Eignarnámsógn í samningaviðræðum við landeigendur við Þjórsá Anna Björk Hjaltadóttir skrifar 15. febrúar 2023 10:00 Í gær kom svar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar við grein minni „Eru samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá löglegir?“. Ég verð eiginlega að þakka upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar fyrir þetta svar því það reitti landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi það mikið til reiði að þeir fundu sig knúna, í fyrsta skipti, til að tjá sig opinberlega um samningagerðina. Í svargrein Landsvirkjunar segir: Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Það er rétt að landeigendur nutu aðstoðar lögmanns, lögmanns sem Landsvirkjun greiddi fyrir. Í tilfelli þeirra landeigenda sem birtu opinberu yfirlýsinguna þá var það einmitt lögfræðingur sem var greiddur af Landsvirkjun sem átti að verja hagsmuni landeigenda. Það var þessi lögfræðingur sem ítrekað talaði um það við „skjólstæðinga“ sína að ef þeir semdu ekki við Landsvirkjun þá yrði landið þeirra tekið eignarnámi. Ég veit ekki hvernig greiðslum til lögfræðingsins var háttað, en svona framkoma hljómar eins og það sé hagur lögfræðingsins að ná fram samningnum. Þetta er aðili sem átti að verja hagsmuni skjólstæðinga sinna, en var í raun eingöngu að sinna hagsmunum þeirra sem greiddu þóknun hans. Hérna er yfirlýsing landeigenda orðrétt og var birt á Facebook Íbúasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps: Við landeigendur í Fossnesi og Haga 2 höfum alla tíð verið á móti virkjunarframkvæmdum við Hvammsvirkjun. Ólafur Björnsson var okkar lögfræðingur og treystum við því að hann gætti okkar hagsmuna. Og minnti okkur oft á að ef við gengjum ekki til samninga yrðum við tekin eignanámi, og hefðum þar með lítið um málið að segja. Landsvirkjun borgaði þessum lögfræðing og hafi hann ekki síður verið með hagsmuni Landsvirkjunnar að leiðarljósi og ýtt okkur til samninga, sem voru engan veginn tímabærir. En óháð því hvort samninganefnd Landsvirkjunar hafi passað sig á því að nefna aldrei orðið eignarnám í viðræðum sínum við landeigendur þá hefur þetta alltaf legið fyrir eignarnáms yrði krafist ef ekki yrði samið, ef til framkvæmda kæmi. Fulltrúar Landsvirkjunar hafa tekið orðið eignarnám sér til munns, t.d. á opinberum fundi í Árnesi þann 8. mars 2022 þegar Kristín Linda Árnadóttir talaði um eignarnám sem hluta af ferlinu. Það er því ekki hægt að kalla þá samninga sem eru gerðir undir eignarnámsógn sem frjálsa samninga. Staðreyndir málsins eru svona: Sveitastjórnir við Þjórsá gerðu það að kröfu að samið yrði við landeigendur áður en skipulagsgögnum yrði breytt fyrir virkjun. Landeigendur vildu ekki semja við Landsvirkjun. Ríkið lánaði Landsvirkjun vatnsréttindin endurgjaldslaust 9. Maí 2007, þremur dögum fyrir kosningar. Tilgangurinn var, að því haft er eftir Árna Matthisen, einn þeirra ráðherra sem skrifuðu undir samninginn við Landsvirkjun, að tryggja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart landeigendum „því annars hefði málið stöðvast“. Ríkisendurskoðun mat samninginn ekki bindandi fyrir ríkissjóð í desember 2007. Landsvirkjun fer, þrátt fyrir úrskurð Ríkisendurskoðunar, af stað í samningaviðræður við landeigendur með eignarnámsógnun í formi vatnsréttinda hangandi yfir viðræðum – jafnvel þó Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar haldi því fram að eignarnám hafi aldrei verið rætt í samningaviðræðunum. Landsvirkjun greiddi fyrir lögfræðing(a) sem átti að vera fulltrúi landeigenda og tryggja hagsmuni þeirra – en þar með búa til tvöfeldni í hagsmunum fyrir lögfræðinginn varðandi þóknun. Varðandi eignarhald Landsvirkjunar á vatnsréttindunum þá þarf óháða og lögfróða aðila til að meta löggildi „eignarréttar“ Landsvirkjunar á vatnsréttindunum. Það dugar ekki að treysta svörum Landsvirkjunar varðandi þetta. Höfundur er Formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Í gær kom svar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar við grein minni „Eru samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá löglegir?“. Ég verð eiginlega að þakka upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar fyrir þetta svar því það reitti landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi það mikið til reiði að þeir fundu sig knúna, í fyrsta skipti, til að tjá sig opinberlega um samningagerðina. Í svargrein Landsvirkjunar segir: Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Það er rétt að landeigendur nutu aðstoðar lögmanns, lögmanns sem Landsvirkjun greiddi fyrir. Í tilfelli þeirra landeigenda sem birtu opinberu yfirlýsinguna þá var það einmitt lögfræðingur sem var greiddur af Landsvirkjun sem átti að verja hagsmuni landeigenda. Það var þessi lögfræðingur sem ítrekað talaði um það við „skjólstæðinga“ sína að ef þeir semdu ekki við Landsvirkjun þá yrði landið þeirra tekið eignarnámi. Ég veit ekki hvernig greiðslum til lögfræðingsins var háttað, en svona framkoma hljómar eins og það sé hagur lögfræðingsins að ná fram samningnum. Þetta er aðili sem átti að verja hagsmuni skjólstæðinga sinna, en var í raun eingöngu að sinna hagsmunum þeirra sem greiddu þóknun hans. Hérna er yfirlýsing landeigenda orðrétt og var birt á Facebook Íbúasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps: Við landeigendur í Fossnesi og Haga 2 höfum alla tíð verið á móti virkjunarframkvæmdum við Hvammsvirkjun. Ólafur Björnsson var okkar lögfræðingur og treystum við því að hann gætti okkar hagsmuna. Og minnti okkur oft á að ef við gengjum ekki til samninga yrðum við tekin eignanámi, og hefðum þar með lítið um málið að segja. Landsvirkjun borgaði þessum lögfræðing og hafi hann ekki síður verið með hagsmuni Landsvirkjunnar að leiðarljósi og ýtt okkur til samninga, sem voru engan veginn tímabærir. En óháð því hvort samninganefnd Landsvirkjunar hafi passað sig á því að nefna aldrei orðið eignarnám í viðræðum sínum við landeigendur þá hefur þetta alltaf legið fyrir eignarnáms yrði krafist ef ekki yrði samið, ef til framkvæmda kæmi. Fulltrúar Landsvirkjunar hafa tekið orðið eignarnám sér til munns, t.d. á opinberum fundi í Árnesi þann 8. mars 2022 þegar Kristín Linda Árnadóttir talaði um eignarnám sem hluta af ferlinu. Það er því ekki hægt að kalla þá samninga sem eru gerðir undir eignarnámsógn sem frjálsa samninga. Staðreyndir málsins eru svona: Sveitastjórnir við Þjórsá gerðu það að kröfu að samið yrði við landeigendur áður en skipulagsgögnum yrði breytt fyrir virkjun. Landeigendur vildu ekki semja við Landsvirkjun. Ríkið lánaði Landsvirkjun vatnsréttindin endurgjaldslaust 9. Maí 2007, þremur dögum fyrir kosningar. Tilgangurinn var, að því haft er eftir Árna Matthisen, einn þeirra ráðherra sem skrifuðu undir samninginn við Landsvirkjun, að tryggja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart landeigendum „því annars hefði málið stöðvast“. Ríkisendurskoðun mat samninginn ekki bindandi fyrir ríkissjóð í desember 2007. Landsvirkjun fer, þrátt fyrir úrskurð Ríkisendurskoðunar, af stað í samningaviðræður við landeigendur með eignarnámsógnun í formi vatnsréttinda hangandi yfir viðræðum – jafnvel þó Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar haldi því fram að eignarnám hafi aldrei verið rætt í samningaviðræðunum. Landsvirkjun greiddi fyrir lögfræðing(a) sem átti að vera fulltrúi landeigenda og tryggja hagsmuni þeirra – en þar með búa til tvöfeldni í hagsmunum fyrir lögfræðinginn varðandi þóknun. Varðandi eignarhald Landsvirkjunar á vatnsréttindunum þá þarf óháða og lögfróða aðila til að meta löggildi „eignarréttar“ Landsvirkjunar á vatnsréttindunum. Það dugar ekki að treysta svörum Landsvirkjunar varðandi þetta. Höfundur er Formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar