Deila um „eðlilega hlaupaleið“ úr vinnu og heim til kasta Hæstaréttar Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2023 08:34 Maðurinn starfaði hjá borginni í Laugardal og hljóp jafnan Sæbrautina og Seltjarnarneshringinn á leiðinni heim til sín í vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni um áfrýjunarleyfi í máli þar sem deilt er um hvort að hlaupaleið starfsmanns Reykjavíkurborgar hafi verið „eðlileg“ á leið hans heim úr vinnunni þegar hann ekið var á hann þar sem hann fór yfir Ánanaust í vesturbæ Reykjavíkur og slasaðist. Maðurinn fór fram á greiðslu slysabóta vegna líkamstjóns úr hendi borgarinnar en deilt var um hvort að við uppgjör skyldi fara eftir reglum um slys í starfi eða utan starfs. Borgin var sýknuð af kröfu mannsins í héraði en Landsréttur sneri hins vegar dómnum og var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða manninum 5,7 milljónir króna. Borgin sóttist í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Krókur á leiðinni heim á Hagamel Fram kemur að maðurinn hafi verið starfsmaður Reykjavíkurborgar og slasast á leið sinni yfir Ánanaust á grænu götuljósi þegar bíl var ekið á hann. Hann hafi þá verið á leið heim til sín á venjulegri hlaupaleið sinni að loknum vinnudegi frá vinnustaðnum í Laugardal. Um hafi verið að ræða hefðbundinn níu til tíu kílómetra hlaupahringur sem hann hafi tekið í lok hvers vinnudags. Ekki var deilt um að maðurinn ætti tilkall til slysabóta úr hendi Reykjavíkurborgar og höfðu honum þegar verið greiddar bætur á grundvelli reglna sem giltu um slys starfsmanna borgarinnar utan starfs. Í málinu var deilt um það hvort maðurinn hefði verið á „eðlilegri leið“ frá vinnustað til heimilis, en við áreksturinn hlaut maðurinn heilahristing og tognun. Slysið varð í október 2018. Talinn enn hafa verið á „eðlilegri leið“ Fram kemur að Landsréttur hafi talið að leiðarval mannsins meðfram Sæbraut, fram hjá hafnarsvæðinu og að Ánanaustum gæti talist eðlileg hlaupaleið að áfangastaðnum, það er heimili mannsins. Sú lykkja sem hann legði venjulega á leið sína vestur Seltjarnarnes og til baka að Hagamel hefði aftur á móti einungis þjónað þeim tilgangi að lengja hlaupaleiðina. Í dómi segir að ástæða þess að maðurinn hafi valið að skokka þessa leið heim til sín mætti rekja til þess að árið 2013, í tengslum við átakið „hjólað í vinnuna“, hafi hann farið að ganga og hlaupa reglulega í og úr vinnu.Getty Ennfremur segir að Landsréttur hafi talið að eðlilega hlaupaleið mannsins heim til sín hafa legið yfir veginn og áfram nokkurn spöl eftir göngustígnum og því bæri að leggja til grundvallar að hann hefði ennþá verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis. Borgin telur hann hafa verið að sinna heilsurækt í frítíma Reykjavíkurborg leitaði til Hæstaréttar þar sem þeir töldu úrslit málsins sérstaklega varða mikilvæga hagsmuni sína um hvernig beri að túlka reglur um slysatryggingu starfsmanna. Þá var vísað til þess að sambærilegar reglur gildi um slysatryggingar annarra starfsmanna á vinnumarkaði og hafi úrslit málsins því verulegt almennt gildi. Í rökstuðningi borgarinnar segir að maðurinn geti ekki talist hafa verið á eðlilegri leið frá vinnu að heimili sínu heldur hafi hann verið að sinna heilsurækt eða áhugamáli í sínum frítíma. Ekki geti verið á forræði starfsmanna að útvíkka tryggingavernd einhliða og framlengja þannig þann tíma sem þeir fá notið verndar reglna um slysatryggingu í starfi. Þá segir að Reykjavíkurborg telji málsmeðferðina fyrir Landsrétti hafa verið stórlega ábótavant og að dómurinn sé bersýnilega rangur, bæði að formi og efni til. Hæstiréttur ákvað að samþykkja beiðni Reykjavíkurborgar um að taka málið til meðferðar þar sem talið sé að dómur geti haft fordæmisgildi um það hvenær slysatryggður starfsmaður teljist vera á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis. Reykjavík Dómsmál Hlaup Vinnuslys Tryggingar Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Maðurinn fór fram á greiðslu slysabóta vegna líkamstjóns úr hendi borgarinnar en deilt var um hvort að við uppgjör skyldi fara eftir reglum um slys í starfi eða utan starfs. Borgin var sýknuð af kröfu mannsins í héraði en Landsréttur sneri hins vegar dómnum og var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða manninum 5,7 milljónir króna. Borgin sóttist í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Krókur á leiðinni heim á Hagamel Fram kemur að maðurinn hafi verið starfsmaður Reykjavíkurborgar og slasast á leið sinni yfir Ánanaust á grænu götuljósi þegar bíl var ekið á hann. Hann hafi þá verið á leið heim til sín á venjulegri hlaupaleið sinni að loknum vinnudegi frá vinnustaðnum í Laugardal. Um hafi verið að ræða hefðbundinn níu til tíu kílómetra hlaupahringur sem hann hafi tekið í lok hvers vinnudags. Ekki var deilt um að maðurinn ætti tilkall til slysabóta úr hendi Reykjavíkurborgar og höfðu honum þegar verið greiddar bætur á grundvelli reglna sem giltu um slys starfsmanna borgarinnar utan starfs. Í málinu var deilt um það hvort maðurinn hefði verið á „eðlilegri leið“ frá vinnustað til heimilis, en við áreksturinn hlaut maðurinn heilahristing og tognun. Slysið varð í október 2018. Talinn enn hafa verið á „eðlilegri leið“ Fram kemur að Landsréttur hafi talið að leiðarval mannsins meðfram Sæbraut, fram hjá hafnarsvæðinu og að Ánanaustum gæti talist eðlileg hlaupaleið að áfangastaðnum, það er heimili mannsins. Sú lykkja sem hann legði venjulega á leið sína vestur Seltjarnarnes og til baka að Hagamel hefði aftur á móti einungis þjónað þeim tilgangi að lengja hlaupaleiðina. Í dómi segir að ástæða þess að maðurinn hafi valið að skokka þessa leið heim til sín mætti rekja til þess að árið 2013, í tengslum við átakið „hjólað í vinnuna“, hafi hann farið að ganga og hlaupa reglulega í og úr vinnu.Getty Ennfremur segir að Landsréttur hafi talið að eðlilega hlaupaleið mannsins heim til sín hafa legið yfir veginn og áfram nokkurn spöl eftir göngustígnum og því bæri að leggja til grundvallar að hann hefði ennþá verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis. Borgin telur hann hafa verið að sinna heilsurækt í frítíma Reykjavíkurborg leitaði til Hæstaréttar þar sem þeir töldu úrslit málsins sérstaklega varða mikilvæga hagsmuni sína um hvernig beri að túlka reglur um slysatryggingu starfsmanna. Þá var vísað til þess að sambærilegar reglur gildi um slysatryggingar annarra starfsmanna á vinnumarkaði og hafi úrslit málsins því verulegt almennt gildi. Í rökstuðningi borgarinnar segir að maðurinn geti ekki talist hafa verið á eðlilegri leið frá vinnu að heimili sínu heldur hafi hann verið að sinna heilsurækt eða áhugamáli í sínum frítíma. Ekki geti verið á forræði starfsmanna að útvíkka tryggingavernd einhliða og framlengja þannig þann tíma sem þeir fá notið verndar reglna um slysatryggingu í starfi. Þá segir að Reykjavíkurborg telji málsmeðferðina fyrir Landsrétti hafa verið stórlega ábótavant og að dómurinn sé bersýnilega rangur, bæði að formi og efni til. Hæstiréttur ákvað að samþykkja beiðni Reykjavíkurborgar um að taka málið til meðferðar þar sem talið sé að dómur geti haft fordæmisgildi um það hvenær slysatryggður starfsmaður teljist vera á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis.
Reykjavík Dómsmál Hlaup Vinnuslys Tryggingar Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“