Fimmta meðferðin varð til þess að stóri draumurinn rættist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2023 12:36 Dóra stendur á tímamótum og fagnar áfanganum. Dóra Jó Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri og leikari, segist vita það fyrir víst að hafði hún ekki hafið sína fimmtu meðferð fyrir þremur árum hefði draumur hennar um að leikstýra Skaupinu einn daginn aldrei orðið að veruleika. Dóra fagnar þremur árum edrú í dag. „Þvílíkt ferðalag! Það óskar sér enginn að vera með fíknisjúkdóm og fyrir 3 árum var ég á mjög slæmum stað, orðin mjög veik. Vinkona mín Dóra Einarsdóttir minnti mig nýlega á að á þessum degi fyrir 3 árum sagði ég henni buguð og brotin á leið í fimmtu meðferðina að mig dreymdi um að leikstýra Skaupinu einn daginn,“ segir Dóra. „Ég veit það fyrir víst að ég hefði aldrei getað uppfyllt þann draum ef ég hefði ekki náð að verða edrú.“ Dóra segist í bata í dag og deilir með fylgjendum sínum á Facebook hvað hafi hjálpað henni í baráttunni. Nefnir hún tólf spora samtök með ókeypis og stórkostleg prógrömm fyrir þá sem glíma við fíkn eða meðvirkni. „SÁÁ, Vogur og Vík gerðu mikið fyrir mig og loks meðferðin í Svíþjóð, sem er því miður búið að loka. Eftir það fór ég í endurhæfingu sem var mér nauðsynlegt enda skilur neysla mann eftir með mjög laskað taugakerfi.“ Þá segist hún hafa eytt fúlgum fjár í sálfræðiþjónustu sem hún viti að sé ekki á allra færi. En það sé nauðsynlegt fyrir hana að vinna sig úr áföllum. „Í dag sé ég skýr tengsl milli áfallastreitu, meðvirkni, athyglisbrests og fíknisjúkdóma. Lykillinn að bata mínum í dag er að fylgja innsæinu, biðja um hjálp, hlusta á þarfir mínar, vera með skýr mörk og sjálfsvirði sem ég set ekki í hendur annarra og nærandi tenging við annað fólk.“ Dóra vonast til að geta haldið áfram að vaxa og þroskast til að geta verið til staðar fyrir aðra. „Ég finn fyrir gríðarlegu þakklæti og hlakka til að halda áfram að vera edrú og fá að upplifa skýrt þetta fáránlega fyndna, fallega og sorglega ferðalag sem lífið er.“ SÁÁ Áfengi og tóbak Áramótaskaupið Fíkn Tengdar fréttir „Bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins árið 2022, segist alls ekki hafa átt von á jafn góðum viðbrögðum við skaupinu og raun ber vitni. Hún segir ferlið hafa gengið einstaklega vel en um er að ræða hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. 1. janúar 2023 12:53 „Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
„Þvílíkt ferðalag! Það óskar sér enginn að vera með fíknisjúkdóm og fyrir 3 árum var ég á mjög slæmum stað, orðin mjög veik. Vinkona mín Dóra Einarsdóttir minnti mig nýlega á að á þessum degi fyrir 3 árum sagði ég henni buguð og brotin á leið í fimmtu meðferðina að mig dreymdi um að leikstýra Skaupinu einn daginn,“ segir Dóra. „Ég veit það fyrir víst að ég hefði aldrei getað uppfyllt þann draum ef ég hefði ekki náð að verða edrú.“ Dóra segist í bata í dag og deilir með fylgjendum sínum á Facebook hvað hafi hjálpað henni í baráttunni. Nefnir hún tólf spora samtök með ókeypis og stórkostleg prógrömm fyrir þá sem glíma við fíkn eða meðvirkni. „SÁÁ, Vogur og Vík gerðu mikið fyrir mig og loks meðferðin í Svíþjóð, sem er því miður búið að loka. Eftir það fór ég í endurhæfingu sem var mér nauðsynlegt enda skilur neysla mann eftir með mjög laskað taugakerfi.“ Þá segist hún hafa eytt fúlgum fjár í sálfræðiþjónustu sem hún viti að sé ekki á allra færi. En það sé nauðsynlegt fyrir hana að vinna sig úr áföllum. „Í dag sé ég skýr tengsl milli áfallastreitu, meðvirkni, athyglisbrests og fíknisjúkdóma. Lykillinn að bata mínum í dag er að fylgja innsæinu, biðja um hjálp, hlusta á þarfir mínar, vera með skýr mörk og sjálfsvirði sem ég set ekki í hendur annarra og nærandi tenging við annað fólk.“ Dóra vonast til að geta haldið áfram að vaxa og þroskast til að geta verið til staðar fyrir aðra. „Ég finn fyrir gríðarlegu þakklæti og hlakka til að halda áfram að vera edrú og fá að upplifa skýrt þetta fáránlega fyndna, fallega og sorglega ferðalag sem lífið er.“
SÁÁ Áfengi og tóbak Áramótaskaupið Fíkn Tengdar fréttir „Bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins árið 2022, segist alls ekki hafa átt von á jafn góðum viðbrögðum við skaupinu og raun ber vitni. Hún segir ferlið hafa gengið einstaklega vel en um er að ræða hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. 1. janúar 2023 12:53 „Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
„Bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins árið 2022, segist alls ekki hafa átt von á jafn góðum viðbrögðum við skaupinu og raun ber vitni. Hún segir ferlið hafa gengið einstaklega vel en um er að ræða hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. 1. janúar 2023 12:53
„Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11