Erlent

Hátt í fimm­tíu þúsund heimili raf­magns­laus í Nýja-Sjá­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ef spár ganga eftir verður veðrið verst í dag.
Ef spár ganga eftir verður veðrið verst í dag. Getty/Fiona Goodall

Tæplega fimmtíu þúsund heimili eru rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi vegna fellibyljarins Gabríellu sem gengur yfir norðurhluta landsins. Yfirvöld í eyríkinu hafa gefið út viðvaranir vegna vinda og rigninga og hundruð flugferða hafa fallið niður vegna veðursins.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á nokkrum svæðum á Norðureyjunni. Þetta er annað skiptið á nokkrum vikum sem svona óveður herjar á Nýja-Sjáland. Janúarmánuður var sá blautasti í sögu mælinga og fjögur létust í flóðunum sem fylgdu.

Kieran McAnulty, neyðarviðbragðsráðherra, sagði á blaðamannafundi í morgun að ríkisstjórnin íhugi að lýsa yfir neyðarástandi fyrir allt landið. Það yrði þriðja skiptið í sögunni sem slíku er lýst yfir þarlendis.

Fimm héruð á Norðureyjunni hafa þegar lýst yfir neyðarástandi, þar á meðal Auckland. Með því að lýsa yfir neyðarástandi fá héraðsstjórnvöld meira rými til að bregðast við erfiðum aðstæðum og gefur þeim leyfi til að stöðva ferðalög fólks og veita neyðaraðstoð. 

Talið er að dagurinn í dag verði sá versti í þessu óveðri en gert er ráð fyrir að það muni taka nokkra daga að koma rafmagni aftur á. 

Veðrið hefur þá sett strik í reikninginn fyrir minnst 10.000 sem ætluðu að ferðast með Air New Zealand en félagið hefur þurft að fella niður 509 flugferðir. Flugfélagið gerir ráð fyrir að geta hafið áætlunarflug aftur á morgunþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×