Víkingar byrja á sigri | Kjartan Henry kominn á blað hjá FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. febrúar 2023 22:31 Nikolaj Hansen var á skotskónum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Fjöldi leikja í Lengjubikar karla í knattspyrnu fór fram í kvöld. Víkingar unnu torsóttan 3-1 sigur á Njarðvík á meðan ríkjandi Lengjubikarmeistarar FH unnu Selfoss í Hafnafirði. Í Víkinni var Lengjudeildarlið Njarðvíkur í heimsókn en það komst nýverið í fréttirnar vegna erlends leikmanns sem félagið samdi við. Sá var talinn með efnilegri leikmönnum heims fyrir ekki svo löngu og virðist Njarðvík nú vera komið á kortið í Malasíu. Njarðvíkingar byrjuðu ekki vel því miðvörðurinn Marc Mcausland varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 12. mínútu. Omar Diouck jafnaði hins vegar metin rúmlega tíu mínútum síðar og staðan 1-1 allt þangað til á 39. mínútu þegar danski markahrókurinn Nikolaj Andreas Hansen kom Víkingum yfir. Það var svo ofur-varamaðurinn Helgi Guðjónsson sem fullkomnaði 3-1 sigur Víkinga með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Í Hafnafirði unnu ríkjandi meistarar í FH góðan 4-2 sigur á Selfyssingum. Steven Lennon og Vuk Oskar Dimitrijevic sáu til þess að FH var 2-0 yfir eftir aðeins átta mínútna leik. Guðmundur Tyrfingsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleik var lokið. Máni Austmann Hilmarsson kom FH í 3-1 áður en Kjartan Henry Finnbogason opnaði markareikning sinn fyrir félagið af vítapunktinum. Ívan Breki Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Selfoss í uppbótartíma, lokatölur 4-2. Velkominn @kjahfin pic.twitter.com/hOQ12OebVL— FHingar (@fhingar) February 10, 2023 Í Garðabænum var Afturelding í heimsókn. Fór það svo að Stjarnan vann 4-1 sigur. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu. Patrekur Orri Guðjónsson setti boltann í eigið net skömmu síðar og Róbert Kolbeins Þórarinsson kom Stjörnunni í 3-0 fyrir hálfleik. Jóhann Árni skoraði svo annað mark sitt, að þessu sinni úr vítaspyrnu, þegar klukkustund var liðin og staðan orðin 4-0. Varamaðurinn Arnór Gauti Ragnarsson minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Lokatölur í Garðabæ 4-1 Stjörnunni í vil. Þá vann Fjölnir 4-1 sigur á Þrótti Reyjavík í eina leik kvöldsins þar sem tvö lið úr Lengjudeildinni mættust. Sigurvin Reynisson, Hákon Ingi Jónsson, Bjarni Gunnarsson og Bjarni Þór Hafstein skoruðu mörk Fjölnis en Hinrik Harðarson skoraði mark Þróttar. Fótbolti Íslenski boltinn FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Í Víkinni var Lengjudeildarlið Njarðvíkur í heimsókn en það komst nýverið í fréttirnar vegna erlends leikmanns sem félagið samdi við. Sá var talinn með efnilegri leikmönnum heims fyrir ekki svo löngu og virðist Njarðvík nú vera komið á kortið í Malasíu. Njarðvíkingar byrjuðu ekki vel því miðvörðurinn Marc Mcausland varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 12. mínútu. Omar Diouck jafnaði hins vegar metin rúmlega tíu mínútum síðar og staðan 1-1 allt þangað til á 39. mínútu þegar danski markahrókurinn Nikolaj Andreas Hansen kom Víkingum yfir. Það var svo ofur-varamaðurinn Helgi Guðjónsson sem fullkomnaði 3-1 sigur Víkinga með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Í Hafnafirði unnu ríkjandi meistarar í FH góðan 4-2 sigur á Selfyssingum. Steven Lennon og Vuk Oskar Dimitrijevic sáu til þess að FH var 2-0 yfir eftir aðeins átta mínútna leik. Guðmundur Tyrfingsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleik var lokið. Máni Austmann Hilmarsson kom FH í 3-1 áður en Kjartan Henry Finnbogason opnaði markareikning sinn fyrir félagið af vítapunktinum. Ívan Breki Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Selfoss í uppbótartíma, lokatölur 4-2. Velkominn @kjahfin pic.twitter.com/hOQ12OebVL— FHingar (@fhingar) February 10, 2023 Í Garðabænum var Afturelding í heimsókn. Fór það svo að Stjarnan vann 4-1 sigur. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu. Patrekur Orri Guðjónsson setti boltann í eigið net skömmu síðar og Róbert Kolbeins Þórarinsson kom Stjörnunni í 3-0 fyrir hálfleik. Jóhann Árni skoraði svo annað mark sitt, að þessu sinni úr vítaspyrnu, þegar klukkustund var liðin og staðan orðin 4-0. Varamaðurinn Arnór Gauti Ragnarsson minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Lokatölur í Garðabæ 4-1 Stjörnunni í vil. Þá vann Fjölnir 4-1 sigur á Þrótti Reyjavík í eina leik kvöldsins þar sem tvö lið úr Lengjudeildinni mættust. Sigurvin Reynisson, Hákon Ingi Jónsson, Bjarni Gunnarsson og Bjarni Þór Hafstein skoruðu mörk Fjölnis en Hinrik Harðarson skoraði mark Þróttar.
Fótbolti Íslenski boltinn FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira