Rannsaka eigi gagnsemi þess að gefa veikasta hópnum morfín Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 19:54 Hrinda ætti af stað rannsókn hér á landi þar sem fólki með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda væri gefið morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, að mati sérfræðings í skaðaminnkun. Sambærileg viðhaldsmeðferð hafi gefið mjög góða raun í nágrannalöndum. Í Kompás var rætt við Maríönnu sem lítur á neyðarskýlið Konukot sem heimili sitt og er háð morfíni. Það litla sem hún á fer í að fjármagna neysluna og stundum brýtur hún af sér til að fá efnið og komast hjá skelfilegum fráhvörfum. Maríanna segist hafa reynt flest allt til að komast á betri stað og vill helst fá lyfinu ávísað frá lækni. Forstöðukona Konukots sagðist í kvöldfréttum í vikunni handviss um að það myndi gagnast veikasta hópnum að fá aðgang að efninu. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga,“ sagði Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Á Vogi er starfrækt viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn, oftast með lyfinu suboxone, sem er í töfluformi. Maríanna segist hafa reynt meðferðina, en að hún hafi ekki virkað fyrir sig. Svo virðist reyndin fyrir ákveðinn hóp fólks. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragneiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún bendir á að annars konar meðferð gæti gengið fyrir fyrrnefndan hóp. „Sú meðferð er starfrækt í Kanada, Þýskalandi, Spáni, Hollandi og Sviss og hefur meðal annars verið starfrækt í þrettán ár í Danmörku og eitt ár í Noregi. Þetta er meðferð fyrir fólk með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda, afmarkaðan lítinn hóp sem hefur ekki svarað vel hefðbundinni viðhaldsmeðferð. Hópurinn kemur þá á ákveðinn stað og fær löglegt heróín og notar það undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks,“ segir Svala. Um sé að ræða fólk sem hafi reynt allt annað. „Búin að reyna annars konar meðferð marg oft. Búin að fara í meðferð, búin að fara í afeitranir, búin að prófa þessa hefðbundnu viðhaldsmeðferð og þá þurfum við að vera sveigjanleg og skoða hvað lönd erlendis eru að gera og hvaða meðferðir eru að sýna árangur.“ Meðferðin er einstaklingsmiðuð og fólk kemur einu sinni til þrisvar á dag á ákveðinn stað, fær efnið og notar á staðnum. Svala segir rannsóknir sýna fram á að fólkið brjóti síður af sér, enda þurfi það ekki að fjármagna neysluna, og bætta líðan. „Líkamleg heilsa hópsins verður betri. Einnig sýna rannsóknir að ákveðin geðræn einkenni og andleg líðan verður betri. Fólk kemst í meira jafnvægi og þegar fólk er i meira jafnvægi er það líklegra til að halda húsnæði, eiga samskipti við fjölskyldu og hefur meira svigrúm fyrir sig og sín áhugamál. Allt þetta hefur áhrif á það að fólk mögulega upplifir að það geti skoðað aðra möguleika í lífinu.“ Skoða hvort þetta gangi eins vel hér og erlendis Hún segir vímuefnamarkaðinn á Íslandi frábrugðinn að því leyti að fólk með mesta ópíóíðavandann er fremur að nota lyfseðilskyld lyf en heróín og telur að rannsaka eigi hvort sambærileg meðferð með notkun á morfíni gæti gefið góða raun hér á landi. „Ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir Ísland að skoða það fyrir alvöru að setja á laggirnar rannsókn fyrir þennan afmarkaða litla hóp með mesta ópíóíðavandann. Þá myndi slíkri rannsókn vera stjórnað að erlendri fyrirmynd. Og við myndum bara skoða árangurinn og hvort þetta skili jafn góðum árangri hér á landi og það gerir í löndum erlendis.“ Kompás Fíkn Málefni heimilislausra Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Í Kompás var rætt við Maríönnu sem lítur á neyðarskýlið Konukot sem heimili sitt og er háð morfíni. Það litla sem hún á fer í að fjármagna neysluna og stundum brýtur hún af sér til að fá efnið og komast hjá skelfilegum fráhvörfum. Maríanna segist hafa reynt flest allt til að komast á betri stað og vill helst fá lyfinu ávísað frá lækni. Forstöðukona Konukots sagðist í kvöldfréttum í vikunni handviss um að það myndi gagnast veikasta hópnum að fá aðgang að efninu. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga,“ sagði Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Á Vogi er starfrækt viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn, oftast með lyfinu suboxone, sem er í töfluformi. Maríanna segist hafa reynt meðferðina, en að hún hafi ekki virkað fyrir sig. Svo virðist reyndin fyrir ákveðinn hóp fólks. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragneiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún bendir á að annars konar meðferð gæti gengið fyrir fyrrnefndan hóp. „Sú meðferð er starfrækt í Kanada, Þýskalandi, Spáni, Hollandi og Sviss og hefur meðal annars verið starfrækt í þrettán ár í Danmörku og eitt ár í Noregi. Þetta er meðferð fyrir fólk með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda, afmarkaðan lítinn hóp sem hefur ekki svarað vel hefðbundinni viðhaldsmeðferð. Hópurinn kemur þá á ákveðinn stað og fær löglegt heróín og notar það undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks,“ segir Svala. Um sé að ræða fólk sem hafi reynt allt annað. „Búin að reyna annars konar meðferð marg oft. Búin að fara í meðferð, búin að fara í afeitranir, búin að prófa þessa hefðbundnu viðhaldsmeðferð og þá þurfum við að vera sveigjanleg og skoða hvað lönd erlendis eru að gera og hvaða meðferðir eru að sýna árangur.“ Meðferðin er einstaklingsmiðuð og fólk kemur einu sinni til þrisvar á dag á ákveðinn stað, fær efnið og notar á staðnum. Svala segir rannsóknir sýna fram á að fólkið brjóti síður af sér, enda þurfi það ekki að fjármagna neysluna, og bætta líðan. „Líkamleg heilsa hópsins verður betri. Einnig sýna rannsóknir að ákveðin geðræn einkenni og andleg líðan verður betri. Fólk kemst í meira jafnvægi og þegar fólk er i meira jafnvægi er það líklegra til að halda húsnæði, eiga samskipti við fjölskyldu og hefur meira svigrúm fyrir sig og sín áhugamál. Allt þetta hefur áhrif á það að fólk mögulega upplifir að það geti skoðað aðra möguleika í lífinu.“ Skoða hvort þetta gangi eins vel hér og erlendis Hún segir vímuefnamarkaðinn á Íslandi frábrugðinn að því leyti að fólk með mesta ópíóíðavandann er fremur að nota lyfseðilskyld lyf en heróín og telur að rannsaka eigi hvort sambærileg meðferð með notkun á morfíni gæti gefið góða raun hér á landi. „Ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir Ísland að skoða það fyrir alvöru að setja á laggirnar rannsókn fyrir þennan afmarkaða litla hóp með mesta ópíóíðavandann. Þá myndi slíkri rannsókn vera stjórnað að erlendri fyrirmynd. Og við myndum bara skoða árangurinn og hvort þetta skili jafn góðum árangri hér á landi og það gerir í löndum erlendis.“
Kompás Fíkn Málefni heimilislausra Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent