Eftir sorgina í gær tekur við löng leið fyrir Ísland á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 12:01 Íslenska liðið var eins nálægt sæti á HM og hugsast gæti. Eftir leikinn í Georgíu í gær er ljóst að liðið þarf að í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í París, en með því að komast á HM hefði sæti í undankeppni ÓL verið tryggt. FIBA Að því gefnu að KKÍ hafi til þess fjármagn mun íslenska karlalandsliðið í körfubolta verða meðal þeirra þjóða sem í ágúst freista þess að feta langan og torfæran veg að Ólympíuleikunum í París 2024. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur sagt að vegna þess að sambandið fái í ár mun minna úthlutað úr Afrekssjóði en í fyrra ríki óvissa um framhaldið hjá íslenskum landsliðum í körfubolta. Það hefði breyst ef Ísland hefði tryggt sig inn á HM í Tbilisi í gær en Ísland var einu stigi frá því og hefur þar með ekki komist á stórmót síðan árið 2017. Þyrfti nánast kraftaverk til að komast á ÓL Ísland hafði hins vegar þegar tryggt sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, með því að komast á síðasta stig undankeppni HM. Það hefur raunar legið fyrir frá því að Rússlandi, sem var í riðli með Íslandi, var vísað úr keppni í fyrra vegna innrásarinnar í Úkraínu. En það þyrfti nánast kraftaverk til að Ísland kæmist á Ólympíuleikana, svo torfær er leiðin. Körfubolti karla á ÓL í París Tólf lið taka þátt, þar á meðal sennilega gestgjafar Frakklands en FIBA á þó eftir að staðfesta það. Sjö lið komast á ÓL í gegnum HM í haust en það eru: Efstu tvær Evrópuþjóðirnar Efstu tvær Ameríkuþjóðirnar Efsta Afríkuþjóðin Efsta Asíuþjóðin Efsta Eyjaálfuþjóðin Eftir standa fjögur laus sæti sem spilað verður um í undankeppni ÓL en til að komast í hana spilar Ísland í forkeppni sem hefst í haust. Ísland byrjar á forkeppni sextán Evrópuþjóða þar sem aðeins tvö lið munu komast áfram í undankeppni Ólympíuleikanna. Ísland mun í forkeppninni eiga í höggi við önnur lið sem ekki komust inn á HM, eins og til að mynda Tyrkland, Svíþjóð, Ungverjaland og fleiri. Með því að komast á HM hefði Ísland losnað við þessa forkeppni. Barátta við nítján lið af HM um fjögur laus sæti Það væri mikið afrek en raunhæft að komast áfram úr forkeppninni en þá tæki við undankeppni með alls 24 liðum úr öllum heimsálfum, þar af 19 liðum af HM sem ekki ná að tryggja sig beint inn á ÓL með árangri á HM. Og í þessari undankeppni leika 24 þjóðir um aðeins fjögur laus sæti. Þeim verður skipt í fjögur sex liða mót og aðeins sigurvegari hvers móts kemst til Parísar. Sem dæmi má nefna að fyrir síðustu Ólympíuleika, í Tókýó, komust lið Tékklands, Þýskalands, Slóveníu og Ítalíu áfram í gegnum undankeppnina en á meðal liða sem ekki komust áfram voru Serbía, Grikkland, Litháen, Kanada og Rússland. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur sagt að vegna þess að sambandið fái í ár mun minna úthlutað úr Afrekssjóði en í fyrra ríki óvissa um framhaldið hjá íslenskum landsliðum í körfubolta. Það hefði breyst ef Ísland hefði tryggt sig inn á HM í Tbilisi í gær en Ísland var einu stigi frá því og hefur þar með ekki komist á stórmót síðan árið 2017. Þyrfti nánast kraftaverk til að komast á ÓL Ísland hafði hins vegar þegar tryggt sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, með því að komast á síðasta stig undankeppni HM. Það hefur raunar legið fyrir frá því að Rússlandi, sem var í riðli með Íslandi, var vísað úr keppni í fyrra vegna innrásarinnar í Úkraínu. En það þyrfti nánast kraftaverk til að Ísland kæmist á Ólympíuleikana, svo torfær er leiðin. Körfubolti karla á ÓL í París Tólf lið taka þátt, þar á meðal sennilega gestgjafar Frakklands en FIBA á þó eftir að staðfesta það. Sjö lið komast á ÓL í gegnum HM í haust en það eru: Efstu tvær Evrópuþjóðirnar Efstu tvær Ameríkuþjóðirnar Efsta Afríkuþjóðin Efsta Asíuþjóðin Efsta Eyjaálfuþjóðin Eftir standa fjögur laus sæti sem spilað verður um í undankeppni ÓL en til að komast í hana spilar Ísland í forkeppni sem hefst í haust. Ísland byrjar á forkeppni sextán Evrópuþjóða þar sem aðeins tvö lið munu komast áfram í undankeppni Ólympíuleikanna. Ísland mun í forkeppninni eiga í höggi við önnur lið sem ekki komust inn á HM, eins og til að mynda Tyrkland, Svíþjóð, Ungverjaland og fleiri. Með því að komast á HM hefði Ísland losnað við þessa forkeppni. Barátta við nítján lið af HM um fjögur laus sæti Það væri mikið afrek en raunhæft að komast áfram úr forkeppninni en þá tæki við undankeppni með alls 24 liðum úr öllum heimsálfum, þar af 19 liðum af HM sem ekki ná að tryggja sig beint inn á ÓL með árangri á HM. Og í þessari undankeppni leika 24 þjóðir um aðeins fjögur laus sæti. Þeim verður skipt í fjögur sex liða mót og aðeins sigurvegari hvers móts kemst til Parísar. Sem dæmi má nefna að fyrir síðustu Ólympíuleika, í Tókýó, komust lið Tékklands, Þýskalands, Slóveníu og Ítalíu áfram í gegnum undankeppnina en á meðal liða sem ekki komust áfram voru Serbía, Grikkland, Litháen, Kanada og Rússland.
Körfubolti karla á ÓL í París Tólf lið taka þátt, þar á meðal sennilega gestgjafar Frakklands en FIBA á þó eftir að staðfesta það. Sjö lið komast á ÓL í gegnum HM í haust en það eru: Efstu tvær Evrópuþjóðirnar Efstu tvær Ameríkuþjóðirnar Efsta Afríkuþjóðin Efsta Asíuþjóðin Efsta Eyjaálfuþjóðin Eftir standa fjögur laus sæti sem spilað verður um í undankeppni ÓL en til að komast í hana spilar Ísland í forkeppni sem hefst í haust.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti