Hvammsvirkjun – „Tilraunaverkefni á manngerðu svæði“ og þögn Landsvirkjunar Kristín Ása Guðmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 15:01 Í III. áfanga rammaáætlunar sem hófst 2013 var Hvammsvirkjun færð ein þriggja virkjanakosta í Þjórsá í byggð í nýtingarflokk. Hinar virkjanirnar eru Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Í tillögum, greinargerðum og lokaskýrslum þriggja starfshópa rammaáætlunar, óháðra vísindamanna, faghóps og verkefnisstjórnar kvað einatt við þesskonar yfirlýsing – að horft væri á svæðið ofan við fiskistigann í Búðafossi sem Landsvirkjun lét gera – þeim augum að búsvæði göngufisks þar væru ekki náttúruleg, heldur orðin til fyrir atbeina mannsins. Fiskistiginn í Búðafossi var gerður árið 1991. Með þessu fyrirfram verðfellandi sjónarhorni á svæðið fyrir ofan fiskistigann var Hvammsvirkjun felld í nýtingarflokk. Hins vegar er hvergi í fyrrgreindum skýrslum gerð grein fyrir tilefni umrædds sjónarhorns, sem stangast á við reglugerð um að í rammáætlun skuli gagnsæi og rekjanleiki vera tryggð. Enda er sjónarhornið óeðlilegt í að minnsta kosti þrennum skilningi. Í fyrsta lagi er göngufiskur í Þjórsá, þ.e. laxinn, jafn mikils virði hvort heldur hann er á búsvæðum sem eru 20 ára eða 2000 ára. Það skiptir bara engu máli, sér í lagi ekki þar sem sami laxastofninn lifir bæði fyrir ofan Búðafoss og neðan hann. Hekla.Aðsend Í öðru lagi, þá stangast umrætt sjónarhorn á við viðurkenndar starfsreglur rammaáætlunar þar sem segir að horfa skuli á náttúrusvæði í því ástandi sem ríkir þegar matið fer fram, en ekki út frá því hvernig það var einhverntíma áður. Fyrir ofan fiskistigann í Búðafossi eru um 48% útbreiðslusvæðis laxa í Þjórsá. Í þriðja lagi er sjónarhornið á svæðið fyrir ofan fiskistigann sem „manngert“ beinlíns rangt, þ.e. byggt á fölskum upplýsingum, þar sem aldrei, eftir því sem séð verður, er nokkurt tillit tekið til þess af hverju laxastiginn í Búðafossi var gerður og hvers vegna búsvæði laxa fyrir ofan hann urðu til. Fullgildi búsvæða göngufisks ofan fiskistigans í Búðafossi Fiskistiginn í Búðafossi og búsvæði göngufiska ofan hans eru endurgjald Landsvirkjunar fyrir tapaða hagsmuni vegna virkjana, en það tryggði/tryggir fullgildi búsvæðanna ofan Búðafoss. Fiskistiginn var gerður í þeim tilgangi að færa laxagengd upp fyrir Búðafoss og mynda ný verðmæti, þ.e. búsvæðin sem núna eru þar. Þetta var endurgjald upp í skaða sem Landsvirkjun olli og viðurkenndi, og sem útilokar það að líta megi á þessi búsvæði sem minna virði en önnur. Fjórir hreppar í Rangárvallasýslu og Landsvirkjun gerðu um þetta sérstakan samning árið 1981 sbr. grein í Vísi 27. júlí það ár, bls. 6. Kemur fram í fréttinni að skv. honum muni Landsvirkjun reiða fram peningagreiðslur, stuðla að laxagegnd upp fyrir Búðafoss, gera klakstöð og standa að seiðaeldi – upp í skaðaða hagsmuni þessara hreppa á afréttum vegna Búrfellsvirkjunar, Þórisvatnsmiðlunar, Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkjana og „annarra framkvæmda“, þ.e. skaða sem þegar var orðinn. Í texta fréttarinnar stendur orðrétt „... vegna skemmda, sem þeir hafa þegar orðið fyrir til þessa ...“. Efndi Landsvirkjun þennan samning við hreppana og var fiskistiginn tekinn í notkun 1992, eins og sést í svari við fyrirspurn á Alþingi 1995, hér undir „Þjórsársvæðið“: 152/120 svar: stuðningur Landsvirkjunar við fiskirækt | Þingtíðindi | Alþingi (althingi.is) En „manngerða“ sjónarhornið í rammaáætlun III á svæðið fyrir ofan Búðafoss var öxullinn í því að fella Hvammsvirkjun í nýtingarflokk. Og Landsvirkjun horfði á og steinþagði. Í stuttu máli gabbaði Landsvirkjun starfshópa rammaáætlunar III og lét þá halda að laxastiginn í Búðafossi hefði verið gerður vegna fyrirhugaðra virkjana, sem er alrangt. Fann Orri Vigfússon laxasérfræðingur sig knúinn til að benda á þennan misskilning á fundi með verkefnisstjórn 18. nóvember 2013, sbr. fundargerðina á ramma.is. Athugasemd hans náði ekki eyrum verkefnisstjórnar. Umfjöllun og ákvarðanir um Þjórsárvirkjanir í rammaáætlun III voru í höndum óháðra vísindamanna, faghóps og verkefnisstjórnar sem fyrr sagði. Í skýrslu Landsvirkjunar frá 2012 sem lá til grundvallar í mati óháðu vísindamannanna, Áhrif virkjana í neðri hluta Þjórsár á fiskstofna í Þjórsá minnist Landsvirkjun á tilurð fiskistigans einungis með þessu sniði bls 8: „Fiskstiginn í Búða er snemmkomið mótvægi þar sem tekist hefur að vinna ný hrygningar‐ og uppeldissvæði ofan stigans. Hin síðari ár hefur verið lögð aukin áhersla á að fylgjast með framgangi seiðabúskapar...“ og slær svo út í fleiri sálma um yfirstandandi og fyrirhuguð mótvægisverkefni, sjá hér: Microsoft Word - LV-2012-014 Áhrif virkjana á fiskistofna_útgáfa.docx. Hér sést hvernig Landsvirkjun leiðir talið frá tilurð fiskistigans í skýrslunni. Hún skýrir hvergi frá ástæðu þess að hann var gerður og enn síður minnst hún á samninginn frá 1981. Þetta er líkt og ef sagnfræðingur segði frá tilurð Reykjavíkur: „Skúli nokkur fógeti er snemmkominn áhugamaður um Kvosina. Þar hafa hin síðari ár sprottið upp veitingastaðir í ljósi mikillar aukningar í ferðaþjónustu...“! Ófyrirséðar afleiðingar breytts rennslis vegna Búrfellsvirkjunar Sömuleiðis er hvergi fjallað um það í skýrslu Landsvirkjunar 2012 að gríðarlegur seiðadauði varð í Þjórsá um miðbik 8. áratugarins og var orsökin rakin til Búrfellsvirkjunar. Ísmyndun varð óhófleg í ánni og flóð, svo 120.000 laxaseiði sem sleppt hafði verið árin þarna á undan í þverá Þjórsár, Kálfá, fórust. Þetta sést í fundargerð aðalfundar Veiðifélags Þjórsár frá 9. júní 1977. Liggur Búrfellsvirkjun þó u.þ.b. 30 km ofar en mynni Kálfár í Þjórsá. – En Hvammsvirkjun myndi liggja skemmra en 10 km frá mynni hennar. Í fyrrnefndri fundargerð Veiðifélags Þjórsár er rakið það tjón sem orðið var og að viðræður eru hafnar við Landsvirkjun um bætur. Sést að stjórn félagsins hefur óskað eftir því að þær séu í formi fiskistiga í Búðafossi: „Formaður gerði grein fyrir störfum stjórnar, er hafði rætt við Landsvirkjun vegna þeirra vandamála, er knýja á varðandi vatnsrennsli árinnar, skemmdir af völdum flóða, þegar miðlað er í ána. Væri hér um verulegt tjón að ræða ... skýrði formaður frá fundi stjórnar með landsvirkjunarmönnum 26. maí 1976 þar sem rætt var um hönnun fiskvegar í Búða ... þeir tóku vel í að athuga þetta mál ... var haldinn fundur með lögfræðinganefnd Landsvirkjunar 21. júní 1976 og skipuðust mál þannig, að Landsvirkjun myndi kosta áætlun um gerð fiskivegar ... formaður taldi víst að Landsvirkjun myndi vilja greiða kostnað við verkið. Breytingar á Þjórsá hefðu orðið stórkostlegar, röskun hefði orðið mun meiri en menn hefðu órað fyrir ...“ . Dragi nú lesendur sjálfir sínar ályktanir um ófyrirséða skaðsemi þess þegar tröllauknar ár - sem iða af lífi - eru stíflaðar. Aftur að flokkun Hvammsvirkjunar í nýtingarflokk Í stað þess að segja frá tilurð fiskistigans og búsvæðanna ofan hans, lét Landsvirkjun „óháða vísindamenn“ rammaáætlunar rétta sér upp í hendurnar í skýrslu þeirra verðfellandi sjónarhorn á búsvæði laxa ofan Búðafoss, þ.e. að búsvæðin væru orðin til fyrir atbeina mannsins. Sjá t.d. bls 21 í skýrslu þeirra: Evaluation of available research on salmonids in the river Þjórsá in S-Iceland and proposed counter measures and mitigation efforts in relation to three proposed hydroelectric power plants in the lower part of the river (ramma.is) „Manngerða“ sjónarhornið bergmálaði síðan í tillögum og niðurstöðum faghóps og verkefnisstjórnar, ásamt því að faghópur hélt til haga í lokaskýrslu sinni uppástungu vísindamannanna um Hvammsvirkjun sem tilraunabú - til að sjá mætti hvernig laxinum reiddi af. Vitnar tillagan sú um siðlega, sanngjarna og vísindalega nálgun á iðandi lífríki Þjórsár, eða hitt þó heldur, sjá fyrrnefnda skýrslu óháðra vísindamanna bls. 12 og skýrslu faghóps bls. 2 og 4 hér: https://www.ramma.is/media/gogn/Nidurstada_faghops_04nov2013.pdf Skipunarbréf óháðu vísindamannanna og faghóps voru ekki þannig orðuð að kallað væri eftir ofangreindu „manngerðu“ sjónarhorni eða tillögu um Hvammsvirkjun sem tilraunabú. En reyndar fékk fagópurinn þau hlutdrægu fyrirmæli í skipunarbréfi frá verkefnisstjórn að fara yfir mál virkjana í Þjórsá „til þess að unnt sé að raða einhverjum þeirra eða öllum í nýtingarflokk á nýjan leik, sjá hér bls. 5: https://www.ramma.is/media/gogn/Tillaga-um-flokkun-virkjunarkosta-140321-endanleg.pdf). Tilraunaverkefni á manngerðu svæði Í hnotskurn varð Hvammsvirkjun að „tilraunaverkefni á manngerðu svæði“ ef svo mætti segja, í meðförum og skýrslum starfshópa rammaáætlunar III. Standa klausur um það í skýrslunum eins og steingerðar vábeiður yfir höfuðsvörðum vísinda og fagmennsku sem verða bráðkvödd í þannig aðstæðum, að eiga vesgú að setja a.m.k. eina virkjun í nýtingarflokk af þremur samkvæmt umbeðnu – og helst á korteri – og helst Hvammsvirkjun. Landsvirkjun hafði einfaldlega pantað Hvammsvirkjun fyrsta í nýtingarflokk hjá faghópi, sjá hér bls. 2: https://www.ramma.is/media/gogn/Nidurstada_faghops_04nov2013.pdf Og hafði lýst því yfir í fjölmiðlum nokkrum sinnum þarna áður, að hún vildi byrja á henni, sjá t.d. grein Harðar Árnasonar í Morgunblaðinu í innlendum fréttum 31. október 2012, bls. 4. Morgunblaðið - 255. tölublað (31.10.2012) - Tímarit.is (timarit.is) Stjórnsýslustofnunum ýmsum hafði einnig verið kunnugt um að Landsvirkjun vildi helst byrja á Hvammsvirkjun af virkjununum þremur, sjá t.d. grein Sigurðar Guðjónssonar hjá Veiðimálastofnun í Fréttablaðinu 31. mars 2012 bls. 22: Fréttablaðið - 77. tölublað (31.03.2012) - Tímarit.is (timarit.is) Verkefnisstjórn hristi reyndar af sér klístraða uppástunguna um Hvammsvirkjun sem tilraunaverkefni í lokaskýrslu sinni og minntist ekki á hana. En kvittaði undir Hvammsvirkjun í nýtingarflokki með „manngerðu“ óskilagleraugun á nefinu, alveg eins og faghópur og óháðir vísindamenn höfðu gert. Þegar gerðar voru formlegar athugasemdir við þetta sjónarhorn, þá svaraði verkefnisstjórn þeim ekki efnislega, heldur endurskrifaði orðrétt kafla úr lokaskýrslu faghóps til birtingar kvartendum. Þar átti „manngerða“ sjónarhornið sinn mikilvæga sess, enn og aftur. Að þessu ofansögðu, skyldi nú einhver virkilega halda að það hafi verið upp úr vísindaskjóðunni sem Landsvirkjun fékk Hvammsvirkjun í skóinn? Skiptimynt? Grunur vaknar sömuleiðis um hvort Hvammsvirkjun hafi verið látin gossa í nýtingarflokk í togi um einhver önnur náttúrusvæði innan rammaáætlunar. Orkufrekjur stunda slíkt náttúrutog innan hennar sleitulaust. Hér voru starfshópar með 48% útbreiðslusvæðis laxa í Þjórsá undir. Farið var aðferðafræðilegum útúrkrókahöndum um svæðið með sjónarhorni sem var óumbeðið og óútskýrt – en sem lét flokkunina í nýtingarflokk akkúrat ganga upp. Rammaáætlun hefur sett niður Ofangreind vinnubrögð í tilviki Hvammsvirkjunar eru áfellisdómur yfir vinnubrögðum innan rammaáætlunar. Afleiðingarnar eru mjög alvarlegar fyrir lífríki og lifandi fólk í daglegu umhverfi þess við Þjórsá. Réttast væri að krefjast þess að uppástungur um að hafa Hvammsvirkjun sem tilraunaverkefni yrðu formlega strikaðar út í rammáætlun. Það liggur fyrir að að Hvammsvirkjun myndi hafa svipuð skaðleg áhrif fyrir svæðið ofan Búðafoss eins og virkjanir neðar í ánni myndu hafa skaðleg áhrif þar. Þær virkjanir eru báðar í biðflokki. Það eru yfirgnæfandi líkur á að Hvammsvirkjun væri í biðflokki eins og Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun ef hið forkastanlega „manngerða“ sjónarhorn hefði ekki verið misnotað á efra svæðið, meðan Landsvirkjun þagði um réttarlega grundvallarstaðreynd svo hún hagnaðist á því. Þetta flettir ofan af því hvað fyrirætlunin um Hvammsvirkjun er vond fyrir lífsskilyrði göngufiska í Þjórsá. Það var snúið að afla henni fylgis eða gildis innan rammaáætlunar nema með því að þagað væri um fullgildi svæðanna ofan við Búðafoss. Hugtakið endurgjald, hér bætur vegna tapaðra hagsmuna, vegur þungt þegar samningar og eignarréttur eru annars vegar. Það veit Landsvirkjun einmitt, með lögfræðinga á hverjum fingri. Þögn Landsvirkjunar og lagaleg óvissa Í formlegum athugasemdum mínum og kæru innan stjórnsýslunnar hef ég sagt frá þessu framferði Landsvirkjunar að þegja um réttar staðreyndir. Í umsögnum hennar við athugasemdir mínar svarar hún þeim ekki efnislega til þessa, heldur vísar skýringalaust í samþykktir Alþingis sem snúa að Hvammsvirkjun. Heit er kartaflan sú - Landsvirkjun hefur misst málið. Núna er tímabært að spyrja um lagalega óvissu sem uppi er: Er það stjórnsýslan sem á að elta orkufyrirtækin og veita þeim leyfi fyrir virkjunum á grundvelli rangra/falskra/falinna upplýsinga réttarlega, þegar vitað er að upplýsingarnar voru rangar/falskar/faldar? Til er nokkuð sem heitir rannsóknarregla stjórnsýslulaga. Og vegna þess að heyrst hefur umræða um hvort sveitarfélög sem veiti ekki framkvæmdaleyfi virkjana eigi í kjölfarið von á bótakröfum frá orkufyrirtækjum – þá mætti spyrja: Geta orkufyrirtæki fyrst logið að stjórnsýslunni – og lögsótt hana svo vegna sama máls? Og að lokum: Ég skora á fyrrverandi rannsóknarblaðamanninn Þóru Arnórsdóttur, nú samskiptastjóra Landsvirkjunar – að finna samninginn frá 1981, lesa hann og senda hann ásamt skýrslu Landsvirkjunar frá 2012 á alla starfsmenn hennar með orðsendingunni: „Svona gerum við ekki“. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í III. áfanga rammaáætlunar sem hófst 2013 var Hvammsvirkjun færð ein þriggja virkjanakosta í Þjórsá í byggð í nýtingarflokk. Hinar virkjanirnar eru Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Í tillögum, greinargerðum og lokaskýrslum þriggja starfshópa rammaáætlunar, óháðra vísindamanna, faghóps og verkefnisstjórnar kvað einatt við þesskonar yfirlýsing – að horft væri á svæðið ofan við fiskistigann í Búðafossi sem Landsvirkjun lét gera – þeim augum að búsvæði göngufisks þar væru ekki náttúruleg, heldur orðin til fyrir atbeina mannsins. Fiskistiginn í Búðafossi var gerður árið 1991. Með þessu fyrirfram verðfellandi sjónarhorni á svæðið fyrir ofan fiskistigann var Hvammsvirkjun felld í nýtingarflokk. Hins vegar er hvergi í fyrrgreindum skýrslum gerð grein fyrir tilefni umrædds sjónarhorns, sem stangast á við reglugerð um að í rammáætlun skuli gagnsæi og rekjanleiki vera tryggð. Enda er sjónarhornið óeðlilegt í að minnsta kosti þrennum skilningi. Í fyrsta lagi er göngufiskur í Þjórsá, þ.e. laxinn, jafn mikils virði hvort heldur hann er á búsvæðum sem eru 20 ára eða 2000 ára. Það skiptir bara engu máli, sér í lagi ekki þar sem sami laxastofninn lifir bæði fyrir ofan Búðafoss og neðan hann. Hekla.Aðsend Í öðru lagi, þá stangast umrætt sjónarhorn á við viðurkenndar starfsreglur rammaáætlunar þar sem segir að horfa skuli á náttúrusvæði í því ástandi sem ríkir þegar matið fer fram, en ekki út frá því hvernig það var einhverntíma áður. Fyrir ofan fiskistigann í Búðafossi eru um 48% útbreiðslusvæðis laxa í Þjórsá. Í þriðja lagi er sjónarhornið á svæðið fyrir ofan fiskistigann sem „manngert“ beinlíns rangt, þ.e. byggt á fölskum upplýsingum, þar sem aldrei, eftir því sem séð verður, er nokkurt tillit tekið til þess af hverju laxastiginn í Búðafossi var gerður og hvers vegna búsvæði laxa fyrir ofan hann urðu til. Fullgildi búsvæða göngufisks ofan fiskistigans í Búðafossi Fiskistiginn í Búðafossi og búsvæði göngufiska ofan hans eru endurgjald Landsvirkjunar fyrir tapaða hagsmuni vegna virkjana, en það tryggði/tryggir fullgildi búsvæðanna ofan Búðafoss. Fiskistiginn var gerður í þeim tilgangi að færa laxagengd upp fyrir Búðafoss og mynda ný verðmæti, þ.e. búsvæðin sem núna eru þar. Þetta var endurgjald upp í skaða sem Landsvirkjun olli og viðurkenndi, og sem útilokar það að líta megi á þessi búsvæði sem minna virði en önnur. Fjórir hreppar í Rangárvallasýslu og Landsvirkjun gerðu um þetta sérstakan samning árið 1981 sbr. grein í Vísi 27. júlí það ár, bls. 6. Kemur fram í fréttinni að skv. honum muni Landsvirkjun reiða fram peningagreiðslur, stuðla að laxagegnd upp fyrir Búðafoss, gera klakstöð og standa að seiðaeldi – upp í skaðaða hagsmuni þessara hreppa á afréttum vegna Búrfellsvirkjunar, Þórisvatnsmiðlunar, Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkjana og „annarra framkvæmda“, þ.e. skaða sem þegar var orðinn. Í texta fréttarinnar stendur orðrétt „... vegna skemmda, sem þeir hafa þegar orðið fyrir til þessa ...“. Efndi Landsvirkjun þennan samning við hreppana og var fiskistiginn tekinn í notkun 1992, eins og sést í svari við fyrirspurn á Alþingi 1995, hér undir „Þjórsársvæðið“: 152/120 svar: stuðningur Landsvirkjunar við fiskirækt | Þingtíðindi | Alþingi (althingi.is) En „manngerða“ sjónarhornið í rammaáætlun III á svæðið fyrir ofan Búðafoss var öxullinn í því að fella Hvammsvirkjun í nýtingarflokk. Og Landsvirkjun horfði á og steinþagði. Í stuttu máli gabbaði Landsvirkjun starfshópa rammaáætlunar III og lét þá halda að laxastiginn í Búðafossi hefði verið gerður vegna fyrirhugaðra virkjana, sem er alrangt. Fann Orri Vigfússon laxasérfræðingur sig knúinn til að benda á þennan misskilning á fundi með verkefnisstjórn 18. nóvember 2013, sbr. fundargerðina á ramma.is. Athugasemd hans náði ekki eyrum verkefnisstjórnar. Umfjöllun og ákvarðanir um Þjórsárvirkjanir í rammaáætlun III voru í höndum óháðra vísindamanna, faghóps og verkefnisstjórnar sem fyrr sagði. Í skýrslu Landsvirkjunar frá 2012 sem lá til grundvallar í mati óháðu vísindamannanna, Áhrif virkjana í neðri hluta Þjórsár á fiskstofna í Þjórsá minnist Landsvirkjun á tilurð fiskistigans einungis með þessu sniði bls 8: „Fiskstiginn í Búða er snemmkomið mótvægi þar sem tekist hefur að vinna ný hrygningar‐ og uppeldissvæði ofan stigans. Hin síðari ár hefur verið lögð aukin áhersla á að fylgjast með framgangi seiðabúskapar...“ og slær svo út í fleiri sálma um yfirstandandi og fyrirhuguð mótvægisverkefni, sjá hér: Microsoft Word - LV-2012-014 Áhrif virkjana á fiskistofna_útgáfa.docx. Hér sést hvernig Landsvirkjun leiðir talið frá tilurð fiskistigans í skýrslunni. Hún skýrir hvergi frá ástæðu þess að hann var gerður og enn síður minnst hún á samninginn frá 1981. Þetta er líkt og ef sagnfræðingur segði frá tilurð Reykjavíkur: „Skúli nokkur fógeti er snemmkominn áhugamaður um Kvosina. Þar hafa hin síðari ár sprottið upp veitingastaðir í ljósi mikillar aukningar í ferðaþjónustu...“! Ófyrirséðar afleiðingar breytts rennslis vegna Búrfellsvirkjunar Sömuleiðis er hvergi fjallað um það í skýrslu Landsvirkjunar 2012 að gríðarlegur seiðadauði varð í Þjórsá um miðbik 8. áratugarins og var orsökin rakin til Búrfellsvirkjunar. Ísmyndun varð óhófleg í ánni og flóð, svo 120.000 laxaseiði sem sleppt hafði verið árin þarna á undan í þverá Þjórsár, Kálfá, fórust. Þetta sést í fundargerð aðalfundar Veiðifélags Þjórsár frá 9. júní 1977. Liggur Búrfellsvirkjun þó u.þ.b. 30 km ofar en mynni Kálfár í Þjórsá. – En Hvammsvirkjun myndi liggja skemmra en 10 km frá mynni hennar. Í fyrrnefndri fundargerð Veiðifélags Þjórsár er rakið það tjón sem orðið var og að viðræður eru hafnar við Landsvirkjun um bætur. Sést að stjórn félagsins hefur óskað eftir því að þær séu í formi fiskistiga í Búðafossi: „Formaður gerði grein fyrir störfum stjórnar, er hafði rætt við Landsvirkjun vegna þeirra vandamála, er knýja á varðandi vatnsrennsli árinnar, skemmdir af völdum flóða, þegar miðlað er í ána. Væri hér um verulegt tjón að ræða ... skýrði formaður frá fundi stjórnar með landsvirkjunarmönnum 26. maí 1976 þar sem rætt var um hönnun fiskvegar í Búða ... þeir tóku vel í að athuga þetta mál ... var haldinn fundur með lögfræðinganefnd Landsvirkjunar 21. júní 1976 og skipuðust mál þannig, að Landsvirkjun myndi kosta áætlun um gerð fiskivegar ... formaður taldi víst að Landsvirkjun myndi vilja greiða kostnað við verkið. Breytingar á Þjórsá hefðu orðið stórkostlegar, röskun hefði orðið mun meiri en menn hefðu órað fyrir ...“ . Dragi nú lesendur sjálfir sínar ályktanir um ófyrirséða skaðsemi þess þegar tröllauknar ár - sem iða af lífi - eru stíflaðar. Aftur að flokkun Hvammsvirkjunar í nýtingarflokk Í stað þess að segja frá tilurð fiskistigans og búsvæðanna ofan hans, lét Landsvirkjun „óháða vísindamenn“ rammaáætlunar rétta sér upp í hendurnar í skýrslu þeirra verðfellandi sjónarhorn á búsvæði laxa ofan Búðafoss, þ.e. að búsvæðin væru orðin til fyrir atbeina mannsins. Sjá t.d. bls 21 í skýrslu þeirra: Evaluation of available research on salmonids in the river Þjórsá in S-Iceland and proposed counter measures and mitigation efforts in relation to three proposed hydroelectric power plants in the lower part of the river (ramma.is) „Manngerða“ sjónarhornið bergmálaði síðan í tillögum og niðurstöðum faghóps og verkefnisstjórnar, ásamt því að faghópur hélt til haga í lokaskýrslu sinni uppástungu vísindamannanna um Hvammsvirkjun sem tilraunabú - til að sjá mætti hvernig laxinum reiddi af. Vitnar tillagan sú um siðlega, sanngjarna og vísindalega nálgun á iðandi lífríki Þjórsár, eða hitt þó heldur, sjá fyrrnefnda skýrslu óháðra vísindamanna bls. 12 og skýrslu faghóps bls. 2 og 4 hér: https://www.ramma.is/media/gogn/Nidurstada_faghops_04nov2013.pdf Skipunarbréf óháðu vísindamannanna og faghóps voru ekki þannig orðuð að kallað væri eftir ofangreindu „manngerðu“ sjónarhorni eða tillögu um Hvammsvirkjun sem tilraunabú. En reyndar fékk fagópurinn þau hlutdrægu fyrirmæli í skipunarbréfi frá verkefnisstjórn að fara yfir mál virkjana í Þjórsá „til þess að unnt sé að raða einhverjum þeirra eða öllum í nýtingarflokk á nýjan leik, sjá hér bls. 5: https://www.ramma.is/media/gogn/Tillaga-um-flokkun-virkjunarkosta-140321-endanleg.pdf). Tilraunaverkefni á manngerðu svæði Í hnotskurn varð Hvammsvirkjun að „tilraunaverkefni á manngerðu svæði“ ef svo mætti segja, í meðförum og skýrslum starfshópa rammaáætlunar III. Standa klausur um það í skýrslunum eins og steingerðar vábeiður yfir höfuðsvörðum vísinda og fagmennsku sem verða bráðkvödd í þannig aðstæðum, að eiga vesgú að setja a.m.k. eina virkjun í nýtingarflokk af þremur samkvæmt umbeðnu – og helst á korteri – og helst Hvammsvirkjun. Landsvirkjun hafði einfaldlega pantað Hvammsvirkjun fyrsta í nýtingarflokk hjá faghópi, sjá hér bls. 2: https://www.ramma.is/media/gogn/Nidurstada_faghops_04nov2013.pdf Og hafði lýst því yfir í fjölmiðlum nokkrum sinnum þarna áður, að hún vildi byrja á henni, sjá t.d. grein Harðar Árnasonar í Morgunblaðinu í innlendum fréttum 31. október 2012, bls. 4. Morgunblaðið - 255. tölublað (31.10.2012) - Tímarit.is (timarit.is) Stjórnsýslustofnunum ýmsum hafði einnig verið kunnugt um að Landsvirkjun vildi helst byrja á Hvammsvirkjun af virkjununum þremur, sjá t.d. grein Sigurðar Guðjónssonar hjá Veiðimálastofnun í Fréttablaðinu 31. mars 2012 bls. 22: Fréttablaðið - 77. tölublað (31.03.2012) - Tímarit.is (timarit.is) Verkefnisstjórn hristi reyndar af sér klístraða uppástunguna um Hvammsvirkjun sem tilraunaverkefni í lokaskýrslu sinni og minntist ekki á hana. En kvittaði undir Hvammsvirkjun í nýtingarflokki með „manngerðu“ óskilagleraugun á nefinu, alveg eins og faghópur og óháðir vísindamenn höfðu gert. Þegar gerðar voru formlegar athugasemdir við þetta sjónarhorn, þá svaraði verkefnisstjórn þeim ekki efnislega, heldur endurskrifaði orðrétt kafla úr lokaskýrslu faghóps til birtingar kvartendum. Þar átti „manngerða“ sjónarhornið sinn mikilvæga sess, enn og aftur. Að þessu ofansögðu, skyldi nú einhver virkilega halda að það hafi verið upp úr vísindaskjóðunni sem Landsvirkjun fékk Hvammsvirkjun í skóinn? Skiptimynt? Grunur vaknar sömuleiðis um hvort Hvammsvirkjun hafi verið látin gossa í nýtingarflokk í togi um einhver önnur náttúrusvæði innan rammaáætlunar. Orkufrekjur stunda slíkt náttúrutog innan hennar sleitulaust. Hér voru starfshópar með 48% útbreiðslusvæðis laxa í Þjórsá undir. Farið var aðferðafræðilegum útúrkrókahöndum um svæðið með sjónarhorni sem var óumbeðið og óútskýrt – en sem lét flokkunina í nýtingarflokk akkúrat ganga upp. Rammaáætlun hefur sett niður Ofangreind vinnubrögð í tilviki Hvammsvirkjunar eru áfellisdómur yfir vinnubrögðum innan rammaáætlunar. Afleiðingarnar eru mjög alvarlegar fyrir lífríki og lifandi fólk í daglegu umhverfi þess við Þjórsá. Réttast væri að krefjast þess að uppástungur um að hafa Hvammsvirkjun sem tilraunaverkefni yrðu formlega strikaðar út í rammáætlun. Það liggur fyrir að að Hvammsvirkjun myndi hafa svipuð skaðleg áhrif fyrir svæðið ofan Búðafoss eins og virkjanir neðar í ánni myndu hafa skaðleg áhrif þar. Þær virkjanir eru báðar í biðflokki. Það eru yfirgnæfandi líkur á að Hvammsvirkjun væri í biðflokki eins og Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun ef hið forkastanlega „manngerða“ sjónarhorn hefði ekki verið misnotað á efra svæðið, meðan Landsvirkjun þagði um réttarlega grundvallarstaðreynd svo hún hagnaðist á því. Þetta flettir ofan af því hvað fyrirætlunin um Hvammsvirkjun er vond fyrir lífsskilyrði göngufiska í Þjórsá. Það var snúið að afla henni fylgis eða gildis innan rammaáætlunar nema með því að þagað væri um fullgildi svæðanna ofan við Búðafoss. Hugtakið endurgjald, hér bætur vegna tapaðra hagsmuna, vegur þungt þegar samningar og eignarréttur eru annars vegar. Það veit Landsvirkjun einmitt, með lögfræðinga á hverjum fingri. Þögn Landsvirkjunar og lagaleg óvissa Í formlegum athugasemdum mínum og kæru innan stjórnsýslunnar hef ég sagt frá þessu framferði Landsvirkjunar að þegja um réttar staðreyndir. Í umsögnum hennar við athugasemdir mínar svarar hún þeim ekki efnislega til þessa, heldur vísar skýringalaust í samþykktir Alþingis sem snúa að Hvammsvirkjun. Heit er kartaflan sú - Landsvirkjun hefur misst málið. Núna er tímabært að spyrja um lagalega óvissu sem uppi er: Er það stjórnsýslan sem á að elta orkufyrirtækin og veita þeim leyfi fyrir virkjunum á grundvelli rangra/falskra/falinna upplýsinga réttarlega, þegar vitað er að upplýsingarnar voru rangar/falskar/faldar? Til er nokkuð sem heitir rannsóknarregla stjórnsýslulaga. Og vegna þess að heyrst hefur umræða um hvort sveitarfélög sem veiti ekki framkvæmdaleyfi virkjana eigi í kjölfarið von á bótakröfum frá orkufyrirtækjum – þá mætti spyrja: Geta orkufyrirtæki fyrst logið að stjórnsýslunni – og lögsótt hana svo vegna sama máls? Og að lokum: Ég skora á fyrrverandi rannsóknarblaðamanninn Þóru Arnórsdóttur, nú samskiptastjóra Landsvirkjunar – að finna samninginn frá 1981, lesa hann og senda hann ásamt skýrslu Landsvirkjunar frá 2012 á alla starfsmenn hennar með orðsendingunni: „Svona gerum við ekki“. Höfundur er sagnfræðingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun