Eftir sorgina í gær tekur við löng leið fyrir Ísland á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 12:01 Íslenska liðið var eins nálægt sæti á HM og hugsast gæti. Eftir leikinn í Georgíu í gær er ljóst að liðið þarf að í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í París, en með því að komast á HM hefði sæti í undankeppni ÓL verið tryggt. FIBA Að því gefnu að KKÍ hafi til þess fjármagn mun íslenska karlalandsliðið í körfubolta verða meðal þeirra þjóða sem í ágúst freista þess að feta langan og torfæran veg að Ólympíuleikunum í París 2024. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur sagt að vegna þess að sambandið fái í ár mun minna úthlutað úr Afrekssjóði en í fyrra ríki óvissa um framhaldið hjá íslenskum landsliðum í körfubolta. Það hefði breyst ef Ísland hefði tryggt sig inn á HM í Tbilisi í gær en Ísland var einu stigi frá því og hefur þar með ekki komist á stórmót síðan árið 2017. Þyrfti nánast kraftaverk til að komast á ÓL Ísland hafði hins vegar þegar tryggt sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, með því að komast á síðasta stig undankeppni HM. Það hefur raunar legið fyrir frá því að Rússlandi, sem var í riðli með Íslandi, var vísað úr keppni í fyrra vegna innrásarinnar í Úkraínu. En það þyrfti nánast kraftaverk til að Ísland kæmist á Ólympíuleikana, svo torfær er leiðin. Körfubolti karla á ÓL í París Tólf lið taka þátt, þar á meðal sennilega gestgjafar Frakklands en FIBA á þó eftir að staðfesta það. Sjö lið komast á ÓL í gegnum HM í haust en það eru: Efstu tvær Evrópuþjóðirnar Efstu tvær Ameríkuþjóðirnar Efsta Afríkuþjóðin Efsta Asíuþjóðin Efsta Eyjaálfuþjóðin Eftir standa fjögur laus sæti sem spilað verður um í undankeppni ÓL en til að komast í hana spilar Ísland í forkeppni sem hefst í haust. Ísland byrjar á forkeppni sextán Evrópuþjóða þar sem aðeins tvö lið munu komast áfram í undankeppni Ólympíuleikanna. Ísland mun í forkeppninni eiga í höggi við önnur lið sem ekki komust inn á HM, eins og til að mynda Tyrkland, Svíþjóð, Ungverjaland og fleiri. Með því að komast á HM hefði Ísland losnað við þessa forkeppni. Barátta við nítján lið af HM um fjögur laus sæti Það væri mikið afrek en raunhæft að komast áfram úr forkeppninni en þá tæki við undankeppni með alls 24 liðum úr öllum heimsálfum, þar af 19 liðum af HM sem ekki ná að tryggja sig beint inn á ÓL með árangri á HM. Og í þessari undankeppni leika 24 þjóðir um aðeins fjögur laus sæti. Þeim verður skipt í fjögur sex liða mót og aðeins sigurvegari hvers móts kemst til Parísar. Sem dæmi má nefna að fyrir síðustu Ólympíuleika, í Tókýó, komust lið Tékklands, Þýskalands, Slóveníu og Ítalíu áfram í gegnum undankeppnina en á meðal liða sem ekki komust áfram voru Serbía, Grikkland, Litháen, Kanada og Rússland. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur sagt að vegna þess að sambandið fái í ár mun minna úthlutað úr Afrekssjóði en í fyrra ríki óvissa um framhaldið hjá íslenskum landsliðum í körfubolta. Það hefði breyst ef Ísland hefði tryggt sig inn á HM í Tbilisi í gær en Ísland var einu stigi frá því og hefur þar með ekki komist á stórmót síðan árið 2017. Þyrfti nánast kraftaverk til að komast á ÓL Ísland hafði hins vegar þegar tryggt sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, með því að komast á síðasta stig undankeppni HM. Það hefur raunar legið fyrir frá því að Rússlandi, sem var í riðli með Íslandi, var vísað úr keppni í fyrra vegna innrásarinnar í Úkraínu. En það þyrfti nánast kraftaverk til að Ísland kæmist á Ólympíuleikana, svo torfær er leiðin. Körfubolti karla á ÓL í París Tólf lið taka þátt, þar á meðal sennilega gestgjafar Frakklands en FIBA á þó eftir að staðfesta það. Sjö lið komast á ÓL í gegnum HM í haust en það eru: Efstu tvær Evrópuþjóðirnar Efstu tvær Ameríkuþjóðirnar Efsta Afríkuþjóðin Efsta Asíuþjóðin Efsta Eyjaálfuþjóðin Eftir standa fjögur laus sæti sem spilað verður um í undankeppni ÓL en til að komast í hana spilar Ísland í forkeppni sem hefst í haust. Ísland byrjar á forkeppni sextán Evrópuþjóða þar sem aðeins tvö lið munu komast áfram í undankeppni Ólympíuleikanna. Ísland mun í forkeppninni eiga í höggi við önnur lið sem ekki komust inn á HM, eins og til að mynda Tyrkland, Svíþjóð, Ungverjaland og fleiri. Með því að komast á HM hefði Ísland losnað við þessa forkeppni. Barátta við nítján lið af HM um fjögur laus sæti Það væri mikið afrek en raunhæft að komast áfram úr forkeppninni en þá tæki við undankeppni með alls 24 liðum úr öllum heimsálfum, þar af 19 liðum af HM sem ekki ná að tryggja sig beint inn á ÓL með árangri á HM. Og í þessari undankeppni leika 24 þjóðir um aðeins fjögur laus sæti. Þeim verður skipt í fjögur sex liða mót og aðeins sigurvegari hvers móts kemst til Parísar. Sem dæmi má nefna að fyrir síðustu Ólympíuleika, í Tókýó, komust lið Tékklands, Þýskalands, Slóveníu og Ítalíu áfram í gegnum undankeppnina en á meðal liða sem ekki komust áfram voru Serbía, Grikkland, Litháen, Kanada og Rússland.
Körfubolti karla á ÓL í París Tólf lið taka þátt, þar á meðal sennilega gestgjafar Frakklands en FIBA á þó eftir að staðfesta það. Sjö lið komast á ÓL í gegnum HM í haust en það eru: Efstu tvær Evrópuþjóðirnar Efstu tvær Ameríkuþjóðirnar Efsta Afríkuþjóðin Efsta Asíuþjóðin Efsta Eyjaálfuþjóðin Eftir standa fjögur laus sæti sem spilað verður um í undankeppni ÓL en til að komast í hana spilar Ísland í forkeppni sem hefst í haust.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum