Í áfalli eftir heimsókn þriggja handrukkara Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 11:33 Ragnar segir mennina hafa hótað að rústa allri íbúðinni, og stela sjónvarpinu hans og tölvunni. „Þeir sögðust ætla að taka allt sem þeir gætu selt.“ Aðsend „Ég er ennþá að reyna að jafna mig. Ég bara skil ekkert í þeim að vera að ráðast á mig,“ segir Ragnar Rúnar Þorgeirsson, íbúi í Ásahverfinu í Hafnarfirði en hann varð fyrir óhugnanlegri reynslu í gærdag þegar þrír menn ruddust inn á heimili hans með ógnandi tilburðum og enduðu á því að keyra á brott á bílnum hans. Að sögn Ragnars vildu mennirnir ná tali af syni hans, sem einn þeirra mun hafa átt í viðskiptum við. Í samtali við Vísi segir hann mennina þrjá hafa bankað upp á um fimm leytið í gærdag. Ragnar var þá einn heima. Hann segir mennina þrjá hafa ruðst inn og spurt eftir syni hans. Að sögn Ragnars var einn af þeim sem hafði sig mest í frammi, sá sami og sonur Ragnars mun hafa átt í viðskiptum við. „Sonur minn er úti á sjó núna, hann kemur venjulega hingað til mín í einn eða tvo daga þegar hann er í landi og fær að gista hérna. Ég sagði þeim eins og var, að hann væri úti á sjó.“ Hann segir mennina þrjá ekki hafa verið vopnaða. „En þeir voru augljóslega uppdópaðir, það sást í augunum á þeim, það skein úr þeim heift.“ Hann segir höfuðpaurinn svokallaða hafa ráfað um íbúðina, rótað í hinu og þessu og farið ofan í skúffur. „Svo fór hann inn í eldhús og gramsaði í lyfjunum mínum sem ég geymi þar. Ég sagði honum að þetta væru vítamín og þá missti hann áhugann á þeim.“ Ragnar segir mennina hafa hótað að rústa allri íbúðinni, og stela sjónvarpinu hans og tölvunni. „Þeir sögðust ætla að taka allt sem þeir gætu selt, til að hafa upp í skuld sem sonur minn á að vera ábyrgur fyrir. Ég sagði þeim að strákurinn ætti ekkert hérna heima hjá mér, sem er satt. Þá hættu þeir við.“ Titrandi og skjálfandi Ragnar segir að sér hafi einhvern veginn tekist að halda ró sinni á meðan á öllu þessu stóð. Hann segir höfuðpaurinn í hópnum hafa sagt honum að þeir „myndu vera góðir við hann“, en engu að síður hafi honum staðið mikil ógn af þremenningunum og verið verulega brugðið. Ragnar segist hafa geymt bíllykilinn inni í svefnherbergi en ekki uppgötvað að mennirnir höfðu tekið hann fyrr en hann leit út og sá bílnum bakkað í burtu frá húsinu. Hann segist hafa hringt á lögreglu strax í kjölfarið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var hann í miklu uppnámi. Lögreglan tók af honum skýrslu. „Ég var allar titrandi og skjálfandi og vissi ekkert, ráfaði bara um íbúðina og reyndi að átta mig á hlutunum.“ Seinna um kvöldið fékk Ragnar tilkynningu frá lögreglunni að bifreiðin væri fundin. Snemma í morgun var greint frá því í dagbók lögreglunnar að bifreið var stöðvuð í hverfi 221 en bifreiðin hafði verið tilkynnt stolin. Ökumaður og tveir farþegar hans voru handteknir, grunaðir um þjófnað á bifreiðinni. Voru þeir allir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ragnar grunar sterklega að um sé að ræða mennina þrjá sem ruddust inn til hans, þó að hann hafi ekki fengið það staðfest. „En mér skilst að það sé verið að skoða bílinn núna og svo fá ég hann eftir nokkra daga.“ Ragnar segist áður hafa orðið fyrir áreiti af þessu tagi og grunar sterklega að um sömu aðila sé að ræða. „Fyrir nokkrum mánuðum var stungið á þrjú dekk á bílnum mínum, og ég tilkynnti það til lögreglunnar. Mér finnst mjög líklegt að þetta séu sömu menn og komu til mín í gær.“ Hann kveðst enn vera að ná sér niður eftir þessa óhugnanlegu heimsókn. „Maður er bara í áfalli. Ég hugsa að ég muni leita til Rauða krossins og fá áfallahjálp. En ég ætla samt ekkert að hlífa þessum mönnum.“ Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Í samtali við Vísi segir hann mennina þrjá hafa bankað upp á um fimm leytið í gærdag. Ragnar var þá einn heima. Hann segir mennina þrjá hafa ruðst inn og spurt eftir syni hans. Að sögn Ragnars var einn af þeim sem hafði sig mest í frammi, sá sami og sonur Ragnars mun hafa átt í viðskiptum við. „Sonur minn er úti á sjó núna, hann kemur venjulega hingað til mín í einn eða tvo daga þegar hann er í landi og fær að gista hérna. Ég sagði þeim eins og var, að hann væri úti á sjó.“ Hann segir mennina þrjá ekki hafa verið vopnaða. „En þeir voru augljóslega uppdópaðir, það sást í augunum á þeim, það skein úr þeim heift.“ Hann segir höfuðpaurinn svokallaða hafa ráfað um íbúðina, rótað í hinu og þessu og farið ofan í skúffur. „Svo fór hann inn í eldhús og gramsaði í lyfjunum mínum sem ég geymi þar. Ég sagði honum að þetta væru vítamín og þá missti hann áhugann á þeim.“ Ragnar segir mennina hafa hótað að rústa allri íbúðinni, og stela sjónvarpinu hans og tölvunni. „Þeir sögðust ætla að taka allt sem þeir gætu selt, til að hafa upp í skuld sem sonur minn á að vera ábyrgur fyrir. Ég sagði þeim að strákurinn ætti ekkert hérna heima hjá mér, sem er satt. Þá hættu þeir við.“ Titrandi og skjálfandi Ragnar segir að sér hafi einhvern veginn tekist að halda ró sinni á meðan á öllu þessu stóð. Hann segir höfuðpaurinn í hópnum hafa sagt honum að þeir „myndu vera góðir við hann“, en engu að síður hafi honum staðið mikil ógn af þremenningunum og verið verulega brugðið. Ragnar segist hafa geymt bíllykilinn inni í svefnherbergi en ekki uppgötvað að mennirnir höfðu tekið hann fyrr en hann leit út og sá bílnum bakkað í burtu frá húsinu. Hann segist hafa hringt á lögreglu strax í kjölfarið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var hann í miklu uppnámi. Lögreglan tók af honum skýrslu. „Ég var allar titrandi og skjálfandi og vissi ekkert, ráfaði bara um íbúðina og reyndi að átta mig á hlutunum.“ Seinna um kvöldið fékk Ragnar tilkynningu frá lögreglunni að bifreiðin væri fundin. Snemma í morgun var greint frá því í dagbók lögreglunnar að bifreið var stöðvuð í hverfi 221 en bifreiðin hafði verið tilkynnt stolin. Ökumaður og tveir farþegar hans voru handteknir, grunaðir um þjófnað á bifreiðinni. Voru þeir allir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ragnar grunar sterklega að um sé að ræða mennina þrjá sem ruddust inn til hans, þó að hann hafi ekki fengið það staðfest. „En mér skilst að það sé verið að skoða bílinn núna og svo fá ég hann eftir nokkra daga.“ Ragnar segist áður hafa orðið fyrir áreiti af þessu tagi og grunar sterklega að um sömu aðila sé að ræða. „Fyrir nokkrum mánuðum var stungið á þrjú dekk á bílnum mínum, og ég tilkynnti það til lögreglunnar. Mér finnst mjög líklegt að þetta séu sömu menn og komu til mín í gær.“ Hann kveðst enn vera að ná sér niður eftir þessa óhugnanlegu heimsókn. „Maður er bara í áfalli. Ég hugsa að ég muni leita til Rauða krossins og fá áfallahjálp. En ég ætla samt ekkert að hlífa þessum mönnum.“
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira