Jay birti færslu með tveimur myndum á miðlinum reddit þar sem hann fór yfir ferð sína til Íslands. Þar segist hann hafa farið til smábæjarins til að sjá félagið sem hann hafi spilað hvað lengst sem í Football Manager. Þá þakkaði hann framkvæmdastjóranum og starfsliði félagsins kærlega fyrir móttökurnar.
The pleasure was mine!
— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) February 23, 2023
Áfram Grindavík!
https://t.co/mZu2MNvkV1
Í Football Manager geta spilarar sest í þjálfarastól nær allra liða í knattspyrnuheiminum, allavega karla megin. Jay segir ekki hversu lengi hann hafi stýrt Grindavík í leiknum en hann var þó grátlega nálægt því að vinna Bestu deildina á sínu fyrsta tímabili í deild þeirra bestu.
Jay gat því ekki annað en haft samband við Grindavík þegar hann var staddur hér á landi með eiginkonu sinni. Hann fékk jákvæð svör frá félaginu og mætti á svæðið, tók það út og fór glaður heim á leið með bæði keppnistreyju sem og barmmerki.
Mögulega tekst Grindavík í sumar að gera það sem Jay tókst, að komast upp í Bestu deildina. Grindvíkingar mæta ÍA á Akranesi í 1. umferð Lengjudeildar karla þann 5. maí næstkomandi.