Áform um stærsta kvikmyndaver landsins í Hafnarfirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2023 13:44 Hugmynd að útliti kvikmyndaversins. REC Studio Hafnarfjarðarbær hefur veitt REC Studio ehf, vilyrði fyrir um níutíu þúsund fermetra svæði við Hellnahraun undir byggingu umfangsmikils kvikmyndavers sem yrði það stærsta á Íslandi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, greinir frá þessu á Facebook og vísar í umfjöllun bæjarráðs Hafnarfjarðar um málið í morgun. Segir Rósa að undanfarið hafi REC Studio ehf. undirbúið uppbyggingu kvikmyndavers hér á landi, auk aðstöðu fyrir tengda þjónustu. Fyrirtækið hafi valið Hafnarfjörð undir staðsetningu kvikmyndaversins. „Þetta er gríðarlega spennandi fyrir okkur Hafnfirðinga. Hér geta orðið til hundruð góðra starfa, ýmis afleidd áhrif á fyrirtæki og aðra í bæjarfélaginu, aukin athygli og viðskipti í Hafnarfirði, skrifar Rósa. Telja mikla eftirspurn eftir kvikmyndaverum Í kynningu fyrirtækisins, sem fylgir fundargerð bæjarráðs þar sem Halldór Þorkelsson og Þröstur Sigurðsson hjá Arcur-ráðgjöf kynntu verkefnið, er vísað í að aukinn grundvöllur sé fyrir rekstri kvikmyndavers hér á landi eftir að endurgreiðsla vegna kvikmyndaframleiðslu var hækkað úr 25 prósent í 35 prósent. Um umfangsmiklar hugmyndir er að ræða.REC Studio Er þar einnig vísað í að fjölgun streymisveitna á heimsvísu og auknar vinsældir þeirra hafi gert það að verkum að fjárfestingar í kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum hafi aukist verulega á síðustu árum. Mikil eftirspurn sé eftir plássi í myndverum, þá sérstaklega í þau sem séu nýlega byggð. Skortur sé á sérhæfðum, vel útbúnum myndverum og dæmi séu um að framleiðslufyrirtæki taki slík myndver á langtímaleigu. Sjá má á myndum sem fylgja kynningunni að hugmyndir að kvikmyndaverinu eru umfangsmiklar. Bent er á að staðsetningin við Helluhraun sé hentug, stutt sé á Keflavíkurflugvöll og mikil nálægð við fjölda hótela. Þá sé rýmið á svæðinu gott enda þurfi að gera ráð fyrir að þörf sé á því fyrir ýmiskonar búnað hverju sinni. Reiknað er með að framkvæmdirnar yrðu áfangaskiptarREC Studio Þá segist REC Studios búið að tryggja sér samstarf við helstu framleiðslufyrirtæki landsins, sem og erlenda sérfræðinga og framleiðendur. Hafnarfjörður Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, greinir frá þessu á Facebook og vísar í umfjöllun bæjarráðs Hafnarfjarðar um málið í morgun. Segir Rósa að undanfarið hafi REC Studio ehf. undirbúið uppbyggingu kvikmyndavers hér á landi, auk aðstöðu fyrir tengda þjónustu. Fyrirtækið hafi valið Hafnarfjörð undir staðsetningu kvikmyndaversins. „Þetta er gríðarlega spennandi fyrir okkur Hafnfirðinga. Hér geta orðið til hundruð góðra starfa, ýmis afleidd áhrif á fyrirtæki og aðra í bæjarfélaginu, aukin athygli og viðskipti í Hafnarfirði, skrifar Rósa. Telja mikla eftirspurn eftir kvikmyndaverum Í kynningu fyrirtækisins, sem fylgir fundargerð bæjarráðs þar sem Halldór Þorkelsson og Þröstur Sigurðsson hjá Arcur-ráðgjöf kynntu verkefnið, er vísað í að aukinn grundvöllur sé fyrir rekstri kvikmyndavers hér á landi eftir að endurgreiðsla vegna kvikmyndaframleiðslu var hækkað úr 25 prósent í 35 prósent. Um umfangsmiklar hugmyndir er að ræða.REC Studio Er þar einnig vísað í að fjölgun streymisveitna á heimsvísu og auknar vinsældir þeirra hafi gert það að verkum að fjárfestingar í kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum hafi aukist verulega á síðustu árum. Mikil eftirspurn sé eftir plássi í myndverum, þá sérstaklega í þau sem séu nýlega byggð. Skortur sé á sérhæfðum, vel útbúnum myndverum og dæmi séu um að framleiðslufyrirtæki taki slík myndver á langtímaleigu. Sjá má á myndum sem fylgja kynningunni að hugmyndir að kvikmyndaverinu eru umfangsmiklar. Bent er á að staðsetningin við Helluhraun sé hentug, stutt sé á Keflavíkurflugvöll og mikil nálægð við fjölda hótela. Þá sé rýmið á svæðinu gott enda þurfi að gera ráð fyrir að þörf sé á því fyrir ýmiskonar búnað hverju sinni. Reiknað er með að framkvæmdirnar yrðu áfangaskiptarREC Studio Þá segist REC Studios búið að tryggja sér samstarf við helstu framleiðslufyrirtæki landsins, sem og erlenda sérfræðinga og framleiðendur.
Hafnarfjörður Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira