Rannsaka eigi gagnsemi þess að gefa veikasta hópnum morfín Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 19:54 Hrinda ætti af stað rannsókn hér á landi þar sem fólki með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda væri gefið morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, að mati sérfræðings í skaðaminnkun. Sambærileg viðhaldsmeðferð hafi gefið mjög góða raun í nágrannalöndum. Í Kompás var rætt við Maríönnu sem lítur á neyðarskýlið Konukot sem heimili sitt og er háð morfíni. Það litla sem hún á fer í að fjármagna neysluna og stundum brýtur hún af sér til að fá efnið og komast hjá skelfilegum fráhvörfum. Maríanna segist hafa reynt flest allt til að komast á betri stað og vill helst fá lyfinu ávísað frá lækni. Forstöðukona Konukots sagðist í kvöldfréttum í vikunni handviss um að það myndi gagnast veikasta hópnum að fá aðgang að efninu. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga,“ sagði Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Á Vogi er starfrækt viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn, oftast með lyfinu suboxone, sem er í töfluformi. Maríanna segist hafa reynt meðferðina, en að hún hafi ekki virkað fyrir sig. Svo virðist reyndin fyrir ákveðinn hóp fólks. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragneiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún bendir á að annars konar meðferð gæti gengið fyrir fyrrnefndan hóp. „Sú meðferð er starfrækt í Kanada, Þýskalandi, Spáni, Hollandi og Sviss og hefur meðal annars verið starfrækt í þrettán ár í Danmörku og eitt ár í Noregi. Þetta er meðferð fyrir fólk með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda, afmarkaðan lítinn hóp sem hefur ekki svarað vel hefðbundinni viðhaldsmeðferð. Hópurinn kemur þá á ákveðinn stað og fær löglegt heróín og notar það undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks,“ segir Svala. Um sé að ræða fólk sem hafi reynt allt annað. „Búin að reyna annars konar meðferð marg oft. Búin að fara í meðferð, búin að fara í afeitranir, búin að prófa þessa hefðbundnu viðhaldsmeðferð og þá þurfum við að vera sveigjanleg og skoða hvað lönd erlendis eru að gera og hvaða meðferðir eru að sýna árangur.“ Meðferðin er einstaklingsmiðuð og fólk kemur einu sinni til þrisvar á dag á ákveðinn stað, fær efnið og notar á staðnum. Svala segir rannsóknir sýna fram á að fólkið brjóti síður af sér, enda þurfi það ekki að fjármagna neysluna, og bætta líðan. „Líkamleg heilsa hópsins verður betri. Einnig sýna rannsóknir að ákveðin geðræn einkenni og andleg líðan verður betri. Fólk kemst í meira jafnvægi og þegar fólk er i meira jafnvægi er það líklegra til að halda húsnæði, eiga samskipti við fjölskyldu og hefur meira svigrúm fyrir sig og sín áhugamál. Allt þetta hefur áhrif á það að fólk mögulega upplifir að það geti skoðað aðra möguleika í lífinu.“ Skoða hvort þetta gangi eins vel hér og erlendis Hún segir vímuefnamarkaðinn á Íslandi frábrugðinn að því leyti að fólk með mesta ópíóíðavandann er fremur að nota lyfseðilskyld lyf en heróín og telur að rannsaka eigi hvort sambærileg meðferð með notkun á morfíni gæti gefið góða raun hér á landi. „Ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir Ísland að skoða það fyrir alvöru að setja á laggirnar rannsókn fyrir þennan afmarkaða litla hóp með mesta ópíóíðavandann. Þá myndi slíkri rannsókn vera stjórnað að erlendri fyrirmynd. Og við myndum bara skoða árangurinn og hvort þetta skili jafn góðum árangri hér á landi og það gerir í löndum erlendis.“ Kompás Fíkn Málefni heimilislausra Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira
Í Kompás var rætt við Maríönnu sem lítur á neyðarskýlið Konukot sem heimili sitt og er háð morfíni. Það litla sem hún á fer í að fjármagna neysluna og stundum brýtur hún af sér til að fá efnið og komast hjá skelfilegum fráhvörfum. Maríanna segist hafa reynt flest allt til að komast á betri stað og vill helst fá lyfinu ávísað frá lækni. Forstöðukona Konukots sagðist í kvöldfréttum í vikunni handviss um að það myndi gagnast veikasta hópnum að fá aðgang að efninu. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga,“ sagði Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Á Vogi er starfrækt viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn, oftast með lyfinu suboxone, sem er í töfluformi. Maríanna segist hafa reynt meðferðina, en að hún hafi ekki virkað fyrir sig. Svo virðist reyndin fyrir ákveðinn hóp fólks. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragneiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún bendir á að annars konar meðferð gæti gengið fyrir fyrrnefndan hóp. „Sú meðferð er starfrækt í Kanada, Þýskalandi, Spáni, Hollandi og Sviss og hefur meðal annars verið starfrækt í þrettán ár í Danmörku og eitt ár í Noregi. Þetta er meðferð fyrir fólk með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda, afmarkaðan lítinn hóp sem hefur ekki svarað vel hefðbundinni viðhaldsmeðferð. Hópurinn kemur þá á ákveðinn stað og fær löglegt heróín og notar það undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks,“ segir Svala. Um sé að ræða fólk sem hafi reynt allt annað. „Búin að reyna annars konar meðferð marg oft. Búin að fara í meðferð, búin að fara í afeitranir, búin að prófa þessa hefðbundnu viðhaldsmeðferð og þá þurfum við að vera sveigjanleg og skoða hvað lönd erlendis eru að gera og hvaða meðferðir eru að sýna árangur.“ Meðferðin er einstaklingsmiðuð og fólk kemur einu sinni til þrisvar á dag á ákveðinn stað, fær efnið og notar á staðnum. Svala segir rannsóknir sýna fram á að fólkið brjóti síður af sér, enda þurfi það ekki að fjármagna neysluna, og bætta líðan. „Líkamleg heilsa hópsins verður betri. Einnig sýna rannsóknir að ákveðin geðræn einkenni og andleg líðan verður betri. Fólk kemst í meira jafnvægi og þegar fólk er i meira jafnvægi er það líklegra til að halda húsnæði, eiga samskipti við fjölskyldu og hefur meira svigrúm fyrir sig og sín áhugamál. Allt þetta hefur áhrif á það að fólk mögulega upplifir að það geti skoðað aðra möguleika í lífinu.“ Skoða hvort þetta gangi eins vel hér og erlendis Hún segir vímuefnamarkaðinn á Íslandi frábrugðinn að því leyti að fólk með mesta ópíóíðavandann er fremur að nota lyfseðilskyld lyf en heróín og telur að rannsaka eigi hvort sambærileg meðferð með notkun á morfíni gæti gefið góða raun hér á landi. „Ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir Ísland að skoða það fyrir alvöru að setja á laggirnar rannsókn fyrir þennan afmarkaða litla hóp með mesta ópíóíðavandann. Þá myndi slíkri rannsókn vera stjórnað að erlendri fyrirmynd. Og við myndum bara skoða árangurinn og hvort þetta skili jafn góðum árangri hér á landi og það gerir í löndum erlendis.“
Kompás Fíkn Málefni heimilislausra Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira