi nærri hættir. Þeir stefna nú á að kaupa flíspeysur á alla nemendur í þorpinu Dendli en til þess þurfa þeir að safna 4-500 þúsund krónum. Þá segir Tómas mikla þörf á skólatöskum sem þeir vonast einnig til að geta keypt. „Nepal er eitt af fátækustu löndum heims. Framleiðsla á hvern íbúa er í kringum 1.100 dollarar en 70.000 dollara á íbúa á Íslandi, segir Tómas. „Við erum því klárlega aflögufær, bæði einstaklingar og fyrirtæki.“ Hann segir fólkið í Nepal stálheiðarlegt og afar vinalegt, og því fái allir að kynnast sem ferðast um Nepal. Tómas bendir á að ef fyrirtæki eða einstaklingar hafi áhuga á að styrkja verkefnið er hægt að gera það með því að leggja inn á eftirfarandi reikning: 0137-05-070295, kt. 110165-3829.
Fjallamennska Ferðalög Góðverk Nepal Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira