Ísland aftarlega á merinni þegar kemur að skaðaminnkandi stefnu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. febrúar 2023 13:26 Kristín I. Pálsdóttir ræddi málefni heimilislausra og fólks með fíknivanda í Sprengisandi í dag. visir Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að skaðaminnkandi stefnu og úrræðum fyrir heimilislausa að sögn talskonu Rótarinnar. Mikil endurskoðun hafi þó átt sér stað í málaflokknum síðustu ár. Í fréttaskýringarþættinum Kompás sem sýndur var fyrir viku var fjallað um stöðu heimilislausra og sjónum beint að úrræðaleysi í málaflokknum. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, berst fyrir betri hag heimilislausra kvenna. Hún er gagnrýnin á þær aðferðir sem beitt hefur verið í baráttunni gegn fíkn undanfarin ár. Hún ræddi um svokallaða skaðaminnkandi stefnu á Sprengisandi á Bylgjunni. „Við erum að feta okkar fyrstu skref í skaðaminnkandi nálgun hér á landi. Það er ekki fyrr en 2019 sem Reykjavíkurborg markar þessa stefnu hjá borginni. Borgin er nú með skaðaminnkandi stefnu sem þýðir að það er ekki unnið að því að koma öllum í meðferð heldur að vinna með því þar sem það er statt,“ segir Kristín. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. „Þetta er gagnreynd, viðurkennd aðferð sem hefur verið ríkjandi í mörgum Evrópulöndum í tuttugu ár. Við erum mjög sein, aftarlega á merinni í þessu. Hluti af stefnunni eru búsetuúrræðin og það að viðurkenna að það eru ekki allir að afara að hætta að nota vímuefni. Maður er auðvitað heldur ekki í góðri aðstöðu til að hætta að nota vímuefni þegar þú hefur ekkert öryggi í þínu lífi.“ Vitundavakning hafi orðið í málaflokknum á síðustu árum. „Það er mikil gerjun í þessum málaflokki vegna þess að það ríkti mikil stöðnun í málefnum fólks með fíknivanda í fjörtíu eða fimmtíu ár. Þá var bara ein stefna og það mátti ekki að tala um annað. Bæði í sambandi við refsiaðferðir og meðferðir. Núna vitum við að það er ekki raunhæft,“ segir Kristín. Hún bendir á að heimilislaust fólk eigi alla jafnan við fjölþættan vanda að stríða. „Þetta eru oft fólk með heilbrigðisvandamál, fólk með langan félagslegan anda, sögu af ofbeldi. Geðrænn vandi og fíknivandi fylgist einnig oft að.“ Reykjavíkurborg sé í heilmikilli vinnu við endurskoðun. „Til dæmis núna 1. febrúar var kynnt í velferðarráði, endurskoðuð áætlun í málaflokknum þar sem verið er að undirbúa fleiri stig búsetu. Að þú farir úr neyðarskýli í sjálfstæða búsetu og viðurkenning á því að þarna sé bara ákveðinn hópur sem þarf bara langvarandi stuðning.“ Fíkn Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Sjá meira
Í fréttaskýringarþættinum Kompás sem sýndur var fyrir viku var fjallað um stöðu heimilislausra og sjónum beint að úrræðaleysi í málaflokknum. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, berst fyrir betri hag heimilislausra kvenna. Hún er gagnrýnin á þær aðferðir sem beitt hefur verið í baráttunni gegn fíkn undanfarin ár. Hún ræddi um svokallaða skaðaminnkandi stefnu á Sprengisandi á Bylgjunni. „Við erum að feta okkar fyrstu skref í skaðaminnkandi nálgun hér á landi. Það er ekki fyrr en 2019 sem Reykjavíkurborg markar þessa stefnu hjá borginni. Borgin er nú með skaðaminnkandi stefnu sem þýðir að það er ekki unnið að því að koma öllum í meðferð heldur að vinna með því þar sem það er statt,“ segir Kristín. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. „Þetta er gagnreynd, viðurkennd aðferð sem hefur verið ríkjandi í mörgum Evrópulöndum í tuttugu ár. Við erum mjög sein, aftarlega á merinni í þessu. Hluti af stefnunni eru búsetuúrræðin og það að viðurkenna að það eru ekki allir að afara að hætta að nota vímuefni. Maður er auðvitað heldur ekki í góðri aðstöðu til að hætta að nota vímuefni þegar þú hefur ekkert öryggi í þínu lífi.“ Vitundavakning hafi orðið í málaflokknum á síðustu árum. „Það er mikil gerjun í þessum málaflokki vegna þess að það ríkti mikil stöðnun í málefnum fólks með fíknivanda í fjörtíu eða fimmtíu ár. Þá var bara ein stefna og það mátti ekki að tala um annað. Bæði í sambandi við refsiaðferðir og meðferðir. Núna vitum við að það er ekki raunhæft,“ segir Kristín. Hún bendir á að heimilislaust fólk eigi alla jafnan við fjölþættan vanda að stríða. „Þetta eru oft fólk með heilbrigðisvandamál, fólk með langan félagslegan anda, sögu af ofbeldi. Geðrænn vandi og fíknivandi fylgist einnig oft að.“ Reykjavíkurborg sé í heilmikilli vinnu við endurskoðun. „Til dæmis núna 1. febrúar var kynnt í velferðarráði, endurskoðuð áætlun í málaflokknum þar sem verið er að undirbúa fleiri stig búsetu. Að þú farir úr neyðarskýli í sjálfstæða búsetu og viðurkenning á því að þarna sé bara ákveðinn hópur sem þarf bara langvarandi stuðning.“
Fíkn Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Sjá meira