Tinubu leiðir en deilt um talningu í nígerísku forsetakosningunum Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2023 10:54 Bola Tinubu var frambjóðandi stjórnarflokksins APC. AP Nígeríumenn bíða enn eftir að fá skýra mynd af því hvernig atkvæði féllu í forsetakosningunum sem fram fóru um helgina. Búið er að birta niðurstöður í fjórtán af 36 ríkjum og er Bola Tinubu, frambjóðandi stjórnarflokksins APC og fyrrverandi ríkisstjóri Lagos, með um 44 prósent atkvæða þar sem niðurstöður liggja fyrir. Þar er þó um að ræða lágt hlutfall af heildarfjölda atkvæða. Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var í gær að Peter Obi, frambjóðandi Verkamannaflokksins, hafi unnið nauman en óvæntan sigur á Tinubu. Á vef BBC segir að alls hafi átján verið í framboði til forseta, en ljóst má vera að einungis þrír eiga raunverulegan möguleika á sigri – þeir Tinubu, Obi og Atiku Abubakar, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Lýðræðislega þjóðarflokksins. Til að tryggja sér forsetaembættið þarf frambjóðandi að ná flestum atkvæðum, auk þess að tryggja sér að minnsta kosti fjórðung atkvæða í 25 af 36 ríkjum Nígeríu. Ekki var einungis verið að kjósa nýjan forseta heldur var einnig verið að kjósa um nýtt þing. Landskjörstjórn greindi frá því í gær að niðurstöður talningar hafi borist frá um þriðjungi af þeim 176 þúsund kjörstöðum sem voru opnir víðs vegar um land. Þar leiðir Tinubu, Abubakar er með næstflest atkvæði og Obi er þriðji. Peter Obi er forsetaframbjóðandi Verkamannaflokksins. Hann nýtur mest stuðnings meðal ungs fólks.AP Nýr forseti mun taka við embættinu af Muhammadu Buhari sem tók við forsetaembættinu árið 2015. Ýmis vandamál steðja að landinu sem nýr forseti mun þurfa að kljást við, meðal annars ýmsar öryggisógnir, vaxandi atvinnuleysi og slæmur efnahagur. Hinn 85 ára Olusegun Obasanjo, sem var forseti landsins á árinum 1976 til 1979 og aftur frá 1999 til 2007, er í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna harðlega. Hann og fjölmargir aðrir hafa bent á að tölvukerfið, sem ætlað er að skila niðurstöðum talningar á réttan stað, hafi ekki virkað sem skyldi. Handtelja þarf öll atkvæði sem tekur langan tíma, og þá hafa ásakanir um kosningasvindl gengið manna á millum. Eftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins hafa sakað landskjörstjórn um lélega skipulagningu og upplýsingagjöf sem dragi úr tiltrú almennings á ferlinu. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku, en landsmenn telja um 225 milljónir. Nígería Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var í gær að Peter Obi, frambjóðandi Verkamannaflokksins, hafi unnið nauman en óvæntan sigur á Tinubu. Á vef BBC segir að alls hafi átján verið í framboði til forseta, en ljóst má vera að einungis þrír eiga raunverulegan möguleika á sigri – þeir Tinubu, Obi og Atiku Abubakar, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Lýðræðislega þjóðarflokksins. Til að tryggja sér forsetaembættið þarf frambjóðandi að ná flestum atkvæðum, auk þess að tryggja sér að minnsta kosti fjórðung atkvæða í 25 af 36 ríkjum Nígeríu. Ekki var einungis verið að kjósa nýjan forseta heldur var einnig verið að kjósa um nýtt þing. Landskjörstjórn greindi frá því í gær að niðurstöður talningar hafi borist frá um þriðjungi af þeim 176 þúsund kjörstöðum sem voru opnir víðs vegar um land. Þar leiðir Tinubu, Abubakar er með næstflest atkvæði og Obi er þriðji. Peter Obi er forsetaframbjóðandi Verkamannaflokksins. Hann nýtur mest stuðnings meðal ungs fólks.AP Nýr forseti mun taka við embættinu af Muhammadu Buhari sem tók við forsetaembættinu árið 2015. Ýmis vandamál steðja að landinu sem nýr forseti mun þurfa að kljást við, meðal annars ýmsar öryggisógnir, vaxandi atvinnuleysi og slæmur efnahagur. Hinn 85 ára Olusegun Obasanjo, sem var forseti landsins á árinum 1976 til 1979 og aftur frá 1999 til 2007, er í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna harðlega. Hann og fjölmargir aðrir hafa bent á að tölvukerfið, sem ætlað er að skila niðurstöðum talningar á réttan stað, hafi ekki virkað sem skyldi. Handtelja þarf öll atkvæði sem tekur langan tíma, og þá hafa ásakanir um kosningasvindl gengið manna á millum. Eftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins hafa sakað landskjörstjórn um lélega skipulagningu og upplýsingagjöf sem dragi úr tiltrú almennings á ferlinu. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku, en landsmenn telja um 225 milljónir.
Nígería Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira