Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. febrúar 2023 21:00 Eyþór Víðisson, öryggissérfræðingur. Vísir/Ívar Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. Líkt og greint var frá í fréttum okkar í gær er ekkert lögbundið eftirlit með svokölluðum áfangaheimilum í einkarekstri. Því er ljóst að öryggiskröfur eru ekki þær sömu og þegar um úrræði á vegum sveitarfélaga eða ríkis er að ræða. Eyþór Víðisson er sérfræðingur í öryggismálum. Hann segir að þegar opinberir aðilar reki húsnæðisúrræði sé það hluti starfs einhvers þeirra sem þar vinnur að passa upp á öryggismál, til að mynda eldvarnir. Hætta sé á að þegar um einkarekin úrræði er að ræða, líkt og Betra líf, þar sem eldur kom upp á föstudag, verði eftirlit lakara með tímanum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að efla eftirlitið og gera meiri kröfur á svona einkarekin úrræði. Þetta er gömul saga og ný núna. Það er fullt af fólki sem býr í húsnæði sem er hannað sem iðnaðarhúsnæði til að byrja með. Þegar þú breytir slíku húsnæði í íbúðarhúsnæði, þá verða kannski til einhverjar holur á veginum sem koma kannski ekki alveg strax í ljós,“ segir Eyþór. Málið er nú í rannsókn lögreglu, og ætla má að hún taki nokkurn tíma. Leiði hún í ljós einhverja vankanta, telur Eyþór tækifæri til að bregðast við. „Þetta er mjög verðmætt, þarna dó enginn. Samt munaði mjög litlu. Í faginu þá lítum við á þetta sem gullið tækifæri til að bregðast við.“ Mögulega tilefni til að breyta flokkuninni Í byggingarreglugerð sé að finna mismunandi notkunarflokka. Þannig séu gerðar mismunandi kröfur til húsa. Kröfur til gistiheimila og hótela varðandi öryggi séu til að mynda minni en til sjúkrahúsa, enda munurinn sá að ekki er gert ráð fyrir að sjúklingar geti komist út hjálparlaust. „Þegar um er að ræða áfangaheimili eða vistheimili eða einhvers konar heimili þar sem fólk í vanda eða með veikindi er, en er ekki á sjúkrahúsi. Kannski má taka það og hækka upp, þannig að kröfurnar verði aðeins ríkari, svona svipað eins og á sjúkrahúsum.“ Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Slysavarnir Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. 17. febrúar 2023 20:52 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Líkt og greint var frá í fréttum okkar í gær er ekkert lögbundið eftirlit með svokölluðum áfangaheimilum í einkarekstri. Því er ljóst að öryggiskröfur eru ekki þær sömu og þegar um úrræði á vegum sveitarfélaga eða ríkis er að ræða. Eyþór Víðisson er sérfræðingur í öryggismálum. Hann segir að þegar opinberir aðilar reki húsnæðisúrræði sé það hluti starfs einhvers þeirra sem þar vinnur að passa upp á öryggismál, til að mynda eldvarnir. Hætta sé á að þegar um einkarekin úrræði er að ræða, líkt og Betra líf, þar sem eldur kom upp á föstudag, verði eftirlit lakara með tímanum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að efla eftirlitið og gera meiri kröfur á svona einkarekin úrræði. Þetta er gömul saga og ný núna. Það er fullt af fólki sem býr í húsnæði sem er hannað sem iðnaðarhúsnæði til að byrja með. Þegar þú breytir slíku húsnæði í íbúðarhúsnæði, þá verða kannski til einhverjar holur á veginum sem koma kannski ekki alveg strax í ljós,“ segir Eyþór. Málið er nú í rannsókn lögreglu, og ætla má að hún taki nokkurn tíma. Leiði hún í ljós einhverja vankanta, telur Eyþór tækifæri til að bregðast við. „Þetta er mjög verðmætt, þarna dó enginn. Samt munaði mjög litlu. Í faginu þá lítum við á þetta sem gullið tækifæri til að bregðast við.“ Mögulega tilefni til að breyta flokkuninni Í byggingarreglugerð sé að finna mismunandi notkunarflokka. Þannig séu gerðar mismunandi kröfur til húsa. Kröfur til gistiheimila og hótela varðandi öryggi séu til að mynda minni en til sjúkrahúsa, enda munurinn sá að ekki er gert ráð fyrir að sjúklingar geti komist út hjálparlaust. „Þegar um er að ræða áfangaheimili eða vistheimili eða einhvers konar heimili þar sem fólk í vanda eða með veikindi er, en er ekki á sjúkrahúsi. Kannski má taka það og hækka upp, þannig að kröfurnar verði aðeins ríkari, svona svipað eins og á sjúkrahúsum.“
Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Slysavarnir Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. 17. febrúar 2023 20:52 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
„Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15
Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. 17. febrúar 2023 20:52
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17