Í áfalli eftir heimsókn þriggja handrukkara Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 11:33 Ragnar segir mennina hafa hótað að rústa allri íbúðinni, og stela sjónvarpinu hans og tölvunni. „Þeir sögðust ætla að taka allt sem þeir gætu selt.“ Aðsend „Ég er ennþá að reyna að jafna mig. Ég bara skil ekkert í þeim að vera að ráðast á mig,“ segir Ragnar Rúnar Þorgeirsson, íbúi í Ásahverfinu í Hafnarfirði en hann varð fyrir óhugnanlegri reynslu í gærdag þegar þrír menn ruddust inn á heimili hans með ógnandi tilburðum og enduðu á því að keyra á brott á bílnum hans. Að sögn Ragnars vildu mennirnir ná tali af syni hans, sem einn þeirra mun hafa átt í viðskiptum við. Í samtali við Vísi segir hann mennina þrjá hafa bankað upp á um fimm leytið í gærdag. Ragnar var þá einn heima. Hann segir mennina þrjá hafa ruðst inn og spurt eftir syni hans. Að sögn Ragnars var einn af þeim sem hafði sig mest í frammi, sá sami og sonur Ragnars mun hafa átt í viðskiptum við. „Sonur minn er úti á sjó núna, hann kemur venjulega hingað til mín í einn eða tvo daga þegar hann er í landi og fær að gista hérna. Ég sagði þeim eins og var, að hann væri úti á sjó.“ Hann segir mennina þrjá ekki hafa verið vopnaða. „En þeir voru augljóslega uppdópaðir, það sást í augunum á þeim, það skein úr þeim heift.“ Hann segir höfuðpaurinn svokallaða hafa ráfað um íbúðina, rótað í hinu og þessu og farið ofan í skúffur. „Svo fór hann inn í eldhús og gramsaði í lyfjunum mínum sem ég geymi þar. Ég sagði honum að þetta væru vítamín og þá missti hann áhugann á þeim.“ Ragnar segir mennina hafa hótað að rústa allri íbúðinni, og stela sjónvarpinu hans og tölvunni. „Þeir sögðust ætla að taka allt sem þeir gætu selt, til að hafa upp í skuld sem sonur minn á að vera ábyrgur fyrir. Ég sagði þeim að strákurinn ætti ekkert hérna heima hjá mér, sem er satt. Þá hættu þeir við.“ Titrandi og skjálfandi Ragnar segir að sér hafi einhvern veginn tekist að halda ró sinni á meðan á öllu þessu stóð. Hann segir höfuðpaurinn í hópnum hafa sagt honum að þeir „myndu vera góðir við hann“, en engu að síður hafi honum staðið mikil ógn af þremenningunum og verið verulega brugðið. Ragnar segist hafa geymt bíllykilinn inni í svefnherbergi en ekki uppgötvað að mennirnir höfðu tekið hann fyrr en hann leit út og sá bílnum bakkað í burtu frá húsinu. Hann segist hafa hringt á lögreglu strax í kjölfarið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var hann í miklu uppnámi. Lögreglan tók af honum skýrslu. „Ég var allar titrandi og skjálfandi og vissi ekkert, ráfaði bara um íbúðina og reyndi að átta mig á hlutunum.“ Seinna um kvöldið fékk Ragnar tilkynningu frá lögreglunni að bifreiðin væri fundin. Snemma í morgun var greint frá því í dagbók lögreglunnar að bifreið var stöðvuð í hverfi 221 en bifreiðin hafði verið tilkynnt stolin. Ökumaður og tveir farþegar hans voru handteknir, grunaðir um þjófnað á bifreiðinni. Voru þeir allir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ragnar grunar sterklega að um sé að ræða mennina þrjá sem ruddust inn til hans, þó að hann hafi ekki fengið það staðfest. „En mér skilst að það sé verið að skoða bílinn núna og svo fá ég hann eftir nokkra daga.“ Ragnar segist áður hafa orðið fyrir áreiti af þessu tagi og grunar sterklega að um sömu aðila sé að ræða. „Fyrir nokkrum mánuðum var stungið á þrjú dekk á bílnum mínum, og ég tilkynnti það til lögreglunnar. Mér finnst mjög líklegt að þetta séu sömu menn og komu til mín í gær.“ Hann kveðst enn vera að ná sér niður eftir þessa óhugnanlegu heimsókn. „Maður er bara í áfalli. Ég hugsa að ég muni leita til Rauða krossins og fá áfallahjálp. En ég ætla samt ekkert að hlífa þessum mönnum.“ Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Í samtali við Vísi segir hann mennina þrjá hafa bankað upp á um fimm leytið í gærdag. Ragnar var þá einn heima. Hann segir mennina þrjá hafa ruðst inn og spurt eftir syni hans. Að sögn Ragnars var einn af þeim sem hafði sig mest í frammi, sá sami og sonur Ragnars mun hafa átt í viðskiptum við. „Sonur minn er úti á sjó núna, hann kemur venjulega hingað til mín í einn eða tvo daga þegar hann er í landi og fær að gista hérna. Ég sagði þeim eins og var, að hann væri úti á sjó.“ Hann segir mennina þrjá ekki hafa verið vopnaða. „En þeir voru augljóslega uppdópaðir, það sást í augunum á þeim, það skein úr þeim heift.“ Hann segir höfuðpaurinn svokallaða hafa ráfað um íbúðina, rótað í hinu og þessu og farið ofan í skúffur. „Svo fór hann inn í eldhús og gramsaði í lyfjunum mínum sem ég geymi þar. Ég sagði honum að þetta væru vítamín og þá missti hann áhugann á þeim.“ Ragnar segir mennina hafa hótað að rústa allri íbúðinni, og stela sjónvarpinu hans og tölvunni. „Þeir sögðust ætla að taka allt sem þeir gætu selt, til að hafa upp í skuld sem sonur minn á að vera ábyrgur fyrir. Ég sagði þeim að strákurinn ætti ekkert hérna heima hjá mér, sem er satt. Þá hættu þeir við.“ Titrandi og skjálfandi Ragnar segir að sér hafi einhvern veginn tekist að halda ró sinni á meðan á öllu þessu stóð. Hann segir höfuðpaurinn í hópnum hafa sagt honum að þeir „myndu vera góðir við hann“, en engu að síður hafi honum staðið mikil ógn af þremenningunum og verið verulega brugðið. Ragnar segist hafa geymt bíllykilinn inni í svefnherbergi en ekki uppgötvað að mennirnir höfðu tekið hann fyrr en hann leit út og sá bílnum bakkað í burtu frá húsinu. Hann segist hafa hringt á lögreglu strax í kjölfarið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var hann í miklu uppnámi. Lögreglan tók af honum skýrslu. „Ég var allar titrandi og skjálfandi og vissi ekkert, ráfaði bara um íbúðina og reyndi að átta mig á hlutunum.“ Seinna um kvöldið fékk Ragnar tilkynningu frá lögreglunni að bifreiðin væri fundin. Snemma í morgun var greint frá því í dagbók lögreglunnar að bifreið var stöðvuð í hverfi 221 en bifreiðin hafði verið tilkynnt stolin. Ökumaður og tveir farþegar hans voru handteknir, grunaðir um þjófnað á bifreiðinni. Voru þeir allir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ragnar grunar sterklega að um sé að ræða mennina þrjá sem ruddust inn til hans, þó að hann hafi ekki fengið það staðfest. „En mér skilst að það sé verið að skoða bílinn núna og svo fá ég hann eftir nokkra daga.“ Ragnar segist áður hafa orðið fyrir áreiti af þessu tagi og grunar sterklega að um sömu aðila sé að ræða. „Fyrir nokkrum mánuðum var stungið á þrjú dekk á bílnum mínum, og ég tilkynnti það til lögreglunnar. Mér finnst mjög líklegt að þetta séu sömu menn og komu til mín í gær.“ Hann kveðst enn vera að ná sér niður eftir þessa óhugnanlegu heimsókn. „Maður er bara í áfalli. Ég hugsa að ég muni leita til Rauða krossins og fá áfallahjálp. En ég ætla samt ekkert að hlífa þessum mönnum.“
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira