Eignarnámsógn í samningaviðræðum við landeigendur við Þjórsá Anna Björk Hjaltadóttir skrifar 15. febrúar 2023 10:00 Í gær kom svar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar við grein minni „Eru samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá löglegir?“. Ég verð eiginlega að þakka upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar fyrir þetta svar því það reitti landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi það mikið til reiði að þeir fundu sig knúna, í fyrsta skipti, til að tjá sig opinberlega um samningagerðina. Í svargrein Landsvirkjunar segir: Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Það er rétt að landeigendur nutu aðstoðar lögmanns, lögmanns sem Landsvirkjun greiddi fyrir. Í tilfelli þeirra landeigenda sem birtu opinberu yfirlýsinguna þá var það einmitt lögfræðingur sem var greiddur af Landsvirkjun sem átti að verja hagsmuni landeigenda. Það var þessi lögfræðingur sem ítrekað talaði um það við „skjólstæðinga“ sína að ef þeir semdu ekki við Landsvirkjun þá yrði landið þeirra tekið eignarnámi. Ég veit ekki hvernig greiðslum til lögfræðingsins var háttað, en svona framkoma hljómar eins og það sé hagur lögfræðingsins að ná fram samningnum. Þetta er aðili sem átti að verja hagsmuni skjólstæðinga sinna, en var í raun eingöngu að sinna hagsmunum þeirra sem greiddu þóknun hans. Hérna er yfirlýsing landeigenda orðrétt og var birt á Facebook Íbúasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps: Við landeigendur í Fossnesi og Haga 2 höfum alla tíð verið á móti virkjunarframkvæmdum við Hvammsvirkjun. Ólafur Björnsson var okkar lögfræðingur og treystum við því að hann gætti okkar hagsmuna. Og minnti okkur oft á að ef við gengjum ekki til samninga yrðum við tekin eignanámi, og hefðum þar með lítið um málið að segja. Landsvirkjun borgaði þessum lögfræðing og hafi hann ekki síður verið með hagsmuni Landsvirkjunnar að leiðarljósi og ýtt okkur til samninga, sem voru engan veginn tímabærir. En óháð því hvort samninganefnd Landsvirkjunar hafi passað sig á því að nefna aldrei orðið eignarnám í viðræðum sínum við landeigendur þá hefur þetta alltaf legið fyrir eignarnáms yrði krafist ef ekki yrði samið, ef til framkvæmda kæmi. Fulltrúar Landsvirkjunar hafa tekið orðið eignarnám sér til munns, t.d. á opinberum fundi í Árnesi þann 8. mars 2022 þegar Kristín Linda Árnadóttir talaði um eignarnám sem hluta af ferlinu. Það er því ekki hægt að kalla þá samninga sem eru gerðir undir eignarnámsógn sem frjálsa samninga. Staðreyndir málsins eru svona: Sveitastjórnir við Þjórsá gerðu það að kröfu að samið yrði við landeigendur áður en skipulagsgögnum yrði breytt fyrir virkjun. Landeigendur vildu ekki semja við Landsvirkjun. Ríkið lánaði Landsvirkjun vatnsréttindin endurgjaldslaust 9. Maí 2007, þremur dögum fyrir kosningar. Tilgangurinn var, að því haft er eftir Árna Matthisen, einn þeirra ráðherra sem skrifuðu undir samninginn við Landsvirkjun, að tryggja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart landeigendum „því annars hefði málið stöðvast“. Ríkisendurskoðun mat samninginn ekki bindandi fyrir ríkissjóð í desember 2007. Landsvirkjun fer, þrátt fyrir úrskurð Ríkisendurskoðunar, af stað í samningaviðræður við landeigendur með eignarnámsógnun í formi vatnsréttinda hangandi yfir viðræðum – jafnvel þó Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar haldi því fram að eignarnám hafi aldrei verið rætt í samningaviðræðunum. Landsvirkjun greiddi fyrir lögfræðing(a) sem átti að vera fulltrúi landeigenda og tryggja hagsmuni þeirra – en þar með búa til tvöfeldni í hagsmunum fyrir lögfræðinginn varðandi þóknun. Varðandi eignarhald Landsvirkjunar á vatnsréttindunum þá þarf óháða og lögfróða aðila til að meta löggildi „eignarréttar“ Landsvirkjunar á vatnsréttindunum. Það dugar ekki að treysta svörum Landsvirkjunar varðandi þetta. Höfundur er Formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær kom svar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar við grein minni „Eru samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá löglegir?“. Ég verð eiginlega að þakka upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar fyrir þetta svar því það reitti landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi það mikið til reiði að þeir fundu sig knúna, í fyrsta skipti, til að tjá sig opinberlega um samningagerðina. Í svargrein Landsvirkjunar segir: Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Það er rétt að landeigendur nutu aðstoðar lögmanns, lögmanns sem Landsvirkjun greiddi fyrir. Í tilfelli þeirra landeigenda sem birtu opinberu yfirlýsinguna þá var það einmitt lögfræðingur sem var greiddur af Landsvirkjun sem átti að verja hagsmuni landeigenda. Það var þessi lögfræðingur sem ítrekað talaði um það við „skjólstæðinga“ sína að ef þeir semdu ekki við Landsvirkjun þá yrði landið þeirra tekið eignarnámi. Ég veit ekki hvernig greiðslum til lögfræðingsins var háttað, en svona framkoma hljómar eins og það sé hagur lögfræðingsins að ná fram samningnum. Þetta er aðili sem átti að verja hagsmuni skjólstæðinga sinna, en var í raun eingöngu að sinna hagsmunum þeirra sem greiddu þóknun hans. Hérna er yfirlýsing landeigenda orðrétt og var birt á Facebook Íbúasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps: Við landeigendur í Fossnesi og Haga 2 höfum alla tíð verið á móti virkjunarframkvæmdum við Hvammsvirkjun. Ólafur Björnsson var okkar lögfræðingur og treystum við því að hann gætti okkar hagsmuna. Og minnti okkur oft á að ef við gengjum ekki til samninga yrðum við tekin eignanámi, og hefðum þar með lítið um málið að segja. Landsvirkjun borgaði þessum lögfræðing og hafi hann ekki síður verið með hagsmuni Landsvirkjunnar að leiðarljósi og ýtt okkur til samninga, sem voru engan veginn tímabærir. En óháð því hvort samninganefnd Landsvirkjunar hafi passað sig á því að nefna aldrei orðið eignarnám í viðræðum sínum við landeigendur þá hefur þetta alltaf legið fyrir eignarnáms yrði krafist ef ekki yrði samið, ef til framkvæmda kæmi. Fulltrúar Landsvirkjunar hafa tekið orðið eignarnám sér til munns, t.d. á opinberum fundi í Árnesi þann 8. mars 2022 þegar Kristín Linda Árnadóttir talaði um eignarnám sem hluta af ferlinu. Það er því ekki hægt að kalla þá samninga sem eru gerðir undir eignarnámsógn sem frjálsa samninga. Staðreyndir málsins eru svona: Sveitastjórnir við Þjórsá gerðu það að kröfu að samið yrði við landeigendur áður en skipulagsgögnum yrði breytt fyrir virkjun. Landeigendur vildu ekki semja við Landsvirkjun. Ríkið lánaði Landsvirkjun vatnsréttindin endurgjaldslaust 9. Maí 2007, þremur dögum fyrir kosningar. Tilgangurinn var, að því haft er eftir Árna Matthisen, einn þeirra ráðherra sem skrifuðu undir samninginn við Landsvirkjun, að tryggja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart landeigendum „því annars hefði málið stöðvast“. Ríkisendurskoðun mat samninginn ekki bindandi fyrir ríkissjóð í desember 2007. Landsvirkjun fer, þrátt fyrir úrskurð Ríkisendurskoðunar, af stað í samningaviðræður við landeigendur með eignarnámsógnun í formi vatnsréttinda hangandi yfir viðræðum – jafnvel þó Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar haldi því fram að eignarnám hafi aldrei verið rætt í samningaviðræðunum. Landsvirkjun greiddi fyrir lögfræðing(a) sem átti að vera fulltrúi landeigenda og tryggja hagsmuni þeirra – en þar með búa til tvöfeldni í hagsmunum fyrir lögfræðinginn varðandi þóknun. Varðandi eignarhald Landsvirkjunar á vatnsréttindunum þá þarf óháða og lögfróða aðila til að meta löggildi „eignarréttar“ Landsvirkjunar á vatnsréttindunum. Það dugar ekki að treysta svörum Landsvirkjunar varðandi þetta. Höfundur er Formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar