Hverjir eru mótherjar Vals? Sexfaldir Evrópumeistarar í lægð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2023 07:01 Þýska liðið Göppingen verður mótherji Vals í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. Tom Weller/picture alliance via Getty Images Eftir tveggja marka sigur Vals gegn Svíþjóðarmeisturum Ystad í gær hafnaði liðið í þriðja sæti B-riðils Evrópudeildarinnar í handbolta. Valsmenn eru því á leið í 16-liða úrslit keppninnar þar sem liðið mætir Göppingen frá Þýskalandi, en hvaða lið er Göppingen? Handboltaliðið Göppingen kemur frá samnefndri borg í sunnanverðu Þýskalandi þar sem búa um 60 þúsund manns. Göppingen er iðnaðarborg mitt á milli Frankfurt og München og í borginni eru höfuðstöðvar fyrirtækisins TeamViewer AG, aðalstyrktaraðila enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. En nóg um staðsetningu og starfsemi í Göppingen. Í borginni er rík handboltahefð og ekki er langt síðan liðið var í fremstu röð í evrópskum handbolta. Frá stofnun félagsins hefur Göppingen fagnað þýska meistaratitlinum ellefu sinnum - þar af utandyra í tvígang - og sigri í Evrópukeppni sex sinnum. Fjórir Evróputitlar á sjö árum Gengi Göppingen heima fyrir hefur reyndar ekki verið stórglæsilegt undanfarna áratugi, en félagið varð seinast þýskur meistari árið 1972. Félaginu hefur þó gengið mun betur í Evrópukeppnum undanfarið eftir langa eyðimerkurgöngu. Göppingen vann þáverandi útgáfu af Meistaradeildinni í tvígang árin 1960 og 1962, en gerði svo frábæra hluti í Evrópubikarkeppninni á seinasta áratug þessarar aldar. Á sjö ára tímabili vann Göppingen Evrópubikarkeppnina fjórum sinnum - árin 2011, 2012, 2016 og 2017. Leikmenn Göppingen lyfta titlinum eftir sigur gegn Füchse Berlin í úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handbolta árið 2017.Marijan Murat/picture alliance via Getty Images Oft verið kallað Íslendingalið Við Íslendingar erum fljótir að nefna þau lið sem samlandar okkar leika með Íslendingalið. Göppingen hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar fengið þann stimpil á sig. Þar ber kannski hæst að nefna Geir Hallsteinsson, sem „opnaði leið íslenskra handknattleiksmanna til Vestur-Þýskalands 1973,“ eins og segir í umfjöllun Handbolta.is um vistaskipti Geirs til Göppingen, en hann lék með liðinu tímabilið 1973-1974. Hálf öld er síðan FH-ingurinn Geir Hallsteinsson lék með Göppingen. Þá hafa íslenskir leikmenn á borð við Rúnar Sigtryggsson (1998-2000), Jaliesky Garcia (2003-2009), og Janus Daða Smárason (2020-2022) einnig leikið með liðinu, ásamt Gunnari Einarssyni, sem lék með liðinu á árunum 1975-1979. Gengið heima fyrir ekki upp á marga fiska Eins og áður segir er gengi Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni undanfarna áratugi ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það er ef miðað er við stöðu félagsins um miðja seinustu öld. Liðið hafnaði í fimmta sæti deildarinnar á seinasta tímabili, en það var besti árangur liðsins frá því tímabilið 2014-2015 og á sama tíma jöfnun á besta árangri liðsins á þessari öld. Þrátt fyrir góða frammistöðu í Evrópudeildinni undanfarnar vikur og mánuði er staða Göppingen í þýsku deildinni svo enn verri þetta tímabilið. Liðið situr í 14. sæti deildarinnar með aðeins 12 stig eftir 21 leik, 18 stigum frá Evrópusæti og aðeins sex stigum fyrir ofan fallsvæðið. Það er því ljóst að þrátt fyrir forna frægð félagsins hafi Valsmenn getað lent í mun erfiðari andstæðingum í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Ef Valsliðið spilar jafn vel gegn Göppingen og það gerði í fyrri hálfleik gegn sænsku meisturunum í Ystad í gær verða möguleikarnir á sæti í átta liða úrslitum að teljast nokkuð góðir. Valur og Göppingen eigast við í tveimur leikjum í 16-liða úrslitum, heima og að heiman, síðar í þessum mánuði. Þýska liðið mætir á Hlíðarenda þann 21. mars og seinni leikurinn fer fram á heimavelli Göppingen, EWS Arena, viku síðar. Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25 „Að vera svekktir með að ná ekki öðru sætinu sýnir karakterinn í liðinu“ „Þetta er bara spes tilfinning. Við unnum leikinn, en erum í dauðafæri að vinna þetta með þrem eða meira og ná 2. sætinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. 28. febrúar 2023 20:14 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Handboltaliðið Göppingen kemur frá samnefndri borg í sunnanverðu Þýskalandi þar sem búa um 60 þúsund manns. Göppingen er iðnaðarborg mitt á milli Frankfurt og München og í borginni eru höfuðstöðvar fyrirtækisins TeamViewer AG, aðalstyrktaraðila enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. En nóg um staðsetningu og starfsemi í Göppingen. Í borginni er rík handboltahefð og ekki er langt síðan liðið var í fremstu röð í evrópskum handbolta. Frá stofnun félagsins hefur Göppingen fagnað þýska meistaratitlinum ellefu sinnum - þar af utandyra í tvígang - og sigri í Evrópukeppni sex sinnum. Fjórir Evróputitlar á sjö árum Gengi Göppingen heima fyrir hefur reyndar ekki verið stórglæsilegt undanfarna áratugi, en félagið varð seinast þýskur meistari árið 1972. Félaginu hefur þó gengið mun betur í Evrópukeppnum undanfarið eftir langa eyðimerkurgöngu. Göppingen vann þáverandi útgáfu af Meistaradeildinni í tvígang árin 1960 og 1962, en gerði svo frábæra hluti í Evrópubikarkeppninni á seinasta áratug þessarar aldar. Á sjö ára tímabili vann Göppingen Evrópubikarkeppnina fjórum sinnum - árin 2011, 2012, 2016 og 2017. Leikmenn Göppingen lyfta titlinum eftir sigur gegn Füchse Berlin í úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handbolta árið 2017.Marijan Murat/picture alliance via Getty Images Oft verið kallað Íslendingalið Við Íslendingar erum fljótir að nefna þau lið sem samlandar okkar leika með Íslendingalið. Göppingen hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar fengið þann stimpil á sig. Þar ber kannski hæst að nefna Geir Hallsteinsson, sem „opnaði leið íslenskra handknattleiksmanna til Vestur-Þýskalands 1973,“ eins og segir í umfjöllun Handbolta.is um vistaskipti Geirs til Göppingen, en hann lék með liðinu tímabilið 1973-1974. Hálf öld er síðan FH-ingurinn Geir Hallsteinsson lék með Göppingen. Þá hafa íslenskir leikmenn á borð við Rúnar Sigtryggsson (1998-2000), Jaliesky Garcia (2003-2009), og Janus Daða Smárason (2020-2022) einnig leikið með liðinu, ásamt Gunnari Einarssyni, sem lék með liðinu á árunum 1975-1979. Gengið heima fyrir ekki upp á marga fiska Eins og áður segir er gengi Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni undanfarna áratugi ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það er ef miðað er við stöðu félagsins um miðja seinustu öld. Liðið hafnaði í fimmta sæti deildarinnar á seinasta tímabili, en það var besti árangur liðsins frá því tímabilið 2014-2015 og á sama tíma jöfnun á besta árangri liðsins á þessari öld. Þrátt fyrir góða frammistöðu í Evrópudeildinni undanfarnar vikur og mánuði er staða Göppingen í þýsku deildinni svo enn verri þetta tímabilið. Liðið situr í 14. sæti deildarinnar með aðeins 12 stig eftir 21 leik, 18 stigum frá Evrópusæti og aðeins sex stigum fyrir ofan fallsvæðið. Það er því ljóst að þrátt fyrir forna frægð félagsins hafi Valsmenn getað lent í mun erfiðari andstæðingum í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Ef Valsliðið spilar jafn vel gegn Göppingen og það gerði í fyrri hálfleik gegn sænsku meisturunum í Ystad í gær verða möguleikarnir á sæti í átta liða úrslitum að teljast nokkuð góðir. Valur og Göppingen eigast við í tveimur leikjum í 16-liða úrslitum, heima og að heiman, síðar í þessum mánuði. Þýska liðið mætir á Hlíðarenda þann 21. mars og seinni leikurinn fer fram á heimavelli Göppingen, EWS Arena, viku síðar.
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25 „Að vera svekktir með að ná ekki öðru sætinu sýnir karakterinn í liðinu“ „Þetta er bara spes tilfinning. Við unnum leikinn, en erum í dauðafæri að vinna þetta með þrem eða meira og ná 2. sætinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. 28. febrúar 2023 20:14 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25
„Að vera svekktir með að ná ekki öðru sætinu sýnir karakterinn í liðinu“ „Þetta er bara spes tilfinning. Við unnum leikinn, en erum í dauðafæri að vinna þetta með þrem eða meira og ná 2. sætinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. 28. febrúar 2023 20:14