Freistnivandi sveitarstjórna Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 11:30 Hverjar eru líkurnar á að sveitarfélag láti náttúru innan sinna sveitafélagamarka njóta vafans ef gull og grænir skógar eru í boði? Í öllum málum er mikilvægt að taka réttar ákvarðanir. Undirbúa þarf ákvarðanatöku vel og upplýsa allar hliðar eins og hægt er og tryggja að öll sem hafa mikilvæg sjónarmið og upplýsingar geti komið að ákvarðanatökunni. Í umhverfismálum er þetta sérstaklega mikilvægt því ákvarðanir um framkvæmdir eða starfsemi sem hafa neikvæð áhrif á umhverfið eru oft óafturkræfar og skaðinn óbætanlegur. Reglur um góða ákvarðanatöku Á vettvangi Evrópusambandsins og EES eru settar meginreglur um hvernig á að taka ákvarðanir í umhverfismálum. Ef líklegt er að áhrif framkvæmdar eða starfsemi verði neikvæð má ekki heimila hana nema áður hafi farið fram formlegt mat á áhrifum á ýmsa umhverfisþætti. Slíkar ákvarðanir má heldur ekki taka nema almenningur hafi raunveruleg tækifæri til að taka þátt í ákvörðuninni. Stjórnvöld sem taka ákvarðanir eiga að vera hlutlaus og óháð. Í því felst m.a. að stjórnvöld mega ekki vera háð framkvæmdinni fjárhagslega. Íslenska sérafbrigðið af ákvarðanatöku Á Íslandi er þetta samt öðruvísi í raun. Sveitarfélög á Íslandi hafa skipulagsábyrgð innan sveitafélagsmarka en auk þess veita sveitafélög á Íslandi leyfi til framkvæmda. Til þess að af framkvæmd geti orðið verður hún að vera í samræmi við aðal- og deiliskipulag sveitafélaga og þau hafa því vald til að hafna framkvæmdum innan sveitafélagsins. Það sem verra er að sveitafélög hafa hingað til líka getað samþykkt framkvæmdir innan sveitafélagsins sem brjóta í bága við náttúruverndarlög, skipulagslög og önnur lög sem varða vernd umhverfisins. Engin stofnun eða ráðuneyti hefur tiltæk tæki til þess að stöðva framkvæmdir sem brjóta í bága við landslög sem sveitafélög vilja veita framkvæmdaleyfi. Hver á að ráða? En er ekki bara ekki í góðu lagi að sveitastjórnir hafi hafa mest um það að segja hvaða framkvæmdir fara af stað innan sveitafélagamarka? Vissulega, enda standa þær að gerð aðal- og deiliskipulag. Án þeirra samþykkis er því ekki hægt að fara í framkvæmdir innan sveitafélagsins. En þegar kemur að hagsmunum náttúrunnar, hagsmunum íbúa og framtíðarkynslóða eru sveitafélög ekki besti aðilinn til að vera nánast einráð þegar kemur að ákvörðunum um stórar framkvæmdir. Sveitarfélög eru ekki hlutlaus leyfisveitandi Oft vega fjárhagslegir hagsmunir mjög þungt í ákvarðanatöku hjá sveitafélögum en umhverfissjónarmið láta í minni pokann. Það er í sjálfu sér skiljanlegt, það er innbyggt í sveitarfélög að vilja auka umsvif, afla tekna og fjölga íbúum. Einmitt af þessum sökum geta sveitafélög oft ekki verið hlutlaus og ábyrgur leyfisveitandi. Gott dæmi um þetta er til dæmis fyrirhugaðar framkvæmdir í Ölfusi við útflutning og mölun á íslenskum jarðefnum. Skv. nýrri úttekt gætu tekjur sveitafélagsins aukist um 25% við starfsemina. Hversu líklegt er að sveitafélag hafni framkvæmdaleyfi vegna umhverfissjónarmiða þegar um er að ræða umsvif sem gætu aukið tekjur þess um fjórðung? Að hunsa náttúruverndarlög Í landinu eru lög um verndun náttúru og umhverfis en enginn hefur eftirlit með því að sveitafélög fari eftir þeim þegar veitt eru leyfi til framkvæmda. Íslensk lög gera ráð fyrir því að sveitafélög á Íslandi geti verið beggja megin borðsins og tekið hlutlausar ákvarðanir þrátt fyrir það. Að þau sem leyfisveitendur geti á hlutlausan hátt metið skaðann fyrir allan almenning, íslenska náttúru, loftgæði og grunnvatn án þess að horfa til eigin fjárhagslegu hagsmuna. Þetta er gríðarlega stór galli á íslensku löggjöfinni og Landvernd hefur kvartað til ESA vegna þessa. Þá hefur ekki verið nefnt að mörg sveitafélög á Íslandi eru fámenn og vanbúin til þess að taka svo viðamkilar ákvarðanir þrátt fyrir að skipulagssvæði þeirra nái í mörgum tilfellum yfir mjög stórt svæði með miklum náttúruverðmætum. Tvö dæmi þar sem náttúran slapp með skrekkinn Að lokum skulum við fara yfir tvö mál þar sem sveitafélög hafa tekið ákvarðanir um framkvæmdir þrátt fyrir að ljóst væri að um brot á náttúruverndarlögum væri að ræða. Fyrra dæmið er Hvalárvirkjun en niðurstaða Skipulagsstofnunar var að umhverfisáhrif virkjunarinnar væru verulega neikvæð. Þrátt fyrir það ákvað sveitastjórn Árneshrepps að veita leyfi fyrir rannsóknum tengdum virkjuninni. Enginn opinber aðili hafði eftirlit með því að náttúruverndarlög væru ekki brotin og ef landeigendur og umhverfisverndarsamtök hefðu ekki kært veitingu framkvæmdaleyfis til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála hefði hún stað óhögguð. Sem betur fer virðist sem virkjanaaðili hafi fallið frá þessum áformum. Hitt dæmið er Hnútuvirkjun í Skaftárhreppi. Þar voru umhverfisáhrif metin afar neikvæð en þrátt fyrir það veitti sveitastjórn Skaftárhrepps framkvæmdaleyfi. Enginn opinber aðili gat gripið inn í og stöðvað yfirvofandi brot á náttúruverndarlögum. Náttúruverndarsamtök og landeigendur kærðu ákvörðun sveitastjórnarinnar til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála sem komst að því að leyfið væri í andstöðu við náttúruverndarlög. Ef almenningur og samtök hans hefðu ekki kært, hefði virkjunin nú gilt leyfi til framkvæmda og enginn opinber aðili hefði tæki eða ábyrgð til að framfylgja náttúruverndarlögum. Vonlaust dæmi að þurfa að eiga allt undir heppninni einni Getur niðurstaðan orðið góð ef ákvarðanir eru tekna samkvæmt afleitri aðferðarfæði? Já ef við erum heppin, en reynsla sýnir að verulegar líkur eru á slæmri niðurstöðu fyrir náttúru og umhverfi. Það er deginum ljósara að séríslenska leiðin við ákvarðanatöku vegna starfsemi og framkvæmda sem líkleg eru til að hafa neikvæð áhrif á umhverfið er handónýt. Skýra verður ábyrgð sveitastjórna og tryggja eftirfylgni og eftirlit með því að náttúruverndarlög séu ekki brotin við leyfisveitingar. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Hverjar eru líkurnar á að sveitarfélag láti náttúru innan sinna sveitafélagamarka njóta vafans ef gull og grænir skógar eru í boði? Í öllum málum er mikilvægt að taka réttar ákvarðanir. Undirbúa þarf ákvarðanatöku vel og upplýsa allar hliðar eins og hægt er og tryggja að öll sem hafa mikilvæg sjónarmið og upplýsingar geti komið að ákvarðanatökunni. Í umhverfismálum er þetta sérstaklega mikilvægt því ákvarðanir um framkvæmdir eða starfsemi sem hafa neikvæð áhrif á umhverfið eru oft óafturkræfar og skaðinn óbætanlegur. Reglur um góða ákvarðanatöku Á vettvangi Evrópusambandsins og EES eru settar meginreglur um hvernig á að taka ákvarðanir í umhverfismálum. Ef líklegt er að áhrif framkvæmdar eða starfsemi verði neikvæð má ekki heimila hana nema áður hafi farið fram formlegt mat á áhrifum á ýmsa umhverfisþætti. Slíkar ákvarðanir má heldur ekki taka nema almenningur hafi raunveruleg tækifæri til að taka þátt í ákvörðuninni. Stjórnvöld sem taka ákvarðanir eiga að vera hlutlaus og óháð. Í því felst m.a. að stjórnvöld mega ekki vera háð framkvæmdinni fjárhagslega. Íslenska sérafbrigðið af ákvarðanatöku Á Íslandi er þetta samt öðruvísi í raun. Sveitarfélög á Íslandi hafa skipulagsábyrgð innan sveitafélagsmarka en auk þess veita sveitafélög á Íslandi leyfi til framkvæmda. Til þess að af framkvæmd geti orðið verður hún að vera í samræmi við aðal- og deiliskipulag sveitafélaga og þau hafa því vald til að hafna framkvæmdum innan sveitafélagsins. Það sem verra er að sveitafélög hafa hingað til líka getað samþykkt framkvæmdir innan sveitafélagsins sem brjóta í bága við náttúruverndarlög, skipulagslög og önnur lög sem varða vernd umhverfisins. Engin stofnun eða ráðuneyti hefur tiltæk tæki til þess að stöðva framkvæmdir sem brjóta í bága við landslög sem sveitafélög vilja veita framkvæmdaleyfi. Hver á að ráða? En er ekki bara ekki í góðu lagi að sveitastjórnir hafi hafa mest um það að segja hvaða framkvæmdir fara af stað innan sveitafélagamarka? Vissulega, enda standa þær að gerð aðal- og deiliskipulag. Án þeirra samþykkis er því ekki hægt að fara í framkvæmdir innan sveitafélagsins. En þegar kemur að hagsmunum náttúrunnar, hagsmunum íbúa og framtíðarkynslóða eru sveitafélög ekki besti aðilinn til að vera nánast einráð þegar kemur að ákvörðunum um stórar framkvæmdir. Sveitarfélög eru ekki hlutlaus leyfisveitandi Oft vega fjárhagslegir hagsmunir mjög þungt í ákvarðanatöku hjá sveitafélögum en umhverfissjónarmið láta í minni pokann. Það er í sjálfu sér skiljanlegt, það er innbyggt í sveitarfélög að vilja auka umsvif, afla tekna og fjölga íbúum. Einmitt af þessum sökum geta sveitafélög oft ekki verið hlutlaus og ábyrgur leyfisveitandi. Gott dæmi um þetta er til dæmis fyrirhugaðar framkvæmdir í Ölfusi við útflutning og mölun á íslenskum jarðefnum. Skv. nýrri úttekt gætu tekjur sveitafélagsins aukist um 25% við starfsemina. Hversu líklegt er að sveitafélag hafni framkvæmdaleyfi vegna umhverfissjónarmiða þegar um er að ræða umsvif sem gætu aukið tekjur þess um fjórðung? Að hunsa náttúruverndarlög Í landinu eru lög um verndun náttúru og umhverfis en enginn hefur eftirlit með því að sveitafélög fari eftir þeim þegar veitt eru leyfi til framkvæmda. Íslensk lög gera ráð fyrir því að sveitafélög á Íslandi geti verið beggja megin borðsins og tekið hlutlausar ákvarðanir þrátt fyrir það. Að þau sem leyfisveitendur geti á hlutlausan hátt metið skaðann fyrir allan almenning, íslenska náttúru, loftgæði og grunnvatn án þess að horfa til eigin fjárhagslegu hagsmuna. Þetta er gríðarlega stór galli á íslensku löggjöfinni og Landvernd hefur kvartað til ESA vegna þessa. Þá hefur ekki verið nefnt að mörg sveitafélög á Íslandi eru fámenn og vanbúin til þess að taka svo viðamkilar ákvarðanir þrátt fyrir að skipulagssvæði þeirra nái í mörgum tilfellum yfir mjög stórt svæði með miklum náttúruverðmætum. Tvö dæmi þar sem náttúran slapp með skrekkinn Að lokum skulum við fara yfir tvö mál þar sem sveitafélög hafa tekið ákvarðanir um framkvæmdir þrátt fyrir að ljóst væri að um brot á náttúruverndarlögum væri að ræða. Fyrra dæmið er Hvalárvirkjun en niðurstaða Skipulagsstofnunar var að umhverfisáhrif virkjunarinnar væru verulega neikvæð. Þrátt fyrir það ákvað sveitastjórn Árneshrepps að veita leyfi fyrir rannsóknum tengdum virkjuninni. Enginn opinber aðili hafði eftirlit með því að náttúruverndarlög væru ekki brotin og ef landeigendur og umhverfisverndarsamtök hefðu ekki kært veitingu framkvæmdaleyfis til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála hefði hún stað óhögguð. Sem betur fer virðist sem virkjanaaðili hafi fallið frá þessum áformum. Hitt dæmið er Hnútuvirkjun í Skaftárhreppi. Þar voru umhverfisáhrif metin afar neikvæð en þrátt fyrir það veitti sveitastjórn Skaftárhrepps framkvæmdaleyfi. Enginn opinber aðili gat gripið inn í og stöðvað yfirvofandi brot á náttúruverndarlögum. Náttúruverndarsamtök og landeigendur kærðu ákvörðun sveitastjórnarinnar til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála sem komst að því að leyfið væri í andstöðu við náttúruverndarlög. Ef almenningur og samtök hans hefðu ekki kært, hefði virkjunin nú gilt leyfi til framkvæmda og enginn opinber aðili hefði tæki eða ábyrgð til að framfylgja náttúruverndarlögum. Vonlaust dæmi að þurfa að eiga allt undir heppninni einni Getur niðurstaðan orðið góð ef ákvarðanir eru tekna samkvæmt afleitri aðferðarfæði? Já ef við erum heppin, en reynsla sýnir að verulegar líkur eru á slæmri niðurstöðu fyrir náttúru og umhverfi. Það er deginum ljósara að séríslenska leiðin við ákvarðanatöku vegna starfsemi og framkvæmda sem líkleg eru til að hafa neikvæð áhrif á umhverfið er handónýt. Skýra verður ábyrgð sveitastjórna og tryggja eftirfylgni og eftirlit með því að náttúruverndarlög séu ekki brotin við leyfisveitingar. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun