„Þetta er líklega grátlegasti sigur Íslands frá upphafi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2023 23:31 Elvar Már Friðriksson var langstigahæstur Íslands í sigrinum grátlega með 25 stig. FIBA Óhætt er að segja að grátlegasti sigur í sögu þjóðar hafi unnist á sunnudag. Ekki er víst að sæti á HM í körfubolta bjóðist í bráð. Leikur íslenska karlalandsliðsins gegn Georgíu vannst með þriggja stiga mun en ljóst var fyrir leik að Ísland þyrfti fjögurra stiga sigur eða stærri til að komast á heimsmeistaramótið. Þar sem munurinn var aðeins þrjú stig fer Georgía á mótið á kostnað Íslands. „Þetta er líklega grátlegasti sigur Íslands frá upphafi. Þriggja stiga sigur sem dugði því miður ekki og þessar lokasekúndur þar sem okkar besti skotmaður [Elvar Már Friðriksson] fær galopið skot eftir sendingu frá Jóni Axel [Guðmundssyni]. Að klikka úr því í restina er þyngra en tárum taki,“ sagði Hörður Unnsteinsson um skotið sem hefði getað komið Íslandi á HM. „Það er talsvart langt í það, næsta heimsmeistaramót er þá 2027. Kjarninn okkar er sem betur fer á góðum aldri, Elvar Már og Martin [Hermannsson] eru 28-29 ára. Svo erum við með unga stráka sem eru að koma upp svo framtíðin er svo sannarlega björt en það er rosalega súrt að hafa orðið af þessum glugga,“ sagði Hörður um möguleika Íslands á að komast á HM í framtíðinni. Ólympíu-umspil er næst hjá íslenska liðinu en ekki er víst hvort Ísland spili þar alla leiki. KKÍ sér fram á fjárskort vegna lægri flokkunar úr afrekssjóði ÍSÍ. „Það þarf eitthvað kraftaverk til að gerast að við náum þangað inn en frábært að fá að taka þátt. Höfum verið þar tvisvar áður að mig minnir. Ef ÍSÍ heldur áfram að styrkja íslenskt körfuboltalandslið og KKÍ hefur efni á því munum við taka þar þátt í forkeppni undankeppninnar í ágúst á þessu ári.“ „Það er í rauninni alveg fáránlegt. Hefði Ísland unnið með fjórum stigum í gær hefði þetta verið eitthvað stærsta afrek sem íslenskt hópíþróttalandslið hefur náð síðan við komumst á HM í fótbolta. Það er frekar súrrealískt að pæla í því að mögulega verðum við ekki með í næstu undankeppni, það er algjörlega galið,“ sagði Hörður að endingu. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Leikur íslenska karlalandsliðsins gegn Georgíu vannst með þriggja stiga mun en ljóst var fyrir leik að Ísland þyrfti fjögurra stiga sigur eða stærri til að komast á heimsmeistaramótið. Þar sem munurinn var aðeins þrjú stig fer Georgía á mótið á kostnað Íslands. „Þetta er líklega grátlegasti sigur Íslands frá upphafi. Þriggja stiga sigur sem dugði því miður ekki og þessar lokasekúndur þar sem okkar besti skotmaður [Elvar Már Friðriksson] fær galopið skot eftir sendingu frá Jóni Axel [Guðmundssyni]. Að klikka úr því í restina er þyngra en tárum taki,“ sagði Hörður Unnsteinsson um skotið sem hefði getað komið Íslandi á HM. „Það er talsvart langt í það, næsta heimsmeistaramót er þá 2027. Kjarninn okkar er sem betur fer á góðum aldri, Elvar Már og Martin [Hermannsson] eru 28-29 ára. Svo erum við með unga stráka sem eru að koma upp svo framtíðin er svo sannarlega björt en það er rosalega súrt að hafa orðið af þessum glugga,“ sagði Hörður um möguleika Íslands á að komast á HM í framtíðinni. Ólympíu-umspil er næst hjá íslenska liðinu en ekki er víst hvort Ísland spili þar alla leiki. KKÍ sér fram á fjárskort vegna lægri flokkunar úr afrekssjóði ÍSÍ. „Það þarf eitthvað kraftaverk til að gerast að við náum þangað inn en frábært að fá að taka þátt. Höfum verið þar tvisvar áður að mig minnir. Ef ÍSÍ heldur áfram að styrkja íslenskt körfuboltalandslið og KKÍ hefur efni á því munum við taka þar þátt í forkeppni undankeppninnar í ágúst á þessu ári.“ „Það er í rauninni alveg fáránlegt. Hefði Ísland unnið með fjórum stigum í gær hefði þetta verið eitthvað stærsta afrek sem íslenskt hópíþróttalandslið hefur náð síðan við komumst á HM í fótbolta. Það er frekar súrrealískt að pæla í því að mögulega verðum við ekki með í næstu undankeppni, það er algjörlega galið,“ sagði Hörður að endingu.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira