Innlent

Hafa þurft að af­lýsa nokkrum pakka­ferðum vegna verk­fallsins

Atli Ísleifsson skrifar
Verkfallið hefur ekki haft áhrif á flugáætlum félagsins, að því er segir í svari frá Icelandair.
Verkfallið hefur ekki haft áhrif á flugáætlum félagsins, að því er segir í svari frá Icelandair. Vísir/Vilhelm

Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð.

Þetta kemur fram í svari flugfélagsins við fyrirspurn fréttastofu varðandi skilaboð sem Icelandair hefur sent á ákveðinn hóp viðskiptavina sem keypt hafa pakkaferðir. Er þar farið yfir þau áhrif sem verkföllin hafa á starfsemi hótela.

„Í nokkrum tilfellum hefur þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays, ef gisting á einu af þeim hótelum í Reykjavík sem hafa orðið fyrir áhrifum verkfallsins er innifalin og ekki hefur tekist að tryggja sambærilega gistingu.

Umfangið á þessum skipulögðu ferðum er ekki mikið í heildarsamhengi hlutanna,“ segir í svari Icelandair.

Skilaboð sem send hafa verið á viðskiptavna Icelandair Holidays.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×