Tjaldsvæðinu í Mosó lokað um óákveðinn tíma Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2023 11:05 Tjaldsvæðið hefur á undanförnum árum fyrst og síðast verið nýtt af húsbílaeigendum á sumrin og fram í september. Tjaldsvæðið er að finna fyrir aftan gráu skólabygginguna. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur ákveðið að loka tjaldsvæði Mosfellsbæjar á Varmárhóli um óákveðinn tíma. Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem tillaga framkvæmdastjóra umhverfissviðs bæjarins var til umræðu. Áður hafði tillagan komið til kasta bæjarráðs sem samþykkti hana. Tjaldsvæði Mosfellsbæjar á Varmárhól hefur verið starfrækt frá árinu 2011. Því var lokað í byrjun sumars 2022 vegna umfangsmikilla framkvæmda við Kvíslarskóla, en tjaldsvæðið er lagnalega tengt skólahúsinu. Fram kemur að tjaldsvæðið hafi á undanförnum árum fyrst og síðast verið nýtt af húsbílaeigendum á sumrin og fram í september. „Hluti endurnýjunar skólans fólst í miklum lagnaframkvæmdum sem urðu þess valdandi að útilokað var að halda tjaldsvæðinu opnu. Óskað er eftir því við bæjarráð að það staðfesti ákvörðun um lokun tjaldsvæðis á Varmárhól og að þeir sem hafa annast umsjón tjaldsvæðisins á Varmárhól verði upplýstir um þá ákvörðun og upplýst verði opinberlaga að tjaldsvæðið á Varmárhól verði lokað um óákveðinn tíma,“ sagði í tillögu framkvæmdastjórans. Framkvæmdir við Kvíslarskóla munu halda áfram á þessu ári og því sé útilokað að tjaldsvæðið opni að nýju á þessu ári. Mögulega tjaldsvæði neðan í Ullarnesgryfjum Í greinargerð segir að í drögum að deiliskipulagi svokallaðs Ævintýragarðs sé gert ráð fyrir mögulegu tjaldsvæði til framtíðar neðar í Ullarnesgryfjum. Staðsetning núverandi tjaldsvæðis og framkvæmd við útfærslu hafi ávallt verið hugsuð til bráðabirgða. „Útfærsla tjaldsvæðis á þeim stað tók mið af því að um bráðabirgða ráðstöfun var að ræða. Mikilvægt er því að mótuð verði stefna um framtíð og staðsetningu tjaldsvæða í Mosfellsbæ og hvort að einkaaðilar séu mögulega betur til þess fallnir að annast slíkan rekstur. Benda má á að nú þegar er tjaldsvæði rekið í Mosskógum í Mosfellsdal,“ segir í greinargerðinni. Mosfellsbær Tjaldsvæði Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem tillaga framkvæmdastjóra umhverfissviðs bæjarins var til umræðu. Áður hafði tillagan komið til kasta bæjarráðs sem samþykkti hana. Tjaldsvæði Mosfellsbæjar á Varmárhól hefur verið starfrækt frá árinu 2011. Því var lokað í byrjun sumars 2022 vegna umfangsmikilla framkvæmda við Kvíslarskóla, en tjaldsvæðið er lagnalega tengt skólahúsinu. Fram kemur að tjaldsvæðið hafi á undanförnum árum fyrst og síðast verið nýtt af húsbílaeigendum á sumrin og fram í september. „Hluti endurnýjunar skólans fólst í miklum lagnaframkvæmdum sem urðu þess valdandi að útilokað var að halda tjaldsvæðinu opnu. Óskað er eftir því við bæjarráð að það staðfesti ákvörðun um lokun tjaldsvæðis á Varmárhól og að þeir sem hafa annast umsjón tjaldsvæðisins á Varmárhól verði upplýstir um þá ákvörðun og upplýst verði opinberlaga að tjaldsvæðið á Varmárhól verði lokað um óákveðinn tíma,“ sagði í tillögu framkvæmdastjórans. Framkvæmdir við Kvíslarskóla munu halda áfram á þessu ári og því sé útilokað að tjaldsvæðið opni að nýju á þessu ári. Mögulega tjaldsvæði neðan í Ullarnesgryfjum Í greinargerð segir að í drögum að deiliskipulagi svokallaðs Ævintýragarðs sé gert ráð fyrir mögulegu tjaldsvæði til framtíðar neðar í Ullarnesgryfjum. Staðsetning núverandi tjaldsvæðis og framkvæmd við útfærslu hafi ávallt verið hugsuð til bráðabirgða. „Útfærsla tjaldsvæðis á þeim stað tók mið af því að um bráðabirgða ráðstöfun var að ræða. Mikilvægt er því að mótuð verði stefna um framtíð og staðsetningu tjaldsvæða í Mosfellsbæ og hvort að einkaaðilar séu mögulega betur til þess fallnir að annast slíkan rekstur. Benda má á að nú þegar er tjaldsvæði rekið í Mosskógum í Mosfellsdal,“ segir í greinargerðinni.
Mosfellsbær Tjaldsvæði Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum