Þetta þarftu að vita um kjaradeiluna Sigmar Vilhjálmsson skrifar 24. febrúar 2023 12:00 Efling hefur sýnt okkur veikleika vinnumarkaðslaganna og Samtök Atvinnulífsins er að sýna svo ekki sé um villst að ein samtök fyrir allt atvinnulífið er virkilega slæm hugmynd. 1) Það er ekki hægt að láta öll aðildarfélög SA kjósa um aðgerðir vegna kjarasamninga við eitt stéttarfélag. Sjávarútvegur, fjármálafyrirtæki og orkufyrirtæki hafa ekkert með þessa kjarasamninga við Eflingu að gera. Útfrá atkvæðavægi og reglum SA þá var þessi ákvörðun líklega tekin af ansi fáum stórum fyrirtækjum. 2) 48 gr. samþykkta SA eru algjörlega óviðeigandi. Að félag atvinnulífsins sé með ákvæði til að beita fyrirtækjum utan SA viðskiptaþvingunum sem ekki fylgja SA að máli er allt að því fasískt og sýnir að bersýnilega þarf að skipta SA upp. 3) Það að ein starfsstétt eða eitt stéttarfélag geti lagt þjóðina á hliðina með kröfur fyrir 5% vinnumarkaðarins getur ekki verið kerfi sem við sem þjóð sættum okkur við. Norræna vinnumarkaðslíkanið er dæmi um leið sem hefur sannað gildi sitt, þar sem ein starfstétt eða eitt stéttarfélag getur ekki tekið heila þjóð i gíslingu. Við ættum að horfa til siðaskipta í þeim efnum strax. 4) Það eru margar áleitinar spurningar sem vakna ef SA lítur svo á að öll fyrirtæki sem fylgja kjarasamningum SA og Eflingar beri að fylgja SA í verkbanni. Samkvæmt lögum ber öllum fyrirtækjum að fylgja kjarasamningum SA, séu þau ekki skráð í neitt félag. Einnig á þetta við um fyrirtæki sem eru skráð í önnur félög en hafa ekki enn fengið kjarasamning. Spurning er hvort SA muni þá líka bæta fyrirtækjum sem eru ekki í SA fjárhagstjónið úr verkbannssjóðum SA líkt og þeir munu bæta félagsmönnum sínum. Eða líta þeir svo á að þeir stjórni öllu atvinnulífinu og ef þú borgar ekki félagsgjöld í SA þá ertu úti en þarft að lúta valdi þeirra. Sé það skilningur SA þá er hér annað dæmi um að skipta þarf SA upp. 5) Að lokum má nefna ríkið og ríkisstjórnina. Ríkið hefur leitt óábyrga launaþróun. Aldrei í sögu Íslands né annarra lýðræðisríkja hafa meðallaun opinberra starfsmanna verið hærri en á almenna vinnumarkaðnum. Sú stefna hefur þróast hratt á síðustu 10 árum, sem er merkilegt í ljósi samsetningar ríkisstjórnarinnar sl. 10 ár. Einnig er gagnrýnisvert hvernig núverandi ríkisstjórn hefur með öllu firrað sig ábyrgð á stöðunni í atvinnulífinu og aðkomu sinnar að stöðu mála milli Eflingar og SA. Það er eins og Seðlabankinn, stéttarfélög og atvinnulífið sé nýja þríeykið fyrir ríkisstjórnina. “Þau þrjú bera ábyrgð á þessu, ekki við.” Vinnumarkaðslögin virka ekki, verkfæri ríkissáttasemjara virka ekki, samningsferlar vinnumarkaðarins virka ekki, samningsaðilar geta í einhverju sem skilgreint er sem nauðvörn, sett á verkföll og verkbönn sem bitna á allri þjóðinni út af deilum um lægstu laun sem innan við 5% af vinnumarkaðnum er á. Eitt stéttarfélag getur slitið sig út og neitað að axla ábyrgð með fúkyrðum og dólgslegri framkomu og neitað félagsmönnum um fjárhagslegan stuðning í miðjum aðgerðum þrátt fyrir skýrar samþykktir um annað. Fólk í framlínunni sem fylgir ekki þessu eina félagi að málum sætir hótunum jafnvel líflátshótunum og samtök atvinnulífsins eru með ákvæði í sínum samþykktum (48.gr) sem skyldar félagsmenn í að setja viðskiptabann á önnur fyrirtæki sem eru ekki í SA … er þetta ásættanlegt ástand ?? Villta vestrið leit friðsælla út en þetta ! Ríkisstjórnin þarf að stíga hér inn og setja lög á verkbann SA og mæta með lausn í þessu máli sem varðar 5% af atvinnulífinu. Síðan þarf Alþingi að laga regluverkið í tengslum við kjaramál og kjarasamninga. Helst áður en þessir skammtímasamningar renna út, því þetta er gríðarlega stórt mál fyrir íslensku þjóðina. Það tók nú ekki nema nokkra daga að koma völdum hluta af atvinnulífinu til bjargar í Covid. Þetta ætti því að geta gerst ef viljinn er fyrir hendi. Þangað til þá hvet ég öll lítil og meðalstór fyrirtæki til þess að skrá sig í www.afj.is þar sem ein skraning er eitt atkvæði, óháð stærð. Sérhagsmunir geta aldrei ráðið för í því félagi. Það er lýðræði, enda eiga tekjur og stærð ekki veita fleiri atkvæði i kosningum (væri það ok í Alþingiskosningum? Nei). Höfundur situr í stjórn Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Narfi frá JBT Marel til Kviku Árni Sæberg skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Efling hefur sýnt okkur veikleika vinnumarkaðslaganna og Samtök Atvinnulífsins er að sýna svo ekki sé um villst að ein samtök fyrir allt atvinnulífið er virkilega slæm hugmynd. 1) Það er ekki hægt að láta öll aðildarfélög SA kjósa um aðgerðir vegna kjarasamninga við eitt stéttarfélag. Sjávarútvegur, fjármálafyrirtæki og orkufyrirtæki hafa ekkert með þessa kjarasamninga við Eflingu að gera. Útfrá atkvæðavægi og reglum SA þá var þessi ákvörðun líklega tekin af ansi fáum stórum fyrirtækjum. 2) 48 gr. samþykkta SA eru algjörlega óviðeigandi. Að félag atvinnulífsins sé með ákvæði til að beita fyrirtækjum utan SA viðskiptaþvingunum sem ekki fylgja SA að máli er allt að því fasískt og sýnir að bersýnilega þarf að skipta SA upp. 3) Það að ein starfsstétt eða eitt stéttarfélag geti lagt þjóðina á hliðina með kröfur fyrir 5% vinnumarkaðarins getur ekki verið kerfi sem við sem þjóð sættum okkur við. Norræna vinnumarkaðslíkanið er dæmi um leið sem hefur sannað gildi sitt, þar sem ein starfstétt eða eitt stéttarfélag getur ekki tekið heila þjóð i gíslingu. Við ættum að horfa til siðaskipta í þeim efnum strax. 4) Það eru margar áleitinar spurningar sem vakna ef SA lítur svo á að öll fyrirtæki sem fylgja kjarasamningum SA og Eflingar beri að fylgja SA í verkbanni. Samkvæmt lögum ber öllum fyrirtækjum að fylgja kjarasamningum SA, séu þau ekki skráð í neitt félag. Einnig á þetta við um fyrirtæki sem eru skráð í önnur félög en hafa ekki enn fengið kjarasamning. Spurning er hvort SA muni þá líka bæta fyrirtækjum sem eru ekki í SA fjárhagstjónið úr verkbannssjóðum SA líkt og þeir munu bæta félagsmönnum sínum. Eða líta þeir svo á að þeir stjórni öllu atvinnulífinu og ef þú borgar ekki félagsgjöld í SA þá ertu úti en þarft að lúta valdi þeirra. Sé það skilningur SA þá er hér annað dæmi um að skipta þarf SA upp. 5) Að lokum má nefna ríkið og ríkisstjórnina. Ríkið hefur leitt óábyrga launaþróun. Aldrei í sögu Íslands né annarra lýðræðisríkja hafa meðallaun opinberra starfsmanna verið hærri en á almenna vinnumarkaðnum. Sú stefna hefur þróast hratt á síðustu 10 árum, sem er merkilegt í ljósi samsetningar ríkisstjórnarinnar sl. 10 ár. Einnig er gagnrýnisvert hvernig núverandi ríkisstjórn hefur með öllu firrað sig ábyrgð á stöðunni í atvinnulífinu og aðkomu sinnar að stöðu mála milli Eflingar og SA. Það er eins og Seðlabankinn, stéttarfélög og atvinnulífið sé nýja þríeykið fyrir ríkisstjórnina. “Þau þrjú bera ábyrgð á þessu, ekki við.” Vinnumarkaðslögin virka ekki, verkfæri ríkissáttasemjara virka ekki, samningsferlar vinnumarkaðarins virka ekki, samningsaðilar geta í einhverju sem skilgreint er sem nauðvörn, sett á verkföll og verkbönn sem bitna á allri þjóðinni út af deilum um lægstu laun sem innan við 5% af vinnumarkaðnum er á. Eitt stéttarfélag getur slitið sig út og neitað að axla ábyrgð með fúkyrðum og dólgslegri framkomu og neitað félagsmönnum um fjárhagslegan stuðning í miðjum aðgerðum þrátt fyrir skýrar samþykktir um annað. Fólk í framlínunni sem fylgir ekki þessu eina félagi að málum sætir hótunum jafnvel líflátshótunum og samtök atvinnulífsins eru með ákvæði í sínum samþykktum (48.gr) sem skyldar félagsmenn í að setja viðskiptabann á önnur fyrirtæki sem eru ekki í SA … er þetta ásættanlegt ástand ?? Villta vestrið leit friðsælla út en þetta ! Ríkisstjórnin þarf að stíga hér inn og setja lög á verkbann SA og mæta með lausn í þessu máli sem varðar 5% af atvinnulífinu. Síðan þarf Alþingi að laga regluverkið í tengslum við kjaramál og kjarasamninga. Helst áður en þessir skammtímasamningar renna út, því þetta er gríðarlega stórt mál fyrir íslensku þjóðina. Það tók nú ekki nema nokkra daga að koma völdum hluta af atvinnulífinu til bjargar í Covid. Þetta ætti því að geta gerst ef viljinn er fyrir hendi. Þangað til þá hvet ég öll lítil og meðalstór fyrirtæki til þess að skrá sig í www.afj.is þar sem ein skraning er eitt atkvæði, óháð stærð. Sérhagsmunir geta aldrei ráðið för í því félagi. Það er lýðræði, enda eiga tekjur og stærð ekki veita fleiri atkvæði i kosningum (væri það ok í Alþingiskosningum? Nei). Höfundur situr í stjórn Atvinnufjelagsins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun